Innlent

"Við erum ekki stödd í Rússlandi“

Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknar í norðausturkjördæmi.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknar í norðausturkjördæmi.
„Ég finn fyrir stuðningi, fólkið í kjördæminu vill að ég sækist eftir sætinu og ég tel það vera best fyrir flokkinn að ég geri það."

Þetta sagði Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti flokksins í kjördæminu.

Höskuldur segist ekki hafa fundið fyrir miklum þrýstingi að láta eftir fyrsta sæti flokksins í norðausturkjördæmi.

„Við erum ekki stödd í Rússlandi og Framsóknarflokkurinn er lýðræðislegur flokkur. Ég mun sækjast eftir fyrsta sæti vegna þess að ég tel það vera best fyrir flokkinn."

Þá bendir Höskuldur á að nauðsynlegt sé að sá sem leiðir listann hafi rætur að rekja til kjördæmisins. „Að hann hafi þekkingu og skilning á málefnum kjördæmisins. Þetta snýst einfaldlega um þetta: Hvor okkar er líklegri til að ná betri árangri í norðausturkjördæmi."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×