Erlent

Ísraelar skutu niður ómannað njósnavél

Frá Negev-eyðimörkinni í Ísrael.
Frá Negev-eyðimörkinni í Ísrael. mynd/AP
Lítil ómönnuð njósnavél var skotin niður í suðurhluta Ísrael í gær. Vélin hrapaði í Negev eyðimörkinni og leyfa hennar nú leitað. Ekki er vitað hvaðan flugvélin kom. Þá er enn óljóst að hvort að vélin hafi verið notuð til njósna eða hvort að hana hafi verið átt að nota til loftárása.

Ljóst er að vélin flaug inn í lofthelgi Ísraels úr vestri, það þykir þó vera afar ólíklegt að flugvélin hafi komið frá Gaza-ströndinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar vélar hafa flogið yfir Ísrael. Talið er að Hezbollah-hreyfingin hafi sent þrjár ómannaðar vélar til að njósna um Ísraelsmenn í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×