Erlent

Aukin glæpatíðni í New York - Apple um að kenna

Aukin glæpatíðni í New York er rakin beint til stórfyrirtækisins Apple.
Aukin glæpatíðni í New York er rakin beint til stórfyrirtækisins Apple. mynd/AP
Aukin glæpatíðni í New York er rakin beint til stórfyrirtækisins Apple. Þetta tilkynnti Ray Kelly, lögreglustjóri New York-borgar, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að þjófnaður á iPod-spilurum, iPhone snjallsímum og iPad spjaldtölvunum hefði aukist gríðarlega á síðustu árum.

Á síðasta ári bárust 13.233 tilkynningar um þjófnað á Apple-vörum. Árið 2002 var aðeins 86 vörum tæknifyrirtækisins stolið í New York.

Þá liggur fyrir að tíðnin mun aukast í ár en það sem af er ári er búið er að stela rétt um ellefur þúsund og fimm hundruð raftækjum Apple í borginni. Glæpatíðnin hefur þannig aukist um heil fjögur prósent. Sagði Kelly að ef ekki væri fyrir Apple þá myndi lögreglan í New York nú fagna lækkaðri glæpatíðni.

En lögreglan í New York hefur nú blásið til stórsóknar. Þannig voru lögregluþjónar í öllum verslunum Apple í borginni, tuttugu og ein talsins, þegar nýjasti snjallsími Apple, iPhone fimm, fór í sölu á dögunum. Skráðu þeir niður raðnúmer keyptra snjallsíma sem og persónuupplýsingar kaupenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×