Fleiri fréttir

Fyrstu kappræðurnar í kvöld

Fyrstu kappræðurnar af þremur milli Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, fara fram í Denver í kvöld.

Óttast að kvótagróði gæti farið í fótboltafélög og dagblöð uppá landi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir hugsanlegt að auka varnir gegn atvinnumissi vegna kvótasölu úr strandbyggðum með því að taka upp sérstaka skírskotun til mikilvægis sjávarbyggða inn í samningsafstöðu Íslands þegar samningar hefjast um fiskveiðar í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta segir Össur í samtali við Eyjafréttir í tilefni af sölu útgerðarfyrirtækisins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Bítlar gæða sér á fiski og frönskum í nýju myndbandi

Áður óséð myndskeið af Bítlunum hefur nú komið í leitirnar. Myndbandið er frá árinu nítjánhundruð sextíu og sjö en í því má sjá Bítlana gæða sér á fiski og frönskum þegar félagarnir tóku sér pásu frá tökum á kvikmyndinni Magical Mystery Tour.

Hafrannsóknarstofa leitar loðnu

Skip Hafrannsóknastofnunar heldur í dag til loðnuleitar þar sem einkum verður leitað loðnu, sem á að koma inn í veiðarnar næsta haust.

April enn leitað

Fjörutíu og sex ára gamall karlmaður var handtekinn í Wales í gær í tengslum við hvarf fimm ára gamallar telpu. Stúlkan, sem heitir April Jones, hvarf skammt frá heimili sínu á mánudag en hún var að leik með vinum þegar hún var numin á brott.

Tekist á um Umferðarmiðstöð

Tekist var á um tillögu um kaup borgarinnar á Umferðarmiðstöðinni, í því skyni að flytja þangað aðal skiptistöð Strætó, á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Skullu saman á Kringlumýrarbraut

Ökumenn tveggja bíla slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar bílar þeirra skullu saman á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Landbúnaðarstefnan óskilvirk

Meirihluti styrkja til landbúnaðar á Íslandi er bundinn framleiðslumagni og því markaðstruflandi, að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar um stuðning við landbúnað í aðildarríkjunum segir að 70% af landbúnaðarstyrkjum á Íslandi séu af þessum toga, þótt beingreiðslur í sauðfjárbúskap og kvótakerfið í mjólkurframleiðslu séu til bóta.

Tugmilljóna sektir vegna trassaskapar

Dagsektir eru nú lagðar á sex hús í Reykjavík samkvæmt yfirliti sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík gerði fyrir skipulagsráð borgarinnar og var kynnt ráðinu á fundi á mánudag. Ákvörðun hefur verið tekin um beitingu dagsekta vegna þriggja húsa til viðbótar.

Tíu skiluðu á réttum tíma

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa tekið sig á í skilum ársreikninga sinna til Ríkisendurskoðunar. Í gær sendi Ríkisendurskoðun frá sér tilkynningu um að tíu stjórnmálasamtök hefðu skilað ársreikningum fyrir árið 2011 áður en skilafrestur rann út nú um mánaðamótin.

Færri óku bíl í síðasta mánuði

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu dróst lítillega saman í september miðað við sama tíma í fyrra, eða um 0,9 prósent. Þó hefur umferðin aukist frá áramótum innan svæðisins, eða um 1,1 prósent. Mest jókst hún í júlí, um 7,7 prósent, er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Það gæti bent til þess að höfuðborgarbúar hafi farið minna út á land þetta sumarið, enda dróst umferðin um hringveginn saman um 2,5 prósent þann mánuð.- sv

Fyrst kuldar og svo hlýnar á ný

Liðsmenn Veðurklúbbsins á Dalvík funduðu í síðustu viku til að spá í spilin varðandi veðrið fram undan. Að því er kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar var farið yfir tunglkomur og fyllingar og þá staðreynd að nýtt tungl kviknar mánudaginn 15. október. „Mánudagstungl geta vitað á mjög góða tíð og eins slæma þannig að grípa þurfti til annarra veðurteikna til að ráða fram úr veðurhorfum í október. Eftir nokkrar vísbendingar varð niðurstaðan sú að spá því að í byrjun mánaðar yrði tíð fremur köld og lítils háttar snjókoma. Eftir stutt kuldakast er reiknað með að dragi til suðlægra átta og að seinni hluti mánaðarins verði mildur og með þægilegu haustveðri,“ segir á Dalvi

Fádæma úrkomusöm haustbyrjun

Síðasti mánuður var úrkomusamasti september víða á Norðurlandi síðan mælingar hófust. Fádæma úrkomusamt var víða um landið norðanvert og úrkoma var vel ofan meðallags á flestum stöðvum, er fram kemur í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari septembermánaðar.

Dýrt að skulda skatt

Það er alltaf dýrt að vera í vanskilum, segir tollstjóri, sem ráðleggur engum að gera samkomulag um greiðsluáætlun við embættið ef hann getur á annað borð staðið skil á skattgreiðslum – sérstaklega vörslusköttum.

Segir mistök að hafa ákært Geir Haarde einan

Það voru mistök að ákæra Geir Haarde einan, í stað þess að ákæra líka Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Árna Mathiesen. Þetta segir Pieter Omtzigt, sem lagði fram minnisblað í laganefnd Evrópuráðsþingsins, í dag. Omtzigt hefur skoðað réttarhöldin um nokkurra mánaða skeið og kom meðal annars hingað til lands í vor vegna þess. Meginniðurstaða hans er sú að ekki hafi átt að sækja Geir til saka. Hann hefði átt að sæta annarskonar ábyrgð.

Þungavigtamenn funduðu um aðildarviðræður að ESB

Fyrrverandi ráðherrar og þingmenn úr flestum flokkum og forkólfar í viðskiptalífinu fyrr og nú komu saman á fundi á hótel Hilton Nordica í dag. Fólkið á það sameiginlegt að hafa lengi talað fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og á fundinum var samþykkt áskorun, meðal annars þess efnis að ekki verði hætt við aðildarviðræðurnar.

Gagnrýnir harðlega ákvörðun um kaup á Umferðarmiðstöðinni

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega ákvörðun borgaryfirvalda um að kaupa Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýrarveg og svæðið í kring fyrir 445 milljónir króna. Eins og fram kom í síðustu viku stendur til að flytja þangað aðalskiptistöð Strætó og hafa þar miðstöð almenningssamgangna. Umræða um málið fór fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi - Um 70% taka afstöðu til flokka

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig og mælist stærsti flokkurinn. Enginn flokkanna, sem bjóða fram í fyrsta skipti, nær manni inn á þing en lítið vantar uppá hjá Bjartri framtíð. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV vísar til.

Festi höndina í fiskvinnsluvél

Karlmaður fór með aðra höndina í fiskvinnsluvél í fiskvinnslu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá slysadeild nú síðdegis var maðurinn með töluverð meiðsl á hendi, en hann hafði verið sendur af slysadeildinni og yfir á bæklunardeild.

Býst við miklum athugasemdum við minnisblaði um Geirs-málið

Miklar athugasemdir eiga eftir að koma fram við minnisblað sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins, segir Þuríður Backmann formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins í samtali við Vísi. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. ,,Þetta er vissulega aðeins minnisblað sem á eftir að koma fram í skýrslunni þegar hún birtist í heild sinni. En miðað við viðbrögðin sem hún fékk í gær býst ég við að sjá miklar athugasemdir við skýrsluna. Fyrst og fremst þá fullyrðingu að aðskilja eigi stjórnmál og brot á löggjöf sem hægt er að vísa yfir á almenn sakamál. Þessa þætti þarf alvarlega að skoða. Það er jafnframt fráleitt að fela hægri þingmanni að fjalla um og skrifa skýrslu um hægri stjórnmálamann." Þuríður segir þetta þá helstu þætti sem fengu hvað harðasta gagnrýni og það verði spennandi að fylgjast með framhaldinu.

1700 stöðvaðir í umferðarátaki

Rúmlega sautján hundruð ökumenn hafa verið stöðvaðir í Reykjavík undanfarna daga í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Sextán þeirra reyndust undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tíu til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum.

Hótaði starfsmanni með sprautunál

Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir rán sem hann framdi í verslun N1 við Stórahjalla í Kópavogi í árslok 2010. Maðurinn hafði hulið andlit sitt og var vopnaður sprautunál sem hann hótaði starfsmanni verslunarinnar með. Þegar starfsmaðurinn varð ekki við ósk mannsins um að hann afhenti sér peninga stökk hann yfir afgreiðsluborðið og tók talsvert magn af peningum úr peningaskúffu sem stóð opin á borði í afgreiðslunni, eða því sem nemur 142.000 krónum. Málið var þingfest í Hérðasdómi Reykjarness í dag.

Samþykkja að auka aðgang íbúa að fjárhagsupplýsingum

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið aðgengi íbúa að fjármálum borgarinnar á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Samkvæmt tillögunni verða upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Borgarráði verður falið að skipa starfshóp til að vinna að málinu og skila tillögum um hvernig staðið verði að slíku verkefni fyrir 15. mars næstkomandi.

Ys og þys við lokun Europris

Viðbrögðin við rýmingarsölu Europris verslananna létu ekki á sér standa en framkvæmdastjórinn Matthías Sigurðsson sagði í samtali við Vísi rétt í þessu að sala gengi vonum framar og það væri sannarlega nóg að gera. En eins og greint var frá í morgun fengu allir starfsmenn Europris uppsagnarbréf um mánaðarmótin og verður verslununum lokað af afstöðnum rýmingarsölum sem hófust í dag. Sjálfur sagði Matthías það blendna tilfinningu að segja skilið við reksturinn enda hefði hann byggt upp þetta verkefni í tíu ár og sárt að þessi staða hefði þurft að koma upp. ,,Það á svo alveg eftir að koma í ljós hvað ég fer að gera næst, nú gengur bara fyrir að klára þetta verkefni." Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson, segist nú þegar vera í góðum samskiptum við starfsfólk Europris, sem situr nú eftir atvinnulaust. Stefán telur þetta jafnframt vera mikið áfall fyrir alla. ,,Það er ákaflega erfitt að setja sig í spor þeirra sem misstu vinnuna svo snögglega. Við höfum fylgst náið með gangi mála en til stendur að funda með starfsfólkinu þar sem farið verður yfir stöðuna. Eins munum við aðstoða starfsfólkið við alla faglega ráðgjöf og tryggja að meðferð mála þeirra sé réttmæt. Við munum vísa til ráðgjafa, náms og vinnumálastofnana og tryggja að fólkið komist aftur til starfa sem og fái alla ráðgjöf varðandi atvinnuleysisbætur og slíkt. Þannig reynum við að stýra fólki í gegn með markvissum hætti og koma í vef fyrir óþarfa skakkaföll. Álagið er nóg nú þegar."

Slasaðist á leiðinni til læknis - ríkið ber skaðabótaábyrgð

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konu á sjötugsaldri í vil í morgun en hún höfðaði mál gegn Ríkissjóði Íslands eftir að hún rann til í bleytu á Landspítalanum við Hringbraut árið 2008. Konan var á leiðinni í læknismeðferð þegar hún rann til. Ekki greint á um meiðsl konunnar, sem hlaut samfallsbrot um miðbik brjósthryggjar og féllu tveir hryggjarliðir saman. Konan var lögð inn á spítalann til verkjastillingar og þar lá hún í sex daga.

Réðst á tvo lögreglumenn sömu nóttina

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn. Annar maðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réðst á lögreglumann við lögreglustöðinni á Selfossi og veitti honum ítrekuð hnefahögg í andlit og höfuð. Við atlöguna nefbrotnaði lögreglumaðurinn, hlaut bólgu og mar á vinstra eyra og kúlu hægra megin á hnakka. Seinna sömu nótt réðst maðurinn aftur að öðrum lögreglumanni sem sinnti skyldustörfum í fangaklefanum þar sem maðurinn var vistaður og veittist að honum, meðal annars með hnefahöggi og hnéspörkum í andlit lögreglumanns. Seinni ákæran beinist að karlmanni á fertugsaldri en hann veittist að lögreglumönnum á heimili sínu í Hafnafirði snemma á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa haft í hótunum við lögreglumennina og gripið í fingur hægri handar annars lögreglumannsins, haldið fast og rykkt hendinni ítrekað til, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut tognun á vísifingri og löngutöng hægri handar.

Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki

"Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað,“ segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um minnisblað sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaðinu eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt.

Ekið á litla stúlku

Ekið var á litla stúlku á gatnamótum við Kalmannsbraut á Akranesi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi þá slasaðist stúlkan lítið, og mun betur fór en á horfði í upphafi.

Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir

Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana.

Sóley: "Jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi“

"Ég er alfarið á móti því að við seljum innviði grunnþjónustunnar, þetta er jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, en eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur.

Hjólhýsi fauk á hliðina

Nokkur umferðarteppa hefur myndast á Kjalarnesinu en þar fauk hjólhýsi á hliðina fyrir stundu. Myndatökumaður á vegum fréttastofu var á staðnum og tók myndir af eiganda og öðrum sem náðu að rétta hjólhýsið af.

Lítill stuðningur við mannvirkjagerð á hálendinu

Rúmur þriðjungur almennings er andvígur fyrirhugaðri háspennulínu Landsnets yfir hálendið um Sprengisand, en nokkru færri, eða 28,6%, eru henni fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Landvernd.

Heil búslóð á opnu svæði við Gálgaklett

Það má finna heila búslóð á opnu svæði við Gálgaklett á Suðurnesjum. Samkvæmt frétt á vef Víkurfrétta má þar finna ísskáp, sjónvarp, rúm og jafnvel eldhúsinnréttingar. Semsagt heila búslóð með öllu sem til þarf, og fleira.

Iceland Express stundvísasta flugfélagið

Af þeim fjögur hundruð og sjö ferðum sem farnar voru til útlanda frá Keflavíkurflugvelli seinni hluta september seinkaði aðeins tuttugu og fjórum. Þetta þýðir að níutíu og sjö prósent brottfara frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði fóru í loftið á réttum tíma.

Björk gefur kost á sér

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og félagsráðgjafi mun gefa kost á sér í 3.-4. sæti í væntanlegu forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, vegna Alþingiskosninga 2013.

Óvíst með niðurstöðu þingkosninga í Georgíu

Stjórnarandstæðingar í Georgíu og leiðtogi þeirra, auðkýfingurinn Bidsína Ivanishvíli, hafa lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í gær. Þingflokkur Saakashvíli, Georgíuforseta, hefur gert slíkt hið saman.

Einkaþjónn páfa fyrir rétt

Réttarhöld yfir einkaþjóni Benedikts Páfa sextánda hefjast í Páfagarði í dag. Hann er sakaður um að hafa komið trúnaðarupplsýningum til blaðamanns en sá hinn sami skrifaði ítarlega bók um spillingu í Páfagarðti.

Íhuga að kæra J.K. Rowling

Trúarhópur Síka í Bretlandi íhugar að kæra J.K. Rowling, höfund bókaraðarinnar um Harry Potter. Síkar halda því fram að Rowling hafi farið ófögrum orðum um unga Síka-stúlku í nýjustu bók sinni, The Casual Vacancy, og að rithöfundurinn hafi móðgað trú Síka.

Brutust inn í tölvukerfi Hvíta hússins

Tölvuþrjótar réðust á eitt af tölvukerfum Hvíta hússins í gær. Samkvæmt talsmanni Bandaríkjaforseta komust tölvurefirnir ekki yfir leynileg gögn eins og fyrst fregnir gáfu til kynna.

Sjá næstu 50 fréttir