Fleiri fréttir

Nóbelsvikan hefst í dag

Nóbelsvikan hefst í Stokkhólmi í dag með því að veitt verða Nóbelsverðlaunin í læknisfræði.

Ungir Vinstri grænir vilja píkusafn

Landsfundur Ungra vinstri grænna, sem haldinn var um helgina, tekur undir hugmyndir íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ um að opna píkusafn í sveitarfélaginu, í stað villidýrasafns.

Tvær bílveltur í Vatnsskarði

Engin slasaðist alvarlega í tveimur bílveltum á Vatnsskarði á Norðurlandsvegi í gærkvöldi, í mikilli ísingu, sem myndaðist í slydduéljum þar á veginum.

Forsætisráðherra Líbýu vikið úr starfi

Mustafa Abu Shagur forsætisráðherra Líbýu hefur verið vikið úr starfi. Þetta gerðist í framhaldi af því að Shagur mistókst í annað sinn að fá meirihlutastuðing á þingi landsins fyrir ríkisstjórn sína.

Hafrannsóknarskip landaði ónýtum afla

Henda varð megninu af afla Hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hann landaði á Austfjörðum í síðustu viku, þar sem fiskurinn var stór skemmdur vegna slæmrar meðferðar um borð.

Færð á heiðum spilltist í gær

Krapasnjór var á Holtavörðuheiði í gær og hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálkublettir voru á Bröttubrekku, Fróðárheiði, Vatnsskarði og Þverárfalli. Snjóþekja var einnig á flestum fjallvegum á Vestfjörðum.

Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís

Viðskipti Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut

Lætur sig falla úr 36 kílómetra hæð

Fallhlífarstökkvarinn Felix Baumgartner hefur árum saman unnið að undirbúningi þess að slá öll met í þeirri grein. Á morgun verður svo komið að stóra stökkinu. Hann ætlar að fara með loftbelg upp í að minnsta kosti 36 kílómetra hæð og láta sig falla niður til jarðar. Hann reiknar með að fallið taki rúmlega fimm og hálfa mínútu áður en fallhlíf opnast þegar hann verður kominn niður í eins og hálfs kílómetra hæð.

Vilja ekki sitja saklaus uppi með málskostnað

Tveir starfsmenn Kópavogsbæjar sem sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs í hruninu og sýknaðir voru af ákæru um ólöglega lánveitingu úr sjóðnum til bæjarins sitja uppi með hundruð þúsunda króna málskostnað umfram dæmdar málsvarnarbætur. Þeir vilja að lífeyrissjóðurinn greiði mismuninn.

Bólusetning kom í veg fyrir 20.000 svínaflensusýkingar

Sóttvarnalæknir áætlar að á Íslandi hafi bólusetning gegn svínainflúensu veturinn 2009/2010 komið í veg fyrir 20 þúsund sýkingar hið minnsta, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.

Nýtt hervæðingarkapphlaup

Yfir sjötíu þjóðir hafa nú komið sér upp mannlausum herflugvélum. Enn er þó aðeins lítill hluti þeirra búinn vopnum. Þessi þróun mun án efa breyta stríðsrekstri til muna og hætta er á að með henni hefjist nýtt hervæðingarkapphlaup.

Sjúklingar deyja úr hungri og þorsta á breskum sjúkrahúsum

Fjörutíu og þrír sjúklingar á breskum sjúkrahúsum dóu úr hungri í fyrra og hundrað og ellefu dóu úr þorsta. Að auki kemur fram í læknaskýrslum að 588 sjúklingar hafi þjáðst af alvarlegum vökvaskorti og 287 hafi verið alvarlega vannærðir þegar þeir dóu. Breska blaðið The Telegraph greindi frá þessu á laugardag og hefur eftir Katherine Murphy, framkvæmdastjóra samtaka sjúklinga í Bretlandi, að þessar tölur séu nöturlegur og skammarlegur vitnisburður um ástandið í Bretlandi á 21. öldinni.

Flúði til skrifta undan málþófi

Undanfarið ár hef ég nýtt lausan tíma, samhliða öðrum störfum, til að skrifa – til dæmis undir málþófi,? segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sem í dag gefur út bókina Við stöndum á tímamótum. ?Maður má reyndar ekki vera með tölvu inni í þingsal en það var ágætt að fara stundum inn í hliðarherbergin og skrifa.?

Frásögnum um ofbeldi verður fylgt eftir

Könnun sem gerð var um afdrif, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og Stuðlum á árunum 2000 – 2007 sýnir að hátt hlutfall barnanna segist hafa orðið fyrir ofbeldi á meðal dvöl þeirra stóð. Barnaverndarstofa tekur niðurstöðurnar alvarlega og hyggst fylgja þeim eftir með framhaldsrannsókn. Alls sögðust 14% barnanna hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi starfsmanns og um 20% af hendi annarra barna í meðferðinni.

Landvernd vill stöðva framkvæmdir

Stjórn Landverndar fer fram á að Landsvirkjun stöðvi strax framkvæmdir fyrirtækisins við Bjarnarflag þar sem fyrirhugað er að reisa 45 megavatta jarðvarmavirkjun. Nauðsynlegt sé að bíða þess að Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hafi verið samþykkt á Alþingi. Einnig fer Landvernd fram á að nýtt umhverfismat vegna virkjunarinnar verði unnið enda sé það sem liggur fyrir að verða tíu ára gamalt.

Árekstrarhætta úti í geimnum

Alþjóðlega geimstöðin var í gær flutt yfir á aðra braut umhverfis jörðu vegna hættu á árekstri við geimrusl. Sex geimfarar eru nú um borð í geimstöðinni. Talið er að meira en 21 þúsund brot úr ýmiss konar geimrusli, hvert þeirra stærra en 10 sentímetrar í þvermál, séu á braut umhverfis jörðu úti í geimnum. Öryggisreglur geimstöðvarinnar segja til um að þegar hætta á árekstri verður meiri en einn á móti tíu þúsund þurfi að breyta um braut hennar. - gb

Freyja býður sig fram til þings

Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Freyja stefnir á að bjóða starfskrafta sína í Kraganum, eða SV-kjördæmi, en ákvörðun um skipun á lista liggur ekki fyrir frá hendi stjórnar flokksins.

Lognið á eftir storminum

Hrunið hleypti öllu upp í íslenskri pólitík. Fólk þurfti að tapa peningum til að það léti í sér heyra, en þá gerði það líka svo um munaði. Það flykktist út á götur og mótmælti og lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannfjölda í fyrsta skipti síðan við inngöngu Íslands í NATO árið 1949.

Lýðræðinu ógnað á margan hátt

Þó enn sé óvíst hvort frammistaða Baracks Obama og Mitts Romney í kappræðunum í vikunni komi til með að skipta sköpum þegar upp er staðið markaði rimman upphafið að endasprettinum í kosningaferli sem markar tímamót að mörgu leyti.

Styttist í afrek aldarinnar

Senn líður að því að fallhlífastökkvarinnar Felix Baumgartner skrái nafn sitt á spjöld sögunnar. Á þriðjudaginn mun hann setjast inn í sérhannað þrýstijafnað hylki og svífa upp í 40 kílómetra hæð, opna dyrnar og stíga út.

Aðgerðasinninn Lady Gaga

Nú styttist í að poppstjarnan Lady Gaga sæki Ísland heim en hún mun taka við viðurkenningu úr LennonOno friðarsjóðnum í Hörpu á þriðjudaginn. Lady Gaga, sem réttu nafni heitir Stefani Joanne Angelina Germanotta, hlýtur viðurkenninguna fyrir mannúðarstörf sín.

Vindpokarnir verða til á Vopnafirði

Vindpokar allra flugvalla á Íslandi eru saumaðir í þorpi á Austurlandi, og pokarnir fyrir Keflavíkurflugvöll eru hafðir mun stærri en pokar annarra valla. Þeir eru helsta tákn flugvalla, og segja flugmönnum með einföldum hætti hvaðan vindurinn blæs og gefa einnig vísbendingu um vindstyrk. Við pælum hins vegar sjaldnast í því hvaðan þeir koma, - höldum kannski að þeir séu sendnir tilsniðnir til landsins frá Alþjóðaflugmálastofnuninni.

Karolina Fund - Nýsköpun í krafti fjöldans

Almenningur getur nú lagt lóð sín á vogarskálar íslenskra listamanna og sprotafyrirtækja. Spáný íslensk vefsíða vill virkja áhuga evrópubúa á íslenskri nýsköpun með hópfjármögnun.

Langþreytt á sóðaskap miðbæjargesta

Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir að fjölga þurfi almenningssalernum í miðborginni og fara betur eftir lögreglusamþykkt borgarinnar sem bannar þvaglát á almannafæri. Fréttastofa fann fjögur almenningssalerni í miðbænum í dag, en eitt þeirra var bilað.

Segir Landsvirkjun nota gloppu í skipulagslögum

Landsvirkjun hefur laumast til að hefja framkvæmdir við Mývatn án leyfis. Þetta fullyrðir formaður Landverndar sem vill að framkvæmdir verði stöðvaðar þegar í stað. Forstjóri Landsvirkjunar segir málið misskilning.

"Við erum ekki stödd í Rússlandi“

"Ég finn fyrir stuðningi, fólkið í kjördæminu vill að ég sækist eftir sætinu og ég tel það vera best fyrir flokkinn að ég geri það.“

Ellefu teknir af lífi í Írak

Ellefu fangar voru teknir af lífi í Írak í dag. Mennirnir voru sakfelldir fyrir aðild sína að hryðjuverkastarfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti Íraks voru mennirnir allir Írakar en einn var frá Alsír.

Varað við ísingu

Tveir bílar lentu utan vegar á Holtavörðuheiði í dag. Engin slys urðu á fólki. Mikil ísing er á heiðinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi hefur snjóað þó nokkuð í dag.

Tyrkir svara árásum Sýrlendinga

Ekki sér fyrir endann á deilu Sýrlendinga og Tyrkja. Sýrlenski stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir nokkur skotmörk á Tyrknesku landi í nótt og í kjölfarið svöruðu Tyrkir í sömu mynt.

Bænastund vegna April

Leit að hinni fimm ára gömlu April Jones hefur ekki enn borið árangur. Hátt í sjö hundruð manns komu saman í bæjarkirkjunni í welska bænum Machynlleth þar sem beðið var fyrir April.

Vilja stöðva framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur farið frama á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi.

Fann sig knúinn til að fara út í pólitík

Nýr formaður Samstöðu, flokks sem Lilja Mósesdóttir stofnaði, ætlaði aldrei að koma nálægt stjórnmálum en fann sig knúinn til þess í núverandi ástandi. Hann segir mikið verk vera að vinna sérstaklega í skuldavanda þjóðarinnar.

"Við höfum misst fókusinn“

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árni sækist nú eftir stöðu formanns í Samfylkingunni en hann ræddi við Sigurjón M. Egilsson um landspólitíkina, aðildarviðræður við ESB og framtíðarsýn Samfylkingarinnar.

Varðveita veggjalist byltingarinnar

Hópur egypskra listamanna og ljósmyndara hafa tekið saman höndum til þess að vernda veggjalist í Egyptalandi. Útkoman er bókin Veggjaspjall (e. Wall Talk). Á 680 blaðsíðum er farið yfir sögu veggjalistar í Egyptalandi en þetta róttæka listform varpar ljósi á tíðaranda Egyptalands frá því að stjórnarbyltingin hófst árið 2011.

Skepnur suðursins villta fékk Gullna Lundann

Verðlaunaafhending á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Gullni Lundinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, voru veitt myndinni Skepnur suðursins villta eða Beasts of the Southern Wild eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin.

Kosið í Venesúela

Forsetakosningar fara í dag fram í Venesúela og er búist við að þær verði mest spennandi kosningar í landinu í áratug.

Uppgötvuðu 160 nýjar tegundir

Um 160 nýjar tegundir hafa fundist á fjallinu Kinabalu á eyjunni Borneo í Malasíu. Þetta tilkynntu vísindamenn síðastliðinn fimmtudag. Fjallað er um málið á fréttasíðu CNN.

Brann til kaldra kola á Hellisheiði

Mikil ísing myndaðist á Hellisheiði í nótt. Minniháttar meiðsl urðu á fólki þegar bíll valt þar í nótt og brann til kaldra kola.

Rassskellti þrjá menn með frumskógarsveðju

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar og verslunareigendur í borginni eru orðnir langþreyttir á því að þurfa sápuþvo innganga og skot eftir næturbrölt gesta í miðborginni. Að kasti af sér þvagi er brot á lögreglusamþykkt. Á sjötta tímanum í nótt brast þolinmæðin hjá einum íbúa þegar þrír menn köstuðu af sér vatni við hans. Mennirnir migu ofan í kjallaraglugga að svefnherbergi hans. Þá hljóp íbúinn út með frumskógarsveðju í hendi og rassskellti mennina með sveðjunni. Í þokkabót var íbúinn kviknakinn en að lokinni rassskellingunni hvarf hann aftur inn í húsið. Sveðjumaðurinn var handtekinn og gefur nú skýrslu hjá lögreglu þar sem honum gafst kostur á að skýra háttsemi sína. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var honum gefinn kostur á að bregða á sig klæði áður en hann var fluttur á lögreglustöðina.

Ísraelar skutu niður ómannað njósnavél

Lítil ómönnuð njósnavél var skotin niður í suðurhluta Ísrael í gær. Vélin hrapaði í Negev eyðimörkinni og leyfa hennar nú leitað. Ekki er vitað hvaðan flugvélin kom. Þá er enn óljóst að hvort að vélin hafi verið notuð til njósna eða hvort að hana hafi verið átt að nota til loftárása.

Gáleysi getur kostað ofnæmisveik börn lífið

Íslenskir matvælaframleiðendur virðast oft ekki gera sér grein fyrir því að gáleysi við merkingar getur kostað barn með fæðuofnæmi miklar þjáningar og jafn vel lífið. Þetta var meðal þess sem fram kom á stofnfundi félags foreldra barna með ofnæmi og astma í dag.

Ríkið aðstoði bæjarfélög við að kaupa kvóta

Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum.

David Blaine í auga stormsins

Töframaðurinn David Blaine heillaði íbúa New York í dag með nýjasta glæfrabragði sínu. Sjónhverfingamaðurinn hefur reynt ýmislegt í gegnum tíðina en fátt jafn tilkomumikið og það nýjasta.

Sjá næstu 50 fréttir