Innlent

Kosið í Laugardalshöll frá 10. október

Frá og með miðvikudeginum 10. október nk. flyst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar frá skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík og fer fram í Laugardalshöll. Opið verður í Laugardalshöll alla daga frá kl. 10:00 - 22:00 fram að kjördegi. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

Tímasetningar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum o.fl. á vegum sýslumannsins í Reykjavík vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:

Droplaugarstaðir við Snorrabraut

Miðvikudaginn 10. október nk., kl. 15-17.

Seljahlíð, Hjallaseli 55

Miðvikudaginn 10. október nk., kl. 15:30- 17:30.

Hlaðgerðarkot

Fimmtudaginn 11. október nk., kl. 15:30-17:30.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot

Fimmtudaginn 11. október nk., kl. 15-17.

Eir í Grafarvogi

Föstudaginn 12. október nk., kl. 13-16.

Hrafnista

Laugardaginn 13. október nk., kl. 11-14.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund

Laugardaginn 13. október nk., kl. 11-15.

Mörkin

Laugardaginn 13. október nk., kl. 11-14.

Hjúkrunarheimilið Sóltún

Mánudaginn 15. október nk., kl. 13-14:30.

Kleppsspítali

Mánudaginn 15. október nk., kl. 15-16.

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg

Mánudaginn 15. október nk., kl. 15:30-16:30.

Skjól við Kleppsveg

Þriðjudaginn 16. október nk., kl. 13-15.

Skógarbær við Árskóga

Þriðjudaginn 16. október nk., kl. 15:30 - 17:30.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi / Grensásdeild.

Fimmtudaginn 18. október nk., kl. 13-16 (Fossvogur) og 17-18 (Grensás) .

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut

Föstudaginn 19. október nk., kl. 14-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×