Vill standa vörð um starfið í HÍ 4. október 2012 06:00 Katrín Jakobsdóttir Mikilvægt er að standa vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hann sinnir kennslu í öllum greinum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið aðspurð um gagnrýni Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík (HR), vegna misræmis í niðurskurði í framlögum milli HR og ríkisháskólanna. „Ef litið er á tölur um niðurskurð í framlögum til háskólanna sýna niðurstöðutölur að minna hefur verið skorið niður hjá HÍ, en á móti kemur að skólinn er bæði búinn að taka á sig önnur verkefni og nemendum þar hefur fjölgað langmest,“ segir Katrín. Fram kom hjá Ara að 17,4 prósenta lækkun hefði orðið á framlögum til HR frá 2009, fært til núvirðis, fram að fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurskurðurinn hjá HÍ hefði verið 0,7 prósent. „Það má fara út í alls konar talnaleikfimi,“ segir Katrín, „en niðurskurðurinn á fjárlögum fyrir háskóla frá 2009 til 2012 er þrír milljarðar sem fara út úr kerfinu.“ Hún bætir því við að meðal þess sem HÍ hafi tekið á sig og hafi fylgt aukin framlög séu verkefni tengd aldarafmæli skólans auk þess sem fjölgun nemenda hafi verið langtum meiri í HÍ en öðrum skólum. „Síðan er ekkert launungarmál að mér finnst mikilvægt að verja HÍ sem þann skóla sem sinnir kennslu í öllum greinum, og hafa framlög til hans þó verið skorin niður um tæpa 2,2 milljarða.“ Ari benti á það að HR skilaði flestum nemendum í tæknigreinum, sem væru afar eftirsóttir fyrir atvinnulífið. Engu að síður fengi skólinn minni fjárframlög á hvern nemanda en HÍ. Katrín svarar því til að þetta megi skýra með því að framlög á hvern nemanda fari eftir námsgreinum, ekki skólum, og sé mikill munur þar á, allt frá 500.000 krónum á ári fyrir ódýrustu nemendurna upp í 2,6 milljónir fyrir tannlæknanema. Þannig fylgi verkfræðinemanda sama framlag í HR og HÍ. „Stóri punkturinn í þessu öllu saman er að við höfum verið að skera niður í háskólakerfi sem var undirfjármagnað fyrir. Ef við berum okkur saman við OECD-löndin erum við undir meðaltali í framlögum á hvern nema og það er staðreynd sem virðist stundum gleymast. HR hefur unnið mjög gott starf og hefur átt stóran hlut í að efla gæði menntunar. En ég held að áhersla allra skóla ætti að vera á að efla háskólastigið í heild.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Mikilvægt er að standa vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hann sinnir kennslu í öllum greinum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið aðspurð um gagnrýni Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík (HR), vegna misræmis í niðurskurði í framlögum milli HR og ríkisháskólanna. „Ef litið er á tölur um niðurskurð í framlögum til háskólanna sýna niðurstöðutölur að minna hefur verið skorið niður hjá HÍ, en á móti kemur að skólinn er bæði búinn að taka á sig önnur verkefni og nemendum þar hefur fjölgað langmest,“ segir Katrín. Fram kom hjá Ara að 17,4 prósenta lækkun hefði orðið á framlögum til HR frá 2009, fært til núvirðis, fram að fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurskurðurinn hjá HÍ hefði verið 0,7 prósent. „Það má fara út í alls konar talnaleikfimi,“ segir Katrín, „en niðurskurðurinn á fjárlögum fyrir háskóla frá 2009 til 2012 er þrír milljarðar sem fara út úr kerfinu.“ Hún bætir því við að meðal þess sem HÍ hafi tekið á sig og hafi fylgt aukin framlög séu verkefni tengd aldarafmæli skólans auk þess sem fjölgun nemenda hafi verið langtum meiri í HÍ en öðrum skólum. „Síðan er ekkert launungarmál að mér finnst mikilvægt að verja HÍ sem þann skóla sem sinnir kennslu í öllum greinum, og hafa framlög til hans þó verið skorin niður um tæpa 2,2 milljarða.“ Ari benti á það að HR skilaði flestum nemendum í tæknigreinum, sem væru afar eftirsóttir fyrir atvinnulífið. Engu að síður fengi skólinn minni fjárframlög á hvern nemanda en HÍ. Katrín svarar því til að þetta megi skýra með því að framlög á hvern nemanda fari eftir námsgreinum, ekki skólum, og sé mikill munur þar á, allt frá 500.000 krónum á ári fyrir ódýrustu nemendurna upp í 2,6 milljónir fyrir tannlæknanema. Þannig fylgi verkfræðinemanda sama framlag í HR og HÍ. „Stóri punkturinn í þessu öllu saman er að við höfum verið að skera niður í háskólakerfi sem var undirfjármagnað fyrir. Ef við berum okkur saman við OECD-löndin erum við undir meðaltali í framlögum á hvern nema og það er staðreynd sem virðist stundum gleymast. HR hefur unnið mjög gott starf og hefur átt stóran hlut í að efla gæði menntunar. En ég held að áhersla allra skóla ætti að vera á að efla háskólastigið í heild.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira