Erlent

Nýtt hervæðingarkapphlaup

Mannlausar herflugvélar eru farnar að teljast ómissandi búnaður í nútímahernaði. Nordicphotos/Getty
Mannlausar herflugvélar eru farnar að teljast ómissandi búnaður í nútímahernaði. Nordicphotos/Getty
Yfir sjötíu þjóðir hafa nú komið sér upp mannlausum herflugvélum. Enn er þó aðeins lítill hluti þeirra búinn vopnum. Þessi þróun mun án efa breyta stríðsrekstri til muna og hætta er á að með henni hefjist nýtt hervæðingarkapphlaup.

Peter Bergen, sérfræðingur CNN í þjóðaröryggismálum, gerir þessa fjölgun að umtalsefni í grein á fréttavef CNN og heldur því fram að stríðsrekstur verði aldrei samur. Nýlega hafi bæði Kínverjar og Íranir sent frá sér yfirlýsingar um að þeir hyggist nota mannlausar herflugvélar til eftirlits og árása. Svíþjóð, Grikkland, Sviss, Spánn, Ítalía og Frakkland vinni saman að þróun slíkra véla og hafi sýnt frumgerð einnar slíkrar sem a.m.k. Frakkar hyggist nýta sér í hernaði.

Bergen bendir á að engar reglugerðir séu til um notkun mannlausra herflugvéla og því séu Bandaríkin að setja hættulegt fordæmi með því að nota þær í hernaði sínum í Pakistan og Yemen.

Hann varar einnig við því að eftir því sem slíkum vélum fjölgi verði auðveldara fyrir einkaaðila að komast yfir þær og bendir meðal annars á hættuna á að fíkniefnahringir fari að nýta þær í átökum sín á milli. - fsb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×