Erlent

Ellefu teknir af lífi í Írak

Alls hafa 113 fangar verið teknir af lífi í Írak það sem af er ári.
Alls hafa 113 fangar verið teknir af lífi í Írak það sem af er ári. mynd/AFP
Ellefu fangar voru teknir af lífi í Írak í dag. Mennirnir voru sakfelldir fyrir aðild sína að hryðjuverkastarfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti Íraks voru mennirnir allir Írakar en einn var frá Alsír.

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, hvatti í dag yfirvöld í Írak til að hætta aftökum. Þá hefur Evrópusambandið og mannréttindasamtökin Amnesty Interntional lagt fram svipaða kröfu.

Alls hafa hundrað og þrettán fangar verið teknir af lífi í Írak það sem af er ári. Yfirvöld í Írak tóku upp dauðarefsingu að nýju á síðasta ári.

Rökstuðningur ákvörðunarinnar var á þá leið að árásum öfgamanna og uppreisnarmanna hefði fjölgað verulega á síðustu misserum og nauðsynlegt væri að grípa til líflátsdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×