Erlent

Árekstrarhætta úti í geimnum

Geimfarar í alþjóðlegu geimstöðinni. nordicphotos/AFP
Geimfarar í alþjóðlegu geimstöðinni. nordicphotos/AFP
Alþjóðlega geimstöðin var í gær flutt yfir á aðra braut umhverfis jörðu vegna hættu á árekstri við geimrusl. Sex geimfarar eru nú um borð í geimstöðinni. Talið er að meira en 21 þúsund brot úr ýmiss konar geimrusli, hvert þeirra stærra en 10 sentímetrar í þvermál, séu á braut umhverfis jörðu úti í geimnum. Öryggisreglur geimstöðvarinnar segja til um að þegar hætta á árekstri verður meiri en einn á móti tíu þúsund þurfi að breyta um braut hennar. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×