Erlent

Reyndust hafa flensu en ekki banvæna veiru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir sex einstaklingar sem lagðir voru inn á spítala í Óðinsvéum og Hvidovre í Danmörku vegna gruns um að þeir væru með coronaveiru eru bara með venjulega flensu. Þetta kemur fram í fréttum Danmarks Radio.

„Það eru engar vísbendingar um að coronaveiran hafi borist til Danmerkur. Það þýðir að maður skyldi ekki óttast en maður ætti samt að leita til kæknis ef maður hefur einkenni og hefur verið í Saudi-Arabíu og Qatar síðustu tíu daga," segir Thyra Krause læknir í samtali við Danmarks Radio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×