Erlent

Styttist í afrek aldarinnar

Síðast stökk Felix úr 22 kílómetra hæð.
Síðast stökk Felix úr 22 kílómetra hæð. mynfd/AFP
Senn líður að því að fallhlífastökkvarinnar Felix Baumgartner skrái nafn sitt á spjöld sögunnar. Á þriðjudaginn mun hann setjast inn í sérhannað þrýstijafnað hylki og svífa upp í 40 kílómetra hæð, opna dyrnar og stíga út.

Baumgartner mun falla á um 600 kílómetra hraða þegar mest lætur. Hann vonast til að rjúfa hljóðmúrinn. Eftir þrjár mínútur mun hann opna fallhlífina og svífa til jarðar.

Í dag fór hann í gegnum loka undirbúning fyrir stökkið en skipulagningin hefur tekið síðustu fimm ár.

Hægt er að sjá myndir frá undirbúningnum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×