Innlent

Ofur-halastjarna heilsar jörðinni 2013

Halastjarnan C/2006 P1 vakti mikla lukku árið 2007.
Halastjarnan C/2006 P1 vakti mikla lukku árið 2007. mynd/wiki commons
Svokölluð ofur-halastjarna mun þjóta framhjá jörðinni á haustmánuðum næsta árs. Halastjarnan, sem nefnd hefur verið ISON, uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum en uppruni hennar er rakinn til Oort-beltisins sem liggur á mörkum sólkerfisins.

Halastjarnan stefnir nú hraðbyr í átt að sólinni og á næsta ári mun hún bruna framhjá jörðinni. Þá verður halastjarna mun bjartari en tunglið en hún verður einnig sýnileg að degi til.

ISON verður því bjartasta halastjarna sem við mannfólkið höfum borið augum frá því að Ikeya-Seki halastjarnan lýsti upp næturhimininn árið 1965




Fleiri fréttir

Sjá meira


×