Innlent

100.000 krónur á hvern íbúa

gróðureldur Eldurinn verður þungur baggi, að óbreyttu.fréttablaðið/anton
gróðureldur Eldurinn verður þungur baggi, að óbreyttu.fréttablaðið/anton
Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar eldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið.

Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern íbúa. Talið er að kviknað hafi í út frá einnota grilli.

Um er að ræða kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir með því að kalla til aðstoðarslökkvi-lið frá Hólmavík, Bolungarvík og Ísafirði, auk kostnaðar sem féll til vegna aðgerða slökkviliðsins í Súðavík. - jhh / shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×