Gáleysi getur kostað ofnæmisveik börn lífið Karen Kjartansdóttir skrifar 6. október 2012 23:30 Íslenskir matvælaframleiðendur virðast oft ekki gera sér grein fyrir því að gáleysi við merkingar getur kostað barn með fæðuofnæmi miklar þjáningar og jafn vel lífið. Þetta var meðal þess sem fram kom á stofnfundi félags foreldra barna með ofnæmi og astma í dag. Það skortir verulega á skilning og kunnáttu fólks þegar kemur að málefnum barna með astma og ofnæmi. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, stofnandi félagsins segir foreldra þurfa að berjast fyrir mörgum málum og bæta þurfi skilning heilbrigðisyfirvalda á þeim. "Það eru ýmis baráttumál sem við þurfum að berjast fyrir til dæmis matvælamerkingar, það er mjög alvarlegt þegar börn fá ofnæmi fyrir einhverju sem foreldrar eru að gefa börnum sínum í góðri trú. Rangar merkingar geta því alveg kostað barn lífið," segir Guðrún Ósk. Erfitt getur verið að finna dagforeldra fyrir börnin enda fylgir þeim auka vinna sem allir eru ekki tilbúnir að inna af hendi eða hafa þekkingu til. Dóttir Guðrúnar Erlu Þorvarðardóttur þróaði með sér bráðaofnæmi fyrir hnetum og mjólk vegna þess hve hún fékk þær vörur ítrekað fyrir slysni í daggæslu. "Hún er með ofnæmi fyrir mjólk, eggjum og hentum. Það hefur haft miklar afleiðingar fyrir hana. Hún byrjaði bara með venjulegt ofnæmi en er nú með bráðaofnæmi fyrir mjólk og hnetum. Það eru afleiðingar af því að henni var endurtekið gefið þessar vörur hjá dagmömmu og í leikskóla," segir Guðrún Erla en ítrekar að hún kenni engum um að svona fór. Þá þurfa foreldrar einnig að kosta miklu í lyf, tæki auk þess sem þeir missa mikið úr vinnu vegna veikinda barnanna. Guðrún Yrsa Richter, á stúlku með fæðuofnæmi og astma. Hún telur íslensk framleiðslufyrirtæki þurfa að bæta verulega úr merkingum. "Ég veit ekki hvort stjórnendur geri sér grein fyrir afleiðingum þess að ofnæmisvaldar séu ekki tilgreindir á innihaldslýsum vara. Við þekkjum það af eigin reynslu hvernig það er að ganga um gólf með barn og fara með það á spítala vegna slíkra vinnubragða," segir Guðrún Yrsa. Hún segir á að tímabili hafi hún og eiginmaður hennar ekki þorað að taka inn nýjar vörur og jafnvel tekið breskar og bandarískar vörur fram yfir þær íslensku vegna þess að þar eru betri merkingar. Hún segir þó margt hafa batnað enda hafi fjöldi vara verið innkallaður að undanförnu vegna lélegra merkinga sem foreldrar hafi kvartað yfir. "Við þekkjum það að þýðir ekkert að kvarta beint við fyrirtækin. Við þurfum að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið. Við biðum til dæmis í þrjá mánuði með eina vöru og ekkert var gert þrátt fyrir loforð fyrirtækisins." Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Íslenskir matvælaframleiðendur virðast oft ekki gera sér grein fyrir því að gáleysi við merkingar getur kostað barn með fæðuofnæmi miklar þjáningar og jafn vel lífið. Þetta var meðal þess sem fram kom á stofnfundi félags foreldra barna með ofnæmi og astma í dag. Það skortir verulega á skilning og kunnáttu fólks þegar kemur að málefnum barna með astma og ofnæmi. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, stofnandi félagsins segir foreldra þurfa að berjast fyrir mörgum málum og bæta þurfi skilning heilbrigðisyfirvalda á þeim. "Það eru ýmis baráttumál sem við þurfum að berjast fyrir til dæmis matvælamerkingar, það er mjög alvarlegt þegar börn fá ofnæmi fyrir einhverju sem foreldrar eru að gefa börnum sínum í góðri trú. Rangar merkingar geta því alveg kostað barn lífið," segir Guðrún Ósk. Erfitt getur verið að finna dagforeldra fyrir börnin enda fylgir þeim auka vinna sem allir eru ekki tilbúnir að inna af hendi eða hafa þekkingu til. Dóttir Guðrúnar Erlu Þorvarðardóttur þróaði með sér bráðaofnæmi fyrir hnetum og mjólk vegna þess hve hún fékk þær vörur ítrekað fyrir slysni í daggæslu. "Hún er með ofnæmi fyrir mjólk, eggjum og hentum. Það hefur haft miklar afleiðingar fyrir hana. Hún byrjaði bara með venjulegt ofnæmi en er nú með bráðaofnæmi fyrir mjólk og hnetum. Það eru afleiðingar af því að henni var endurtekið gefið þessar vörur hjá dagmömmu og í leikskóla," segir Guðrún Erla en ítrekar að hún kenni engum um að svona fór. Þá þurfa foreldrar einnig að kosta miklu í lyf, tæki auk þess sem þeir missa mikið úr vinnu vegna veikinda barnanna. Guðrún Yrsa Richter, á stúlku með fæðuofnæmi og astma. Hún telur íslensk framleiðslufyrirtæki þurfa að bæta verulega úr merkingum. "Ég veit ekki hvort stjórnendur geri sér grein fyrir afleiðingum þess að ofnæmisvaldar séu ekki tilgreindir á innihaldslýsum vara. Við þekkjum það af eigin reynslu hvernig það er að ganga um gólf með barn og fara með það á spítala vegna slíkra vinnubragða," segir Guðrún Yrsa. Hún segir á að tímabili hafi hún og eiginmaður hennar ekki þorað að taka inn nýjar vörur og jafnvel tekið breskar og bandarískar vörur fram yfir þær íslensku vegna þess að þar eru betri merkingar. Hún segir þó margt hafa batnað enda hafi fjöldi vara verið innkallaður að undanförnu vegna lélegra merkinga sem foreldrar hafi kvartað yfir. "Við þekkjum það að þýðir ekkert að kvarta beint við fyrirtækin. Við þurfum að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið. Við biðum til dæmis í þrjá mánuði með eina vöru og ekkert var gert þrátt fyrir loforð fyrirtækisins."
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira