Innlent

Tveir ökumenn teknir fyrir dópakstur

Lögreglan í Kópavogi hafði afskipti af tveimur ökumönnum í nótt en báðir voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Í báðum tilfellum reyndist grunurinn vera réttur, ekki fundust frekari fíkniefni í bílunum en ökumennirnir voru þó fluttir á lögreglustöðina. Þeir fengu að fara heim að skýrslutöku lokinni en mega fastlega búast við að missa ökuréttindi sín og fá dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×