Karolina Fund - Nýsköpun í krafti fjöldans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. október 2012 19:26 Almenningur getur nú lagt lóð sín á vogarskálar íslenskra listamanna og sprotafyrirtækja. Spáný íslensk vefsíða vill virkja áhuga evrópubúa á íslenskri nýsköpun með hópfjármögnun. Karolina Fund er fyrsta hópfjármögnunarsíða landsins. Henni var hleypt af stokknum fyrr í vikunni en nú þegar er fjöldi verkefni skráður til leiks. En hvað nákvæmlega er hópfjármögnun: „Fólk með skapandi verkefni eða sprotafyrirtæki, geta notað kerfið okkar til að sækja fjármagn til almennings," segir Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund. Nokkur verkefni eru nú þegar skráð til leiks. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben hefur leitað á náðir landsmanna og fleiri við að fjármagna nýjustu plötu sína. Einnig hafa aðstandendur kvikmyndarinnar Hross skráð sig hjá vefsíðunni en fjármagn vantar við eftirvinnslu myndarinnar. Þá getur almenningur einnig aðstoðað við uppbyggingu geitastofnsins og í þokkabót fengið kiðling skírðan í höfuðið á sér. „Þú byrjar á því að búa til kynningu á verkefninu, yfirleitt með myndbandi sem lýsir því. Síðan er fjárþörf verkefnisins útskýrð og almenningi er boðið að taka þátt í verkefninu með því forkaupum á vöru eða með því að styðja það með öðrum hætti." Karolina Fund er af erlendri fyrirmynd en bandaríska vefsíðan Kickstarter nálgast hópfjármögnun með svipuðum hætti. Ingi Rafn og félagar kjósa þó að líta á hlutina í stærra samhengi enda horfa þeir ekki síður á evrópumarkað en þann íslenska. „Ég vona að Íslendingar grípi tækifærið og komi með virkum hætti að því að byggja upp skapandi iðnað og sprotafyrirtæki." Hægt er að nálgast Karolina Fund hér. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Almenningur getur nú lagt lóð sín á vogarskálar íslenskra listamanna og sprotafyrirtækja. Spáný íslensk vefsíða vill virkja áhuga evrópubúa á íslenskri nýsköpun með hópfjármögnun. Karolina Fund er fyrsta hópfjármögnunarsíða landsins. Henni var hleypt af stokknum fyrr í vikunni en nú þegar er fjöldi verkefni skráður til leiks. En hvað nákvæmlega er hópfjármögnun: „Fólk með skapandi verkefni eða sprotafyrirtæki, geta notað kerfið okkar til að sækja fjármagn til almennings," segir Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund. Nokkur verkefni eru nú þegar skráð til leiks. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben hefur leitað á náðir landsmanna og fleiri við að fjármagna nýjustu plötu sína. Einnig hafa aðstandendur kvikmyndarinnar Hross skráð sig hjá vefsíðunni en fjármagn vantar við eftirvinnslu myndarinnar. Þá getur almenningur einnig aðstoðað við uppbyggingu geitastofnsins og í þokkabót fengið kiðling skírðan í höfuðið á sér. „Þú byrjar á því að búa til kynningu á verkefninu, yfirleitt með myndbandi sem lýsir því. Síðan er fjárþörf verkefnisins útskýrð og almenningi er boðið að taka þátt í verkefninu með því forkaupum á vöru eða með því að styðja það með öðrum hætti." Karolina Fund er af erlendri fyrirmynd en bandaríska vefsíðan Kickstarter nálgast hópfjármögnun með svipuðum hætti. Ingi Rafn og félagar kjósa þó að líta á hlutina í stærra samhengi enda horfa þeir ekki síður á evrópumarkað en þann íslenska. „Ég vona að Íslendingar grípi tækifærið og komi með virkum hætti að því að byggja upp skapandi iðnað og sprotafyrirtæki." Hægt er að nálgast Karolina Fund hér.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira