Innlent

Skepnur suðursins villta fékk Gullna Lundann

Úr Beasts of the Southern Wild eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin.
Úr Beasts of the Southern Wild eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin.
Verðlaunaafhending á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Gullni Lundinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, voru veitt myndinni Skepnur suðursins villta eða Beasts of the Southern Wild eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin.

Lokadagur hátíðarinnar er í dag en samkvæmt tilkynningu frá RIFF hefur aðsókn á hátíðina aldrei verið meiri og stútfullt hafi verið á nánast allar sýningar.

Lokamynd hátíðarinnar verður sýnd í Háskólabíó í kvöld en það er nýjasta mynd Thomas Vinterberg, Jagten eða The Hunt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×