Innlent

Fleiri vegabréf enn í fyrra

Í ágúst voru gefin út 4.875 íslensk vegabréf, eða tæplega 10 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra þegar gefin voru út 4.454 vegabréf, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands sem annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja. Í maí árið 2006 styttist gildistími vegabréf úr 10 árum í 5 ár þegar örgjörva var bætt í vegabréfin. Í maí síðastliðnum runnu fyrstu vegabréfin með örgjörva út og skýrir það að einhverju leyti aukna vegabréfaútgáfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×