Erlent

Selja nákvæmar eftirlíkingar af Litlu hafmeyjunni

Þeir sem hafa látið sig dreyma um að eignast styttu af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn, og þeir eru eflaust fjölmargir, geta nú látið drauminn rætast en danskt fyrirtæki hefur nú til sölu eða leigu þrjár styttur, nákvæmar eftirlíkingar af styttunni frægu við Löngulínu í Kaupmannahöfn.

Danskir fjölmiðlar greina frá þessu en hafa þó eftir talsmanni fyrirtækisins að það sé einungis settur einn fyrirvari um notkun styttnanna, það megi alls ekki nota þær í neinu sem tengist klámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×