Ríkið aðstoði bæjarfélög við að kaupa kvóta Karen Kjartansdóttir skrifar 6. október 2012 23:10 Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira