Erlent

Ellefu ára piltur varð fyrir eldingu

Atvikið átti sér stað við Dorcan grunnskólann í Swindon.
Atvikið átti sér stað við Dorcan grunnskólann í Swindon. mynd/wikimedia commons
Ellefu ára gamall piltur varð fyrir eldingu í Swindon í Bretlandi í dag. Drengurinn er sagður vera stórslasaður en hann fór í hjartastopp eftir að eldingunni laust niður.

Atvikið átti sér stað við Dorcan grunnskólann í Swindon. Starfsfólk skólans hlúði að drengnum áður en sjúkraliðar kom á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Swindon var drengurinn fluttur á sjúkrahús og er nú stöðugu ástandi en meiðsl hans eru talin meiriháttar.

Flætt hefur inn í rúmlega þrjú hundruð hús í Bretlandi og Wales í dag en eitt versta vatnsveður í manna minnum gengur nú yfir löndin. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.

Þá hafa samgöngur víða farið úr skorðum og tilkynnt hefur verið um byggingar og fjölbýlishús sem eru að hruni komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×