Innlent

Dæmdur fyrir fíkniefnabrot

Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglan fann rúmlega 300 grömm af marijúana á heimili hans í maí árið 2010. Maðurinn játaði sekt sína skýlaust en haldi hann skilorð í tvö ár skal fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þeim tíma liðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×