Erlent

Bænastund vegna April

Leit að hinni fimm ára gömlu April Jones hefur ekki enn borið árangur. Hátt í sjö hundruð manns komu saman í bæjarkirkjunni í welska bænum Machynlleth þar sem beðið var fyrir April.

Tæp er liðin frá því að telpan var numin á brott skammt frá heimili sínu. Kirkjugestir báru bleika borða en þeir táknuðu þá von um að April sé enn á lífi.

Fjöldi lögreglumanna hafa tekið þátt í leitinni síðustu daga. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf April. Lögreglan hefur þó ekki gefið upp hver tengsl hans við hvarf stúlkunnar eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×