Fleiri fréttir

Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi

„Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri,“ segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð.

Ríkisendurskoðun missir traust þingsins

Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar

Ályktun um Píkusafn er satíra

"Ályktuninni fylgir mikil alvara. En hún er til komin vegna hugmyndar bæjarstjórnar um villidýrasafn, sem okkur finnst fáránleg. Það var spurning um að toppa vitleysuna,“ segir Kristín Pálsdóttir, ritari Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ. Flokkurinn samþykkti ályktun í vikunni um að láta reisa Píkusafn í bænum, í anda Reðasafnsins. Að sögn bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar var ályktunin þó meira ádeila en nokkuð annað.

Selja nákvæmar eftirlíkingar af Litlu hafmeyjunni

Þeir sem hafa látið sig dreyma um að eignast styttu af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn, og þeir eru eflaust fjölmargir, geta nú látið drauminn rætast en danskt fyrirtæki hefur nú til sölu eða leigu þrjár styttur, nákvæmar eftirlíkingar af styttunni frægu við Löngulínu í Kaupmannahöfn.

Jafngildir milljón í kjaraskerðingu

Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006.

Tvö óskyld mál tengd barnaníði

Lögreglunni á Akranesi bárust tvær kærur vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum, yngri en fimmtán ára, í síðustu viku.

100.000 krónur á hvern íbúa

Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar eldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið.

Hærri skattar þýða færri ferðamenn

Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag.

Slæmt að fylgjast með sínum fyrrverandi

Þeir sem fylgjast með sínum fyrrverandi á Face-book eru lengur að ná sér eftir sambandsslit en þeir sem gera það ekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í San Diego í Bandaríkjunum. Í rannsókninni var fylgst með hvernig 464 einstaklingum, sem notuðu Facebook, tókst að jafna sig eftir sambandsslit.

Færri læra nú þrjú tungumál

Skólaárið 2011-2012 lærðu 33.937 börn ensku í grunnskólum, eða 80,1 prósent, og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því Hagstofan hóf að birta tölur um fjölda barna sem læra erlend tungumál árið 1999.

Segir ákærur vera pólitískar

„Ég hef ekkert að fela,“ sagði Julius Malema, suðurafrískur stjórnmálamaður sem kom fyrir rétt í gær sakaður um spillingu, skattsvik og peningaþvætti. „Þeir eru að eyða tíma sínum,“ sagði hann.

Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða

Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina.

Leyniréttarhöldum hafnað

Fulltrúar á landsfundi flokks frjálsra demókrata í Bretlandi höfnuðu frumvarpi um leyniréttarhöld, sem breska stjórnin hugðist fá þjóðþingið til að samþykkja.

Hundruð manna án heimilis

Í Bretlandi hefur ekki rignt jafn mikið í september í þrjátíu ár. Í norðurhluta Englands hafa hundruð manna þurft að forða sér að heiman, eða að minnsta kosti að koma sér fyrir á efri hæðum húsa, meðan mestu flóðin ganga yfir. Spáð er úrhellisrigningu áfram og fólk beðið um að hafa varann á.

Bar við stóreflis ostaframleiðslu

Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til sektar sem nemur um 125 þúsund íslenskum krónum fyrir smygl á mjólk og kjúklingum.

Aðhaldi mótmælt í Aþenu

Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna.

Ellefu ára piltur varð fyrir eldingu

Ellefu ára gamall piltur varð fyrir eldingu í Swindon í Bretlandi í dag. Drengurinn er sagður vera stórslasaður en hann fór í hjartastopp eftir að eldingunni laust niður.

Krabbamein í munnholi eykst á sama tíma og reykingar minnka

Krabbamein í munnholi fer vaxandi og það sem verra er, það greinist nú í yngra fólki en áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Sigurð Benediktsson, formann tannlæknafélagsins, í Reykjavík síðdegis í dag.

Leigðar fartölvur geta tekið myndir af þér í stofunni

Sjö tölvur, sem viðskiptavinir leigðu af tölvuleigum, tóku myndir af þeim, þar á meðal pari í miðjum ástarlotum. Þetta kemur fram á vef BBC en um er að ræða fartölvur sem fólk leigir en í þeim er forrit sem kallast "PC Rental Agent“ og er hugsað til þess að endurheimta tölvurnar greiði viðskiptavinur ekki af þeim eða neitar að skila gripnum.

Segir Íslendinga ekki kunna að umgangast sælgæti

Heildarframboð sælgætis er 6000 tonn á ári hér á landi samkvæmt grein sem birtist á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. Næringarsérfræðingur segir þar að Íslendinga kunni ekki að umgangast nammi.

Alþingi hætti að nota kerfið - fjársýslustjóri segir Kastljós misskilja

Fjársýslustjóri ríkisins, Gunnar H. Hall, vill meina að umfjöllun Kastljóss um bókhaldskerfi ríkisins, Oracle, sé á misskilningi byggð. Í viðtali í Kastljósi í kvöld sagði hann að ef dæmið væri að ríkið hefði keypt flugvél fyrir milljarða, en síðan keypt bensín og fleira og rekið flugvélina fyrir 300 milljónir á ári, þá myndi fáum detta í hug að segja að kaupverð flugvélarinnar hefði verið þrír milljarða tíu árum síðar.

Logaði í potti við Meistaravelli

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Meistaravelli í Reykjavík í kvöld. Um smávægilegan eld var að ræða en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði eldur komið upp í potti.

Segir meiri líkur á að Bretar segir sig úr ESB

Evrukrísan mun breyta Evrópusambandinu og verði það lagskipt í framtíðinni, eins og nú er spáð, eru meiri líkur á því að Bretland segi sig úr sambandinu en að vera í neðri deild þess. Þetta sagði David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, í erindi sem hann hélt í Háskóla Íslands í dag.

Miliband heimsótti Carbon Recycling

David Miliband, fyrrverandi utanríkis- og umhverfisráðherra Bretlands, sem staddur er hér á landi í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands, heimsótti verksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi í dag.

Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð.

Íslenskar bókmenntir í Gautaborg

Norðurlöndin verða í brennidepli á bókasýningunni í Gautaborg í ár en hún verður haldin dagana 27. til 30. september. Fjölmargir íslenskir rithöfunar koma fram, kynna verk sín og ræða þau.

Mikil flóð í Newcastle

Mikil flóð geysa nú í Bretlandi og Wales og hafa þúsundir neyðst til að yfirgefa heimili sín. Gefnar hafa verið út flóðaviðvaranir á fimmtíu og sjö stöðum en hættuástandi hefur verið lýst yfir á rúmlega hundrað stöðum í Bretlandi.

Tvítugir fíkniefnasalar handteknir

Tvítugur karlmaður var handtekinn á dögunum vegna gruns um dreifingu og sölu fíkniefna. Á heimili hans fundust að auki fimm grömm af kókaíni og tæplega 10 grömm af kannabisefnum. Á meðan leitinni stóð kom félagi mannsins, sem einnig er á tvítugsaldri, á staðinn og reyndist hann einnig vera selja kannabisefni, en á honum fundust 50 grömm af kannabisefnum.

Býður fúlgu fjár fyrir hönd samkynhneigðrar dóttur

Kínverski auðjöfurinn Cecil Chao hefur heitið hverjum þeim karlmanni sem gengur að eiga dóttur sína 65 milljónir dollara í verðlaunafé. Upphæðin samsvarar rúmlega átta milljörðum íslenskra króna.

Reyndust hafa flensu en ekki banvæna veiru

Þeir sex einstaklingar sem lagðir voru inn á spítala í Óðinsvéum og Hvidovre í Danmörku vegna gruns um að þeir væru með coronaveiru eru bara með venjulega flensu. Þetta kemur fram í fréttum Danmarks Radio.

Yfir 30 þúsund hafa fallið í Sýrlandi

Tvær öflugar sprengjur sprungu í miðborg Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Bandalag uppreisnarmanna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja að tugir stjórnarhermanna hafi fallið.

Hitafundur í Kópavogi - Gunnar og Guðríður sammála

Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs klofnaði þegar verið var að taka afstöðu til tillögu Aðalsteins Jónssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tímatöflur íþróttafélaganna í gær. Heimildir Vísis herma að mikill hiti hafi verið á fundinum vegna málsins.

Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund

Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. "Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari

Landlæknir vonast eftir byltingu í heilbrigðiskerfinu

Embætti landlæknis hyggst nota rafræn skilríki til öruggrar auðkenningar fyrir aðgang lækna að lyfjasögu skjólstæðinga sinna úr lyfjagagnagrunni. Almenningi verður einnig veittur aðgangur að sinni lyfjasögu með rafrænum skilríkjum.

Talsvert skortir á rannsóknir á klámi hér á landi

Um fimmtíu manns mættu til samráðsfundar um klám á Íslandi sem innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti efndu til síðastliðinn mánudag. Á fundinum var fjallað um klám út frá lagalegu, heilbrigðislegu og samfélagslegu sjónarhorni en til hans var boðið fulltrúum frá stofnunum, grasrótarsamtökum, þingflokkum og fræðasamfélagi, að því er segir á vef innanríkisráðuneytisins.

Ofur-halastjarna heilsar jörðinni 2013

Svokölluð ofur-halastjarna mun þjóta framhjá jörðinni á haustmánuðum næsta árs. Halastjarnan, sem nefnd hefur verið ISON, uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum en uppruni hennar er rakinn til Oort-beltisins sem liggur á mörkum sólkerfisins.

Fleiri vegabréf enn í fyrra

Í ágúst voru gefin út 4.875 íslensk vegabréf, eða tæplega 10 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra þegar gefin voru út 4.454 vegabréf, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands sem annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja. Í maí árið 2006 styttist gildistími vegabréf úr 10 árum í 5 ár þegar örgjörva var bætt í vegabréfin. Í maí síðastliðnum runnu fyrstu vegabréfin með örgjörva út og skýrir það að einhverju leyti aukna vegabréfaútgáfu.

Grikkland í lamasessi - óeirðir og átök

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Aþenu í Grikklandi í dag. Tugir þúsunda mótmæla nú í höfuðborginni en hið sama er upp á teningnum í Madríd á Spáni.

Steinar Aubertsson: Ég er saklaus

"Ég er saklaus af þessu,“ sagði Steinar Aubertsson við dómara í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa skipulagt innflutning á rúmlega hálfu kílói af kókaíni, ásamt tveimur öðrum. Steinar var um tíma eftirlýstur af Interpol vegna málsins, en var framseldur hingað til lands í byrjun september.

Dýpsta ljósmynd veraldar opinberuð

Stjörnufræðingar NASA hafa betrumbætt dýpstu ljósmynd sem til er af alheiminum. Nýja myndin nefnist eXtreme Deep Field en hún er byggð á hinni víðfrægu Ultra Deep Field sem Hubble sjónaukinn tók á árunum 2003 og 2004.

Flugferðum mun fækka um allt að 40%

Flugferðum innanlands fækkar, kostnaður samfélagsins eykst og fjölbreytni í menningarlífi landsins verður einhæfara ef miðstöð innanlandsflugs verður flutt frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir