Erlent

Grikkland í lamasessi - óeirðir og átök

Eldsprengja springur fyrir aftan óeirðarlögreglumann í Aþenu.
Eldsprengja springur fyrir aftan óeirðarlögreglumann í Aþenu. mynd/AFP
Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Aþenu í Grikklandi í dag. Tugir þúsunda mótmæla nú í höfuðborginni en hið sama er upp á teningnum í Madríd á Spáni.

Fólkið mótmælir niðurskurði og aðhaldsaðgerðum stjórnvalda en þær eru forsenda þess að Evrópusambandið veiti löndunum fjárhagsaðstoð. Að kröfu erlendra lánadrottna þurfa yfirvöld í Grikklandi að skera niður um 11.5 milljarða evra í opinberum rekstri.

Lögreglan í Aþenu hefur beitt táragasi á mótmælendur. Nokkrir grímuklæddir mótmælendur hafa brotist inn í verslanir og víða hefur verið kveikt í rusli.

Verkfallið hefur haft gríðarleg áhrif á athafnalíf í Grikklandi. Samgöngur er í lamasessi. Flugumferðarstjórar eru í verkfalli, þá liggja ferðir lesta einnig niðri. Hið sama má segja um skólahald. Þá hefur heilbrigðisþjónusta víða í Grikklandi farið úr skorðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×