Vill standa vörð um starfið í HÍ 4. október 2012 06:00 Katrín Jakobsdóttir Mikilvægt er að standa vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hann sinnir kennslu í öllum greinum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið aðspurð um gagnrýni Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík (HR), vegna misræmis í niðurskurði í framlögum milli HR og ríkisháskólanna. „Ef litið er á tölur um niðurskurð í framlögum til háskólanna sýna niðurstöðutölur að minna hefur verið skorið niður hjá HÍ, en á móti kemur að skólinn er bæði búinn að taka á sig önnur verkefni og nemendum þar hefur fjölgað langmest,“ segir Katrín. Fram kom hjá Ara að 17,4 prósenta lækkun hefði orðið á framlögum til HR frá 2009, fært til núvirðis, fram að fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurskurðurinn hjá HÍ hefði verið 0,7 prósent. „Það má fara út í alls konar talnaleikfimi,“ segir Katrín, „en niðurskurðurinn á fjárlögum fyrir háskóla frá 2009 til 2012 er þrír milljarðar sem fara út úr kerfinu.“ Hún bætir því við að meðal þess sem HÍ hafi tekið á sig og hafi fylgt aukin framlög séu verkefni tengd aldarafmæli skólans auk þess sem fjölgun nemenda hafi verið langtum meiri í HÍ en öðrum skólum. „Síðan er ekkert launungarmál að mér finnst mikilvægt að verja HÍ sem þann skóla sem sinnir kennslu í öllum greinum, og hafa framlög til hans þó verið skorin niður um tæpa 2,2 milljarða.“ Ari benti á það að HR skilaði flestum nemendum í tæknigreinum, sem væru afar eftirsóttir fyrir atvinnulífið. Engu að síður fengi skólinn minni fjárframlög á hvern nemanda en HÍ. Katrín svarar því til að þetta megi skýra með því að framlög á hvern nemanda fari eftir námsgreinum, ekki skólum, og sé mikill munur þar á, allt frá 500.000 krónum á ári fyrir ódýrustu nemendurna upp í 2,6 milljónir fyrir tannlæknanema. Þannig fylgi verkfræðinemanda sama framlag í HR og HÍ. „Stóri punkturinn í þessu öllu saman er að við höfum verið að skera niður í háskólakerfi sem var undirfjármagnað fyrir. Ef við berum okkur saman við OECD-löndin erum við undir meðaltali í framlögum á hvern nema og það er staðreynd sem virðist stundum gleymast. HR hefur unnið mjög gott starf og hefur átt stóran hlut í að efla gæði menntunar. En ég held að áhersla allra skóla ætti að vera á að efla háskólastigið í heild.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Mikilvægt er að standa vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hann sinnir kennslu í öllum greinum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið aðspurð um gagnrýni Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík (HR), vegna misræmis í niðurskurði í framlögum milli HR og ríkisháskólanna. „Ef litið er á tölur um niðurskurð í framlögum til háskólanna sýna niðurstöðutölur að minna hefur verið skorið niður hjá HÍ, en á móti kemur að skólinn er bæði búinn að taka á sig önnur verkefni og nemendum þar hefur fjölgað langmest,“ segir Katrín. Fram kom hjá Ara að 17,4 prósenta lækkun hefði orðið á framlögum til HR frá 2009, fært til núvirðis, fram að fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurskurðurinn hjá HÍ hefði verið 0,7 prósent. „Það má fara út í alls konar talnaleikfimi,“ segir Katrín, „en niðurskurðurinn á fjárlögum fyrir háskóla frá 2009 til 2012 er þrír milljarðar sem fara út úr kerfinu.“ Hún bætir því við að meðal þess sem HÍ hafi tekið á sig og hafi fylgt aukin framlög séu verkefni tengd aldarafmæli skólans auk þess sem fjölgun nemenda hafi verið langtum meiri í HÍ en öðrum skólum. „Síðan er ekkert launungarmál að mér finnst mikilvægt að verja HÍ sem þann skóla sem sinnir kennslu í öllum greinum, og hafa framlög til hans þó verið skorin niður um tæpa 2,2 milljarða.“ Ari benti á það að HR skilaði flestum nemendum í tæknigreinum, sem væru afar eftirsóttir fyrir atvinnulífið. Engu að síður fengi skólinn minni fjárframlög á hvern nemanda en HÍ. Katrín svarar því til að þetta megi skýra með því að framlög á hvern nemanda fari eftir námsgreinum, ekki skólum, og sé mikill munur þar á, allt frá 500.000 krónum á ári fyrir ódýrustu nemendurna upp í 2,6 milljónir fyrir tannlæknanema. Þannig fylgi verkfræðinemanda sama framlag í HR og HÍ. „Stóri punkturinn í þessu öllu saman er að við höfum verið að skera niður í háskólakerfi sem var undirfjármagnað fyrir. Ef við berum okkur saman við OECD-löndin erum við undir meðaltali í framlögum á hvern nema og það er staðreynd sem virðist stundum gleymast. HR hefur unnið mjög gott starf og hefur átt stóran hlut í að efla gæði menntunar. En ég held að áhersla allra skóla ætti að vera á að efla háskólastigið í heild.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira