Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís 8. október 2012 00:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja, er einn þeirra sem má ekki sitja í stjórn Olís á sama tíma og forsvarsmenn FISK Seafood og tengdra aðila. fréttablaðið/STefán Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut í olíufélaginu í gegnum félag sitt FAD 1830 ehf., sem ber sama nafn og fyrrum móðurfélag Olís. Kaupin áttu sér í raun stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna á nýtt félag sem heitir FAD 1830 ehf. 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningi KS-samstæðunnar, eiganda FISK Seafood, kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu ?innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðra hlutafjárkaupa Olís hf.? Því virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir samanlagðan 75 prósenta eignarhlut í Olís. Kaupin voru þó bundin samþykkt Samkeppniseftirlitsins. Það fékkst í september en ákvörðunin var ekki birt fyrr en á fimmtudag. Í henni segir að ?við meðferð málsins komu fram áhyggjur keppinauta Olís um að samruninn myndi styrkja stöðu Olís verulega með því að félagið komist í eigu svo fjársterkra aðila sem raun ber vitni. Einnig var því haldið fram að önnur olíufélög myndu mögulega missa viðskipti við félög tengd Samherja og FISK, þar sem þau myndu flytja viðskipti sín yfir til Olís í kjölfar samrunans. Þá myndu Samherji og FISK hagnast á því að eiga stóran hlut í olíufélagi, sem væri einn stærsti birgir þeirra, enda kaupa útgerðarfélög mikið magn af olíu til notkunar í starfsemi sinni. Væri því möguleiki á því að önnur olíufélög myndu með samrunanum missa tækifæri á því að ná til sín viðskiptum þessara tveggja stóru kaupenda olíu?. Vegna þessa telur Samkeppniseftirlitið að ?Samherji og FISK [séu] öflug sjávarútvegsfélög sem starfa að verulegu leyti á sömu vöru- og landfræðilegum mörkuðum. Félögin sameinast í eignarhaldi sínu á Olís. Með því verður til vettvangur fyrir samskipti keppinauta ef ekkert er að gert?. Því eru samrunanum sett skilyrði, sem forsvarsmenn Samherja og FISK Seafood samþykktu og miða við að tryggja sjálfstæði stjórnar Olís. Á meðal þess sem þeir hafa undirgengist er að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur meira en eins prósents hlutar í Samherja-samstæðunni eða FISK og tengdum fyrirtækjum mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís. Þá skulu sjávarútvegsrisarnir tveir tryggja að eignaraðild þeirra hafi ekki áhrif á viðskiptastefnu og samkeppnislegt sjálfstæði Olís ?eða skaða samkeppni á viðkomandi mörkuðum þar sem áhrifa samrunans gætir?. thordur@frettabladid.is Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut í olíufélaginu í gegnum félag sitt FAD 1830 ehf., sem ber sama nafn og fyrrum móðurfélag Olís. Kaupin áttu sér í raun stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna á nýtt félag sem heitir FAD 1830 ehf. 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningi KS-samstæðunnar, eiganda FISK Seafood, kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu ?innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðra hlutafjárkaupa Olís hf.? Því virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir samanlagðan 75 prósenta eignarhlut í Olís. Kaupin voru þó bundin samþykkt Samkeppniseftirlitsins. Það fékkst í september en ákvörðunin var ekki birt fyrr en á fimmtudag. Í henni segir að ?við meðferð málsins komu fram áhyggjur keppinauta Olís um að samruninn myndi styrkja stöðu Olís verulega með því að félagið komist í eigu svo fjársterkra aðila sem raun ber vitni. Einnig var því haldið fram að önnur olíufélög myndu mögulega missa viðskipti við félög tengd Samherja og FISK, þar sem þau myndu flytja viðskipti sín yfir til Olís í kjölfar samrunans. Þá myndu Samherji og FISK hagnast á því að eiga stóran hlut í olíufélagi, sem væri einn stærsti birgir þeirra, enda kaupa útgerðarfélög mikið magn af olíu til notkunar í starfsemi sinni. Væri því möguleiki á því að önnur olíufélög myndu með samrunanum missa tækifæri á því að ná til sín viðskiptum þessara tveggja stóru kaupenda olíu?. Vegna þessa telur Samkeppniseftirlitið að ?Samherji og FISK [séu] öflug sjávarútvegsfélög sem starfa að verulegu leyti á sömu vöru- og landfræðilegum mörkuðum. Félögin sameinast í eignarhaldi sínu á Olís. Með því verður til vettvangur fyrir samskipti keppinauta ef ekkert er að gert?. Því eru samrunanum sett skilyrði, sem forsvarsmenn Samherja og FISK Seafood samþykktu og miða við að tryggja sjálfstæði stjórnar Olís. Á meðal þess sem þeir hafa undirgengist er að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur meira en eins prósents hlutar í Samherja-samstæðunni eða FISK og tengdum fyrirtækjum mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís. Þá skulu sjávarútvegsrisarnir tveir tryggja að eignaraðild þeirra hafi ekki áhrif á viðskiptastefnu og samkeppnislegt sjálfstæði Olís ?eða skaða samkeppni á viðkomandi mörkuðum þar sem áhrifa samrunans gætir?. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira