Erlent

Ráðningasamningur við Anders Fogh framlengdur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen verður framkvæmdastjóri NATO lengur en áætlað var.
Anders Fogh Rasmussen verður framkvæmdastjóri NATO lengur en áætlað var. mynd/ afp.
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsríkjanna 28 ákváðu á fundi í dag að framlengja ráðningasamning við Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Ráðningasamningurinn átti að renna út þann 1. ágúst á næsta ári, en Anders Fogh mun gegna embættinu til 1. ágúst 2014 hið minnsta.

Jyllands-Posten greinir frá því á vef sínum í dag að Anders Fogh hafi nýlega lýst sig reiðubúinn til að gegna starfinu áfram, væri þess óskað. Blaðið segir að yfirleitt sé ráðið í starfið til fjögurra ára en með möguleika á framlengingu. Hingað til hafi allir framkvæmdastjórar sem hafa óskað þess, fengið framlengingu á ráðningu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×