Innlent

Miliband heimsótti Carbon Recycling

Frá heimsókninni í dag.
Frá heimsókninni í dag. mynd/CRI
David Miliband, fyrrverandi utanríkis- og umhverfisráðherra Bretlands, sem staddur er hér á landi í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands, heimsótti verksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi í dag.

Miliband heimsótti verksmiðjuna í fylgd forseta Íslands. Starfsmenn CRI kynntu starfsemi fyrirtækisins fyrir gestunum. Áformað er að hefja íblöndun endurnýjanlegs metanóls í bensín hér á landi líkt og gert er víða í Evrópu.

Verksmiðja CRI er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem framleiðir eldsneyti með því að endurvinna koltvísýring með hreinni orku.

CRI er íslenskt sprotafyrirtæki í grænni orku sem hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Hjá fyrirtækinu starfa á þriðja tug starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×