Innlent

Segir rannsókn óumflýjanlega

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason.
„Umfjöllun Kastljóss um skýrsludrög Ríkisendurskoðunar hafa vakið gríðarlega athygli sem vonlegt er. Upplýsingar sem lekið hafa út úr stofnuninni eru þess eðlis að óumflýjanlegt er að rannsaka málið allt, bæði það sem snýr að Ríkisendurskoðun og sömuleiðis og ekki síður hlut Fjársýslu ríkisins," skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar Alþingis á bloggið sit, um þann styr sem hefur staðið í kringum stofnanirnar eftir uppljóstrun Kastljóss á síðustu dögum.

Björn Valur segir ennfremur að trúðverðugleiki ríkisins, bæði inn á við og gagnvart öðrum þjóðum, sé í húfi.

„Það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í samskiptum okkar við aðrar þjóðir ef ekki ríkir trú á svo mikilvægum stofnun og hér um ræðir og mun á endanum koma niður á okkur öllum eins og dæmin sýna," bætir Björn Valur við.

Hægt er að lesa færslu Björns Vals hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×