Fleiri fréttir Nýr formaður Samstöðu Birgir Örn Guðjónsson, var kjörinn formaður Samstöðu flokks lýðræðis og velferðar, á aðalfundi flokksins sem lauk síðadegis í dag. Birgir Örn var eini frambjóðandinn. Varaformenn eru þau Pálmey H. Gísladóttir og Sigurbjörn Svavarsson. Lilja Mósesdóttir stofnaði flokkinn. 6.10.2012 17:32 Ákærður fyrir morðið á April Jones Mark Bridger, fjörutíu og sex ára Breti, var í dag ákærður fyrir morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, sem saknað hefur verið síðan í byrjun vikunnar. 6.10.2012 16:57 Opnunarveisla Samtaka um nýja stjórnarskrá Fjöldi fólks var samankominn í gamla Ellingsen-húsinu í gær þegar kosningarskrifstofa Samtaka um nýja stjórnarskrá var opnuð. Þar voru meðal annars samankomnir stjórnlagaráðsþingmenn og alþingismenn til að stilla saman strengi sína fyrir kosningar um stjórnarskrá. Einnig var frumflutt lagið Undirstöður sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur samdi við texta úr fyrsta kafla frumvarpsins. 6.10.2012 15:53 Vildi ekki fara á slysadeild þrátt fyrir stungusár á fæti Maður, sem var með stungusár á fæti í nótt, var fluttur á slysadeild þvert gegn vilja sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu átti hnífstungan sér stað skömmu eftir miðnætti en lögreglu var ekki tilkynnt um hana fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Þá kom maðurinn í hús í Setbergi alblóðugur. 6.10.2012 15:46 Yfir 600 manns tóku þátt í æfingunni Flugslysaæfingin á Reykjavíkurflugvelli í dag virðist hafa tekist mjög vel í flesta staði að sögn Árna Birgissonar, samræmingarstjóra flugvalla hjá Isavia. Æfingunni lýkur í dag en alls taka um 630 manns þátt í henni, sem gerir æfinguna að þeirri umfangsmestu sem haldin hefur verið hérlendis. 6.10.2012 14:42 Smábátasjómenn komnir með kjarasamning Kjarasamningur sjómanna hjá Sjómannasambandi Íslands við Landssamband smábátaeigenda hefur verið samþykktur. Atkvæði voru talin í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. 6.10.2012 13:53 Hárgreiðslusýning hunda í Þýskalandi Hárgreiðslusýning hunda fer nú fram í Stadroda í Þýskalandi. Um er að ræða alþjóðlega sýningu en þátttakendur koma frá Finnlandi, Póllandi og Danmörku. Á meðfyljgandi mynd sést Ilse Vermeiren frá Belgíu snyrta hundinn sinn fyrir sýninguna. 6.10.2012 13:24 Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Búið er að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og allar björgunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu vegna flugslysaæfingar á Reykjavíkurflugvelli. 6.10.2012 12:58 Göngum nú öll til góðs Landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, hófst í morgun klukkan tíu og söfnunarstöðvar á nærri áttatíu stöðum á landinu verða opnar til klukkan sex í dag. 6.10.2012 12:27 SÁÁ býður landsmönnum í Háskólabíó SÁÁ heldur upp á 35 ára afmæli sitt í dag og af því tilefni er landsmönnum boðið í Háskólabíó klukkan tvö í dag. Á fimmtudaginn hófu samtökin undirskriftasöfnun þar sem stuðningi er lýst við frumvarp sem á að stuðla að því að hjálpa þeim sem enn eru hjálparþurfi í baráttunni við alkóhólisma og afleiðingar hans. 6.10.2012 11:58 Bryti páfa í 18 mánaða fangelsi Fyrrverandi bryti Benedikts páfa sextánda var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var sakaður um að stolið trúnaðarskjölum frá skrifstofu páfa og lekið þeim til ítalskra fjölmiðla. 6.10.2012 11:53 Íbúum í Vesturbyggð fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá búa nú 940 íbúar í Vesturbyggð og hefur þeim fjölgað um 40 frá því fyrir tveimur árum. 6.10.2012 10:50 Tungumálunum fækkaði um eitt Bobby Hogg, verkfræðingur frá Skotlandi er látinn 92 ára að aldri. Það sem gerir andlát hans fréttnæmt er að hann var sá síðasti sem talaði sérstaka skoska mállýsku sem kennd er við Cromarty fiskimenn. 6.10.2012 10:43 Leiðtogi námumanna myrtur Leiðtogi bandalags námuverkamanna í Suður-Afríku var myrtur við hvítagullsnámur fyrirtækisins Lonmin í gær. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á morðinu en grunur leikur á að öryggissveitir Lonmin hafi verið þar að verki. 6.10.2012 10:39 Norðmenn vilja íslenskt starfsfólk Sendinefnd frá Sveitarfélaginu Sunndal í mið-Noregi er væntanleg hingað til lands um miðjan mánuð. Tilgangur heimsóknarinnar er að leita að starfsfólki á Íslandi en sveitarfélaginu og fyrirtækjum þar vantar 20 til 30 starfsmenn. 6.10.2012 09:27 Abu Hamza mætir fyrir dómara Íslamski eldklerkurinn Abu Hamza var fluttur til Bandaríkjanna í nótt ásamt fjórum öðrum. Hann verður dregin fyrir dómara í New York seinna í dag þar sem hann verður ákærður fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk. 6.10.2012 09:17 Beitir sér af alefli gegn Capriles Henrique Capriles, forsetaframbjóðandi í Venesúela, sakar Hugo Chavez forseta um að hafa gefið ríkisstarfsmönnum bæði rauðan bol og frí í vinnunni einn dag til að taka þátt í kosningasamkomu á fimmtudaginn. Þeim hafi verið gert skylt að mæta á fundinn. 6.10.2012 09:00 Til efnahagslegs helvítis og til baka Hinn 1. október 2008 kynnti fjármálaráðuneytið nýja þjóðhagsspá. Hún gerði ráð fyrir að "eftir áralanga kröftuga uppsveiflu“ væri aðlögun að jafnvægi hafin í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið 2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða 2,7 prósent. 6.10.2012 09:00 Fjárhættuspil stöðvað í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöld veitingastað í austurborginni vegna gruns um að þar væri stundað fjárhættuspil. Einn var handtekinn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu. 6.10.2012 08:57 Segja bilun skýra mengunina Umhverfisvöktun vegna álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í sumar leiddi í ljós hækkaðan styrk á flúor í grasi í firðinum. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar í gær kom fram að mengunin væri umfram viðmið fyrir grasbíta en ekki væri um að ræða hættu fyrir fólk. Skýringar á menguninni komu frá Fjarðaáli síðdegis en Umhverfisstofnun kallaði eftir nánari úttekt á orsökum og afleiðingum mengunarinnar frá fyrirtækinu. 6.10.2012 03:00 Bændur enda flestir á skrá lögreglunnar Líkur eru á að lögreglu berist í hrönnum tilkynningar um áburðarkaup bænda verði nýtt frumvarp til vopnalaga að veruleika. Til stendur að leggja frumvarpið fram á þingi eftir helgina. Í því er miðað við að tilkynna þurfi um sölu á áburði sem nota megi til að búa til sprengiefni fari magnið yfir 500 kíló á sex mánaða tímabili. 6.10.2012 01:00 Herða viðurlög vegna laumufarþega Siglingaverndarráð hefur skilað innanríkisráðuneytinu umbeðnum tillögum um leiðir til úrbóta vegna ítrekaðra tilrauna útlendinga til að brjótast inn á hafnarsvæði Eimskips og um borð í skip félagsins. 6.10.2012 00:00 Sýslumaðurinn dró uppsögn til baka Ekkert verður af lokun sýsluskrifstofunnar í Grindavík eins og sýslumaðurinn í Keflavík boðaði í síðustu viku. 6.10.2012 00:00 Þrír skólar fengu inneign í tölvubúð Þrír skólar fengu í vikunni viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í eTwinning-áætlun Evrópusambandsins. Hver skóli fékk í verðlaun gjafabréf að andvirði 175 þúsund krónur í Tölvulistanum. 6.10.2012 00:00 Æfa viðbrögð við hryðjuverkum Northern Challenge, fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst í vikunni. Æfingar fara fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrverandi varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson-svæðinu og í Hvalfirði. 6.10.2012 00:00 Viðurkennir að hafa sagt dellu „Í þetta skiptið sagði ég eitthvað sem er bara algerlega rangt,“ sagði Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, um sín eigin ummæli á fjáröflunarfundi í maí. Á fundinum hélt hann því fram að 47 prósent Bandaríkjamanna greiddu ekki tekjuskatt, og að hann gæti aldrei gert sér vonir um atkvæði þessa fólks. Það myndi kjósa Barack Obama vegna þess að það vildi vera á ríkisframfæri. Núna segist hann kominn á þá skoðun að „þessi kosningabarátta snúist öll um hundrað prósentin“.- gb 6.10.2012 00:00 Stórhættulegur hundur felldur Framkvæmdaráð Akraness hefur ákveðið að aflífa verði hund sem sýnt hefur verið fram á að sé stórhættulegur. Hundurinn hefur meðal annars bitið lögreglumann og fyrir liggur undirskriftalisti íbúa og fjöldi kvartana um ónæði af hundinum og ógnandi tilburði hans. Sérstaklega er tekið til þess að lögreglumaðurinn vilji að hundinum verði lógað. "Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum telur framkvæmdaráð ekki þörf á að kalla eftir frekari sérfræðigögnum um hundinn,“ segir framkvæmdaráðið sem gefur eigandanum sjö daga frest til að tjá sig áður en endanleg ákvörðun verður tekin um afdrif dýrsins.- gar 6.10.2012 00:00 Viðbúnaðurinn var ástæðulaus Landhelgisgæslan hóf í gær leit að bát þar sem áhöfn hafði látið hjá líða að hlusta á fjarskipti. Báturinn hvarf úr eftirlitskerfum þegar hann var 35 sjómílur út af Horni, en vegna fjarlægðar voru tvær þyrlur Gæslunnar auk björgunarskips kallaðar út. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði. 6.10.2012 00:00 Abu Hamza framseldur Breskur dómstóll kvað upp úr með það í gær að íslamistaklerkurinn Abu Hamza al-Masri og fjórir aðrir grunaðir hryðjuverkamenn skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í átta ár. 6.10.2012 09:00 Jarðskjálfti í Bláfjöllum Jarðskjálfti að stærð 3,8 með upptök sunnan við Bláfjöllin varð rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Hann fannst víða á Höfuðborgarsvæðinu og í Þorlákshöfn. Um og yfir 20 eftirskjálftar hafa mælst, nær allir undir 2 að stærð. Fyrir rúmum mánuði síðan eða þann 30 ágúst varð jarðskjálfti um stærðargráðu stærri en þessi með upptök nokkrum km norðan við þennan skjálfta sem varð í kvöld. Fram kemur í tilkynningu frá sérfræðingi Veðurstofunnar að smáskjálftar hafi verið á svæðinu undanfarna daga og vikur. 5.10.2012 19:54 Stálu skotvopnum og veltu bíl Lögreglan á Sauðárkróki handtók þrjá einstaklinga í hádeginu þar sem þeir biðu eftir strætó. Fólkið hafði um nóttina stolið skotvopnum, tveimur rifflum og tveimur haglabyssum auk skotfæra, úr aðstöðuskúr Skotfélagsins Ósmanns sem er nokkuð fyrir utan bæinn. 5.10.2012 16:23 Tvær slösuðust en barnið slapp Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja væru staddar þrjár ungar konur með kornabarn og að þær væru slasaðar eftir umferðarslys. 5.10.2012 15:54 Rann stjórnlaust niður í grjótagarð Mannlaus sendibifreið með kerru aftan í lagði af stað frá útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík í gær, rann niður bratta brekku, áfram yfir götu og hafnaði á grjótgarði við höfnina. 5.10.2012 15:51 Svartur pakki við Leifsstöð Lögreglan á Suðurnesjum fékk í gær tilkynningu frá öryggisgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þess efnis að svartur pakki væri utan dyra við brottfarardyr Flugstöðvarinnar. 5.10.2012 15:42 Efnuðust vel á því að vera í Stuðmönnum Stuðmenn héldu tónleika í Hörpu í dag í tilefni af því að nú er verið að gefa út myndina Með allt á hreinu á nýjan leik. Þrjátíu ár eru liðin frá því myndin kom fyrst út. 5.10.2012 21:18 Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni en síðast sást til hans 25 september. Ingólfur er 16 ára. Ekki er vitað hvernig hann er klæddur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ingólfs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. 5.10.2012 20:25 Fullyrðir að engin efni hafi fundist í fórum sínum Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws vélhjólasamtakanna, fullyrðir að engin fíkniefni hafi fundist þar sem húsleit var gerð hjá honum í Vogum á Vatnsleysisströnd í fyrradag. Víðir, sem sjálfur hefur hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir aðild að e-töflusmygli, var handtekinn ásamt fimmtán öðrum sem tengjast samtökunum. Hann var svo látinn laus í dag, þar sem dómari féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu yfir honum. Tveir karlmenn sem tengjast samtökunum eru í varðhaldi og ein kona. 5.10.2012 19:59 Í gæsluvarðhald eftir að dvöl á meðferðarheimili lýkur Hátt í helmingur pilta sem dvaldist á meðferðarheimilum frá árinu 2000 til 2007 hefur setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eftir að meðferðinni lauk. Félagsráðgjafi segir mikilvægt að fylgja börnum sem dvelja á meðferðarheimilum lengur eftir. 5.10.2012 18:48 Fyrstu olíuvinnsluleyfin fyrir Drekasvæðið í pípunum Fyrstu sérleyfin til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofnun fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan samstarfsaðila. 5.10.2012 18:45 Dagsskammtur: 188 þúsund ipadar og 288 þúsund iphone símar Afkomutilkynning Apple fyrir þriðja ársfjórðung 2012 sýnir vel hversu mikil salan hjá fyrirtækinu hefur verið undanfarin misseri. Þannig seldust 17 milljónir ipad spjaldtölvur á fjórðunginum, á heimsvísu, og 27 milljónir iphone síma. Síðustu mánuðir hvers árs eru venjulega bestu mánuðir ársins ár hvert hjá Apple, en þá rata vörur fyrirtækisins oft í jólapakkana. 5.10.2012 17:25 Vatn stórhættulegt fyrir flogaveika Það er ekkert einsdæmi að þeir sem eru flogaveikir drukkni í vatni, segir Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður Lauf - Félags flogaveikra. Vísir greindi frá því í morgun að ung kona, móðir þriggja ára stúlku, hefði drukknað í baðkari á föstudag fyrir viku. Efnt hefur verið til styrktartónleika til þess að sambýlismaður konunnar geti sent jarðneskar leifar hennar til Póllands, en konan var þaðan. Brynhildur segir að við dauðsföll sem tengja má flogaveiki, sé það oft ekki krampinn sjálfur sem dregur fólk til dauða, heldur aðstæðurnar sem fólk er í. 5.10.2012 17:17 Vélhjólaslys við Reykjavíkurtjörn Sjúkraliðið var kallað að Reykjavíkurtjörn nú rétt fyrir klukkan fjögur. Grunur leikur á að vélhjólmaður hafi þar lent í umferðarslysi. Frekari upplýsingar höfðu ekki fengist. 5.10.2012 16:07 Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn "Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. 5.10.2012 15:51 Lífsleikni Gillz í bíó Þættir Egils Einarssonar, Lífsleikni Gillz, verða sýndir í Sambíóunum á næstu mánuðum. "Við erum bara á lokasprettinum. Við vorum náttúrlega búnir að taka allt efnið í fyrra, en erum búnir að vera að vandræðast með hvað eigi að gera við það,“ segir Hugi Halldórsson, hjá kvikmyndaframleiðandanum Stórveldinu. 5.10.2012 15:09 Vindill sem Churchill reykti á Íslandi til sölu Churchill klúbburinn á Íslandi ætlar að bjóða upp hálfreyktan vindil Winston Churchill sem hann reykti hér á landi þann 16. ágúst árið 1941. Breski stjórnmálaleiðtoginn var þá á heimleið yfir hafið eftir að hafa undirritað Atlantshafssáttmálann ásamt Roosevelt þáverandi Bandaríkjaforseta. 5.10.2012 14:51 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr formaður Samstöðu Birgir Örn Guðjónsson, var kjörinn formaður Samstöðu flokks lýðræðis og velferðar, á aðalfundi flokksins sem lauk síðadegis í dag. Birgir Örn var eini frambjóðandinn. Varaformenn eru þau Pálmey H. Gísladóttir og Sigurbjörn Svavarsson. Lilja Mósesdóttir stofnaði flokkinn. 6.10.2012 17:32
Ákærður fyrir morðið á April Jones Mark Bridger, fjörutíu og sex ára Breti, var í dag ákærður fyrir morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, sem saknað hefur verið síðan í byrjun vikunnar. 6.10.2012 16:57
Opnunarveisla Samtaka um nýja stjórnarskrá Fjöldi fólks var samankominn í gamla Ellingsen-húsinu í gær þegar kosningarskrifstofa Samtaka um nýja stjórnarskrá var opnuð. Þar voru meðal annars samankomnir stjórnlagaráðsþingmenn og alþingismenn til að stilla saman strengi sína fyrir kosningar um stjórnarskrá. Einnig var frumflutt lagið Undirstöður sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur samdi við texta úr fyrsta kafla frumvarpsins. 6.10.2012 15:53
Vildi ekki fara á slysadeild þrátt fyrir stungusár á fæti Maður, sem var með stungusár á fæti í nótt, var fluttur á slysadeild þvert gegn vilja sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu átti hnífstungan sér stað skömmu eftir miðnætti en lögreglu var ekki tilkynnt um hana fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Þá kom maðurinn í hús í Setbergi alblóðugur. 6.10.2012 15:46
Yfir 600 manns tóku þátt í æfingunni Flugslysaæfingin á Reykjavíkurflugvelli í dag virðist hafa tekist mjög vel í flesta staði að sögn Árna Birgissonar, samræmingarstjóra flugvalla hjá Isavia. Æfingunni lýkur í dag en alls taka um 630 manns þátt í henni, sem gerir æfinguna að þeirri umfangsmestu sem haldin hefur verið hérlendis. 6.10.2012 14:42
Smábátasjómenn komnir með kjarasamning Kjarasamningur sjómanna hjá Sjómannasambandi Íslands við Landssamband smábátaeigenda hefur verið samþykktur. Atkvæði voru talin í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. 6.10.2012 13:53
Hárgreiðslusýning hunda í Þýskalandi Hárgreiðslusýning hunda fer nú fram í Stadroda í Þýskalandi. Um er að ræða alþjóðlega sýningu en þátttakendur koma frá Finnlandi, Póllandi og Danmörku. Á meðfyljgandi mynd sést Ilse Vermeiren frá Belgíu snyrta hundinn sinn fyrir sýninguna. 6.10.2012 13:24
Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Búið er að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og allar björgunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu vegna flugslysaæfingar á Reykjavíkurflugvelli. 6.10.2012 12:58
Göngum nú öll til góðs Landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, hófst í morgun klukkan tíu og söfnunarstöðvar á nærri áttatíu stöðum á landinu verða opnar til klukkan sex í dag. 6.10.2012 12:27
SÁÁ býður landsmönnum í Háskólabíó SÁÁ heldur upp á 35 ára afmæli sitt í dag og af því tilefni er landsmönnum boðið í Háskólabíó klukkan tvö í dag. Á fimmtudaginn hófu samtökin undirskriftasöfnun þar sem stuðningi er lýst við frumvarp sem á að stuðla að því að hjálpa þeim sem enn eru hjálparþurfi í baráttunni við alkóhólisma og afleiðingar hans. 6.10.2012 11:58
Bryti páfa í 18 mánaða fangelsi Fyrrverandi bryti Benedikts páfa sextánda var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var sakaður um að stolið trúnaðarskjölum frá skrifstofu páfa og lekið þeim til ítalskra fjölmiðla. 6.10.2012 11:53
Íbúum í Vesturbyggð fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá búa nú 940 íbúar í Vesturbyggð og hefur þeim fjölgað um 40 frá því fyrir tveimur árum. 6.10.2012 10:50
Tungumálunum fækkaði um eitt Bobby Hogg, verkfræðingur frá Skotlandi er látinn 92 ára að aldri. Það sem gerir andlát hans fréttnæmt er að hann var sá síðasti sem talaði sérstaka skoska mállýsku sem kennd er við Cromarty fiskimenn. 6.10.2012 10:43
Leiðtogi námumanna myrtur Leiðtogi bandalags námuverkamanna í Suður-Afríku var myrtur við hvítagullsnámur fyrirtækisins Lonmin í gær. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á morðinu en grunur leikur á að öryggissveitir Lonmin hafi verið þar að verki. 6.10.2012 10:39
Norðmenn vilja íslenskt starfsfólk Sendinefnd frá Sveitarfélaginu Sunndal í mið-Noregi er væntanleg hingað til lands um miðjan mánuð. Tilgangur heimsóknarinnar er að leita að starfsfólki á Íslandi en sveitarfélaginu og fyrirtækjum þar vantar 20 til 30 starfsmenn. 6.10.2012 09:27
Abu Hamza mætir fyrir dómara Íslamski eldklerkurinn Abu Hamza var fluttur til Bandaríkjanna í nótt ásamt fjórum öðrum. Hann verður dregin fyrir dómara í New York seinna í dag þar sem hann verður ákærður fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk. 6.10.2012 09:17
Beitir sér af alefli gegn Capriles Henrique Capriles, forsetaframbjóðandi í Venesúela, sakar Hugo Chavez forseta um að hafa gefið ríkisstarfsmönnum bæði rauðan bol og frí í vinnunni einn dag til að taka þátt í kosningasamkomu á fimmtudaginn. Þeim hafi verið gert skylt að mæta á fundinn. 6.10.2012 09:00
Til efnahagslegs helvítis og til baka Hinn 1. október 2008 kynnti fjármálaráðuneytið nýja þjóðhagsspá. Hún gerði ráð fyrir að "eftir áralanga kröftuga uppsveiflu“ væri aðlögun að jafnvægi hafin í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið 2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða 2,7 prósent. 6.10.2012 09:00
Fjárhættuspil stöðvað í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöld veitingastað í austurborginni vegna gruns um að þar væri stundað fjárhættuspil. Einn var handtekinn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu. 6.10.2012 08:57
Segja bilun skýra mengunina Umhverfisvöktun vegna álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í sumar leiddi í ljós hækkaðan styrk á flúor í grasi í firðinum. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar í gær kom fram að mengunin væri umfram viðmið fyrir grasbíta en ekki væri um að ræða hættu fyrir fólk. Skýringar á menguninni komu frá Fjarðaáli síðdegis en Umhverfisstofnun kallaði eftir nánari úttekt á orsökum og afleiðingum mengunarinnar frá fyrirtækinu. 6.10.2012 03:00
Bændur enda flestir á skrá lögreglunnar Líkur eru á að lögreglu berist í hrönnum tilkynningar um áburðarkaup bænda verði nýtt frumvarp til vopnalaga að veruleika. Til stendur að leggja frumvarpið fram á þingi eftir helgina. Í því er miðað við að tilkynna þurfi um sölu á áburði sem nota megi til að búa til sprengiefni fari magnið yfir 500 kíló á sex mánaða tímabili. 6.10.2012 01:00
Herða viðurlög vegna laumufarþega Siglingaverndarráð hefur skilað innanríkisráðuneytinu umbeðnum tillögum um leiðir til úrbóta vegna ítrekaðra tilrauna útlendinga til að brjótast inn á hafnarsvæði Eimskips og um borð í skip félagsins. 6.10.2012 00:00
Sýslumaðurinn dró uppsögn til baka Ekkert verður af lokun sýsluskrifstofunnar í Grindavík eins og sýslumaðurinn í Keflavík boðaði í síðustu viku. 6.10.2012 00:00
Þrír skólar fengu inneign í tölvubúð Þrír skólar fengu í vikunni viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í eTwinning-áætlun Evrópusambandsins. Hver skóli fékk í verðlaun gjafabréf að andvirði 175 þúsund krónur í Tölvulistanum. 6.10.2012 00:00
Æfa viðbrögð við hryðjuverkum Northern Challenge, fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst í vikunni. Æfingar fara fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrverandi varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson-svæðinu og í Hvalfirði. 6.10.2012 00:00
Viðurkennir að hafa sagt dellu „Í þetta skiptið sagði ég eitthvað sem er bara algerlega rangt,“ sagði Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, um sín eigin ummæli á fjáröflunarfundi í maí. Á fundinum hélt hann því fram að 47 prósent Bandaríkjamanna greiddu ekki tekjuskatt, og að hann gæti aldrei gert sér vonir um atkvæði þessa fólks. Það myndi kjósa Barack Obama vegna þess að það vildi vera á ríkisframfæri. Núna segist hann kominn á þá skoðun að „þessi kosningabarátta snúist öll um hundrað prósentin“.- gb 6.10.2012 00:00
Stórhættulegur hundur felldur Framkvæmdaráð Akraness hefur ákveðið að aflífa verði hund sem sýnt hefur verið fram á að sé stórhættulegur. Hundurinn hefur meðal annars bitið lögreglumann og fyrir liggur undirskriftalisti íbúa og fjöldi kvartana um ónæði af hundinum og ógnandi tilburði hans. Sérstaklega er tekið til þess að lögreglumaðurinn vilji að hundinum verði lógað. "Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum telur framkvæmdaráð ekki þörf á að kalla eftir frekari sérfræðigögnum um hundinn,“ segir framkvæmdaráðið sem gefur eigandanum sjö daga frest til að tjá sig áður en endanleg ákvörðun verður tekin um afdrif dýrsins.- gar 6.10.2012 00:00
Viðbúnaðurinn var ástæðulaus Landhelgisgæslan hóf í gær leit að bát þar sem áhöfn hafði látið hjá líða að hlusta á fjarskipti. Báturinn hvarf úr eftirlitskerfum þegar hann var 35 sjómílur út af Horni, en vegna fjarlægðar voru tvær þyrlur Gæslunnar auk björgunarskips kallaðar út. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði. 6.10.2012 00:00
Abu Hamza framseldur Breskur dómstóll kvað upp úr með það í gær að íslamistaklerkurinn Abu Hamza al-Masri og fjórir aðrir grunaðir hryðjuverkamenn skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í átta ár. 6.10.2012 09:00
Jarðskjálfti í Bláfjöllum Jarðskjálfti að stærð 3,8 með upptök sunnan við Bláfjöllin varð rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Hann fannst víða á Höfuðborgarsvæðinu og í Þorlákshöfn. Um og yfir 20 eftirskjálftar hafa mælst, nær allir undir 2 að stærð. Fyrir rúmum mánuði síðan eða þann 30 ágúst varð jarðskjálfti um stærðargráðu stærri en þessi með upptök nokkrum km norðan við þennan skjálfta sem varð í kvöld. Fram kemur í tilkynningu frá sérfræðingi Veðurstofunnar að smáskjálftar hafi verið á svæðinu undanfarna daga og vikur. 5.10.2012 19:54
Stálu skotvopnum og veltu bíl Lögreglan á Sauðárkróki handtók þrjá einstaklinga í hádeginu þar sem þeir biðu eftir strætó. Fólkið hafði um nóttina stolið skotvopnum, tveimur rifflum og tveimur haglabyssum auk skotfæra, úr aðstöðuskúr Skotfélagsins Ósmanns sem er nokkuð fyrir utan bæinn. 5.10.2012 16:23
Tvær slösuðust en barnið slapp Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja væru staddar þrjár ungar konur með kornabarn og að þær væru slasaðar eftir umferðarslys. 5.10.2012 15:54
Rann stjórnlaust niður í grjótagarð Mannlaus sendibifreið með kerru aftan í lagði af stað frá útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík í gær, rann niður bratta brekku, áfram yfir götu og hafnaði á grjótgarði við höfnina. 5.10.2012 15:51
Svartur pakki við Leifsstöð Lögreglan á Suðurnesjum fékk í gær tilkynningu frá öryggisgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þess efnis að svartur pakki væri utan dyra við brottfarardyr Flugstöðvarinnar. 5.10.2012 15:42
Efnuðust vel á því að vera í Stuðmönnum Stuðmenn héldu tónleika í Hörpu í dag í tilefni af því að nú er verið að gefa út myndina Með allt á hreinu á nýjan leik. Þrjátíu ár eru liðin frá því myndin kom fyrst út. 5.10.2012 21:18
Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni en síðast sást til hans 25 september. Ingólfur er 16 ára. Ekki er vitað hvernig hann er klæddur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ingólfs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. 5.10.2012 20:25
Fullyrðir að engin efni hafi fundist í fórum sínum Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws vélhjólasamtakanna, fullyrðir að engin fíkniefni hafi fundist þar sem húsleit var gerð hjá honum í Vogum á Vatnsleysisströnd í fyrradag. Víðir, sem sjálfur hefur hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir aðild að e-töflusmygli, var handtekinn ásamt fimmtán öðrum sem tengjast samtökunum. Hann var svo látinn laus í dag, þar sem dómari féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu yfir honum. Tveir karlmenn sem tengjast samtökunum eru í varðhaldi og ein kona. 5.10.2012 19:59
Í gæsluvarðhald eftir að dvöl á meðferðarheimili lýkur Hátt í helmingur pilta sem dvaldist á meðferðarheimilum frá árinu 2000 til 2007 hefur setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eftir að meðferðinni lauk. Félagsráðgjafi segir mikilvægt að fylgja börnum sem dvelja á meðferðarheimilum lengur eftir. 5.10.2012 18:48
Fyrstu olíuvinnsluleyfin fyrir Drekasvæðið í pípunum Fyrstu sérleyfin til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofnun fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan samstarfsaðila. 5.10.2012 18:45
Dagsskammtur: 188 þúsund ipadar og 288 þúsund iphone símar Afkomutilkynning Apple fyrir þriðja ársfjórðung 2012 sýnir vel hversu mikil salan hjá fyrirtækinu hefur verið undanfarin misseri. Þannig seldust 17 milljónir ipad spjaldtölvur á fjórðunginum, á heimsvísu, og 27 milljónir iphone síma. Síðustu mánuðir hvers árs eru venjulega bestu mánuðir ársins ár hvert hjá Apple, en þá rata vörur fyrirtækisins oft í jólapakkana. 5.10.2012 17:25
Vatn stórhættulegt fyrir flogaveika Það er ekkert einsdæmi að þeir sem eru flogaveikir drukkni í vatni, segir Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður Lauf - Félags flogaveikra. Vísir greindi frá því í morgun að ung kona, móðir þriggja ára stúlku, hefði drukknað í baðkari á föstudag fyrir viku. Efnt hefur verið til styrktartónleika til þess að sambýlismaður konunnar geti sent jarðneskar leifar hennar til Póllands, en konan var þaðan. Brynhildur segir að við dauðsföll sem tengja má flogaveiki, sé það oft ekki krampinn sjálfur sem dregur fólk til dauða, heldur aðstæðurnar sem fólk er í. 5.10.2012 17:17
Vélhjólaslys við Reykjavíkurtjörn Sjúkraliðið var kallað að Reykjavíkurtjörn nú rétt fyrir klukkan fjögur. Grunur leikur á að vélhjólmaður hafi þar lent í umferðarslysi. Frekari upplýsingar höfðu ekki fengist. 5.10.2012 16:07
Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn "Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. 5.10.2012 15:51
Lífsleikni Gillz í bíó Þættir Egils Einarssonar, Lífsleikni Gillz, verða sýndir í Sambíóunum á næstu mánuðum. "Við erum bara á lokasprettinum. Við vorum náttúrlega búnir að taka allt efnið í fyrra, en erum búnir að vera að vandræðast með hvað eigi að gera við það,“ segir Hugi Halldórsson, hjá kvikmyndaframleiðandanum Stórveldinu. 5.10.2012 15:09
Vindill sem Churchill reykti á Íslandi til sölu Churchill klúbburinn á Íslandi ætlar að bjóða upp hálfreyktan vindil Winston Churchill sem hann reykti hér á landi þann 16. ágúst árið 1941. Breski stjórnmálaleiðtoginn var þá á heimleið yfir hafið eftir að hafa undirritað Atlantshafssáttmálann ásamt Roosevelt þáverandi Bandaríkjaforseta. 5.10.2012 14:51