Innlent

Færð á heiðum spilltist í gær

Varað er við hálku á heiðum.
fréttablaðið/anton
Varað er við hálku á heiðum. fréttablaðið/anton
Krapasnjór var á Holtavörðuheiði í gær og hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálkublettir voru á Bröttubrekku, Fróðárheiði, Vatnsskarði og Þverárfalli. Snjóþekja var einnig á flestum fjallvegum á Vestfjörðum.

Veðurstofan segir að þar sem vegir á láglendi eru blautir og sums staðar er krapi, myndast fljótlega ísing eftir að dimmir, einnig á láglendi.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×