Kári: Íslensk heilbrigðisþjónusta verri en í nágrannaríkjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2012 18:12 Kári Stefánsson. Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira