Kári: Íslensk heilbrigðisþjónusta verri en í nágrannaríkjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2012 18:12 Kári Stefánsson. Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira