Erlent

Kókaínræktun í Perú heldur áfram að aukast

Ný úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að kókaínræktun í Perú hefur aukist sjötta árið í röð.

Í fyrra voru kókaínblöð ræktuð á 65 þúsund hekturum í landinu sem er 2% aukning frá fyrra ári. Þessi ræktun fer einkum fram í landamærahéruðum sem liggja að Bólivíu og Brasilíu og dæmi eru um að bændur þar hafi tvöfaldað framleiðslu sína.

Þrátt fyrir aukningu í kókaínræktuninni telja Sameinuðu þjóðirnar að nokkur árangur hafi orðið í þeirri viðleitni yfirvalda í Perú að fá kókaínbændurnar til að stund aðra ræktun í staðinn eins og til dæmis kaffibaunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×