Erlent

Varðveita veggjalist byltingarinnar

Úr ljósmyndabókinni Wall Talk.
Úr ljósmyndabókinni Wall Talk. mynd/AP
Hópur egypskra listamanna og ljósmyndara hafa tekið saman höndum til þess að vernda veggjalist í Egyptalandi. Útkoman er bókin Veggjaspjall (e. Wall Talk). Á 680 blaðsíðum er farið yfir sögu veggjalistar í Egyptalandi en þetta róttæka listform varpar ljósi á tíðaranda Egyptalands frá því að stjórnarbyltingin hófst árið 2011.

Egyptar eru enn að takast á við eftirköst byltingarinnar gegn Hosni Mubarak en hún kostaði tugi lífið.

„Gatan á list mína," sagði listamaðurinn Panda í samtali við fréttaveitu AP. „Gatan og allir aðrir geta gert það sem þeir vilja við verkið. Pólitík er fjarstæðukennd, absúrd. En þegar bylting sprettur upp í heimalandi mínu, þá get ég einfaldlega ekki staðið á hliðarlínunni."

Hægt er að sjá sýnishorn úr Wall Talk í myndasafninu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×