Innlent

Ófremdarástand á sjúkrahúsinu á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri Mynd/hörður Geirsson
Brýn þörf er fyrir endurnýjun margra veigamikilla tækja á Sjúkrahúsinu á Akureyri að sögn Sigurðar E. Sigurðarsonar framkvæmdastjóra lækninga.

Sigurður skrifar pistil á heimasíðu sjúkrahússins um málið en vitnað er til hans í fréttamiðlinum Vikudegi.

Sigurður nefnir að endurnýja þurfi almenn myndgreiningartæki, skurðtæki, nýjar vökvadælur og tölvubúnað.

Hann segir að fjármunir sem ætlaðir séu til tækjakaupa í fjárlögum næsta árs rétt sleppi til að greiða af þeim tækjum sem þegar hafa verið keypt. Því sé nánast ekkert rými til endurnýjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×