Gáleysi getur kostað ofnæmisveik börn lífið Karen Kjartansdóttir skrifar 6. október 2012 23:30 Íslenskir matvælaframleiðendur virðast oft ekki gera sér grein fyrir því að gáleysi við merkingar getur kostað barn með fæðuofnæmi miklar þjáningar og jafn vel lífið. Þetta var meðal þess sem fram kom á stofnfundi félags foreldra barna með ofnæmi og astma í dag. Það skortir verulega á skilning og kunnáttu fólks þegar kemur að málefnum barna með astma og ofnæmi. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, stofnandi félagsins segir foreldra þurfa að berjast fyrir mörgum málum og bæta þurfi skilning heilbrigðisyfirvalda á þeim. "Það eru ýmis baráttumál sem við þurfum að berjast fyrir til dæmis matvælamerkingar, það er mjög alvarlegt þegar börn fá ofnæmi fyrir einhverju sem foreldrar eru að gefa börnum sínum í góðri trú. Rangar merkingar geta því alveg kostað barn lífið," segir Guðrún Ósk. Erfitt getur verið að finna dagforeldra fyrir börnin enda fylgir þeim auka vinna sem allir eru ekki tilbúnir að inna af hendi eða hafa þekkingu til. Dóttir Guðrúnar Erlu Þorvarðardóttur þróaði með sér bráðaofnæmi fyrir hnetum og mjólk vegna þess hve hún fékk þær vörur ítrekað fyrir slysni í daggæslu. "Hún er með ofnæmi fyrir mjólk, eggjum og hentum. Það hefur haft miklar afleiðingar fyrir hana. Hún byrjaði bara með venjulegt ofnæmi en er nú með bráðaofnæmi fyrir mjólk og hnetum. Það eru afleiðingar af því að henni var endurtekið gefið þessar vörur hjá dagmömmu og í leikskóla," segir Guðrún Erla en ítrekar að hún kenni engum um að svona fór. Þá þurfa foreldrar einnig að kosta miklu í lyf, tæki auk þess sem þeir missa mikið úr vinnu vegna veikinda barnanna. Guðrún Yrsa Richter, á stúlku með fæðuofnæmi og astma. Hún telur íslensk framleiðslufyrirtæki þurfa að bæta verulega úr merkingum. "Ég veit ekki hvort stjórnendur geri sér grein fyrir afleiðingum þess að ofnæmisvaldar séu ekki tilgreindir á innihaldslýsum vara. Við þekkjum það af eigin reynslu hvernig það er að ganga um gólf með barn og fara með það á spítala vegna slíkra vinnubragða," segir Guðrún Yrsa. Hún segir á að tímabili hafi hún og eiginmaður hennar ekki þorað að taka inn nýjar vörur og jafnvel tekið breskar og bandarískar vörur fram yfir þær íslensku vegna þess að þar eru betri merkingar. Hún segir þó margt hafa batnað enda hafi fjöldi vara verið innkallaður að undanförnu vegna lélegra merkinga sem foreldrar hafi kvartað yfir. "Við þekkjum það að þýðir ekkert að kvarta beint við fyrirtækin. Við þurfum að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið. Við biðum til dæmis í þrjá mánuði með eina vöru og ekkert var gert þrátt fyrir loforð fyrirtækisins." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Íslenskir matvælaframleiðendur virðast oft ekki gera sér grein fyrir því að gáleysi við merkingar getur kostað barn með fæðuofnæmi miklar þjáningar og jafn vel lífið. Þetta var meðal þess sem fram kom á stofnfundi félags foreldra barna með ofnæmi og astma í dag. Það skortir verulega á skilning og kunnáttu fólks þegar kemur að málefnum barna með astma og ofnæmi. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, stofnandi félagsins segir foreldra þurfa að berjast fyrir mörgum málum og bæta þurfi skilning heilbrigðisyfirvalda á þeim. "Það eru ýmis baráttumál sem við þurfum að berjast fyrir til dæmis matvælamerkingar, það er mjög alvarlegt þegar börn fá ofnæmi fyrir einhverju sem foreldrar eru að gefa börnum sínum í góðri trú. Rangar merkingar geta því alveg kostað barn lífið," segir Guðrún Ósk. Erfitt getur verið að finna dagforeldra fyrir börnin enda fylgir þeim auka vinna sem allir eru ekki tilbúnir að inna af hendi eða hafa þekkingu til. Dóttir Guðrúnar Erlu Þorvarðardóttur þróaði með sér bráðaofnæmi fyrir hnetum og mjólk vegna þess hve hún fékk þær vörur ítrekað fyrir slysni í daggæslu. "Hún er með ofnæmi fyrir mjólk, eggjum og hentum. Það hefur haft miklar afleiðingar fyrir hana. Hún byrjaði bara með venjulegt ofnæmi en er nú með bráðaofnæmi fyrir mjólk og hnetum. Það eru afleiðingar af því að henni var endurtekið gefið þessar vörur hjá dagmömmu og í leikskóla," segir Guðrún Erla en ítrekar að hún kenni engum um að svona fór. Þá þurfa foreldrar einnig að kosta miklu í lyf, tæki auk þess sem þeir missa mikið úr vinnu vegna veikinda barnanna. Guðrún Yrsa Richter, á stúlku með fæðuofnæmi og astma. Hún telur íslensk framleiðslufyrirtæki þurfa að bæta verulega úr merkingum. "Ég veit ekki hvort stjórnendur geri sér grein fyrir afleiðingum þess að ofnæmisvaldar séu ekki tilgreindir á innihaldslýsum vara. Við þekkjum það af eigin reynslu hvernig það er að ganga um gólf með barn og fara með það á spítala vegna slíkra vinnubragða," segir Guðrún Yrsa. Hún segir á að tímabili hafi hún og eiginmaður hennar ekki þorað að taka inn nýjar vörur og jafnvel tekið breskar og bandarískar vörur fram yfir þær íslensku vegna þess að þar eru betri merkingar. Hún segir þó margt hafa batnað enda hafi fjöldi vara verið innkallaður að undanförnu vegna lélegra merkinga sem foreldrar hafi kvartað yfir. "Við þekkjum það að þýðir ekkert að kvarta beint við fyrirtækin. Við þurfum að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið. Við biðum til dæmis í þrjá mánuði með eina vöru og ekkert var gert þrátt fyrir loforð fyrirtækisins."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira