Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2012 14:05 Frá slökkvistarfinu í sumar. mynd/ ómar már jónsson. Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. „Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari Íslandssögunnar og því vona ég svo sannarlega að hann hafi verið góður," segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag. „Þetta er í ferli hjá ráðuneytinu. Það er ekki komin niðurstaða, en ég geri ráð fyrir að við fáum peninginn ekki til baka," segir Ómar Már í samtali við Vísi. „Þetta eru um 20 milljónir með virðisauka og það geta allir reiknað út hversu stórt hlutfall þetta er af rekstri sveitarfélagsins," bætir hann við. Ómar Már segir að skatttekjur séu um 75 milljónir á ári og því er ljóst að tjónið nemur um fjórðungi af skatttekjunum. Um er að ræða kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir með því að kalla til aðstoðarslökkvilið frá Hólmavík, Bolungarvík og Ísafirði, auk kostnaðar sem féll til vegna aðgerða slökkviliðsins í Súðavík. Ómar segir að menn verði að læra af þessum atburði. „Það er alveg ljóst að þetta á að gerast aftur og það er möguleiki á að það verði mun stærri eldar vegna þess að gróðurfar er öðruvísi og það eru að koma hingað miklu fleiri ferðamenn sem eru kannski ómeðvitaðir um þetta," segir Ómar. Þá telur hann að það þurfi að skoða betur hver beri ábyrgð í málum sem þessum og stofnun sjóðs sem ríki og sveitafélög myndu setja upp til að taka á svona málum. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. „Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari Íslandssögunnar og því vona ég svo sannarlega að hann hafi verið góður," segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag. „Þetta er í ferli hjá ráðuneytinu. Það er ekki komin niðurstaða, en ég geri ráð fyrir að við fáum peninginn ekki til baka," segir Ómar Már í samtali við Vísi. „Þetta eru um 20 milljónir með virðisauka og það geta allir reiknað út hversu stórt hlutfall þetta er af rekstri sveitarfélagsins," bætir hann við. Ómar Már segir að skatttekjur séu um 75 milljónir á ári og því er ljóst að tjónið nemur um fjórðungi af skatttekjunum. Um er að ræða kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir með því að kalla til aðstoðarslökkvilið frá Hólmavík, Bolungarvík og Ísafirði, auk kostnaðar sem féll til vegna aðgerða slökkviliðsins í Súðavík. Ómar segir að menn verði að læra af þessum atburði. „Það er alveg ljóst að þetta á að gerast aftur og það er möguleiki á að það verði mun stærri eldar vegna þess að gróðurfar er öðruvísi og það eru að koma hingað miklu fleiri ferðamenn sem eru kannski ómeðvitaðir um þetta," segir Ómar. Þá telur hann að það þurfi að skoða betur hver beri ábyrgð í málum sem þessum og stofnun sjóðs sem ríki og sveitafélög myndu setja upp til að taka á svona málum.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira