Fleiri fréttir Íslendingar leggja Pussy Riot lið Íslandsdeild Amnesty International stendur nú fyrir svokölluðu netákalli til að fá rússnesku pönksveitina Pussy Riot leysta úr haldi. Í því felst að Íslendingar geta skráð nafn sitt á undirskriftalista sem svo verður sendur til rússneskra stjórnvalda. 9.8.2012 21:17 Er vernduð tjáning að ýta á „like“? Er það hluti af tjáningarfrelsi hvers manns að ýta á "like" hnappinn á facebook? Þessari spurningu verður brátt svarað fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. 9.8.2012 21:00 Bætir líf fatlaðra að velja eigin aðstoðarfólk Fatlaðir sem fá að velja eigin aðstoðarmenn og stýra þeirra vinnu eru líklegri til að vera sýnilegri í samfélaginu, stofna fjölskyldur og fá betri störf segir Freyja Haraldsdóttir, ein af þeim fáu sem hefur fengið að nýta sér þetta fyrirkomulag hér á landi. 9.8.2012 20:45 Hitinn fór upp í 28 stig í dag Óvenjuleg veðurblíða var á Austurlandi í dag. Hitinn fór hæst í 28°C í Eskifirði. Það er ekki langt frá hitametinu ágústmánaðar sem náðist árið 2004 þegar hitinn á Egilstöðum náði 29,2°C. 9.8.2012 19:15 Skólameistarar uggandi yfir niðurskurði Reyndustu skólameistarar eru uggandi yfir vetrinum vegna yfirvofandi niðurskurðar. Formaður félags framhaldsskóla segir að skilvirkustu sparnaðaraðgerðirnar séu þær sem verst komi niður á nemendum, sem nú þegar fái skerta þjónustu frá skólunum. 9.8.2012 18:44 Fimmtíu listamenn sameinast fyrir hjartveika stúlku Tónleikar til styrktar tveggja ára stúlku sem hefur þurft að gangast undir margar erfiðar hjartaaðgerðir, verða í Dómkirkjunni í kvöld. Yfir fimmtíu listamenn sameina þar krafta sína og eru flestir vinir litlu hetjunnar. 9.8.2012 18:36 Brýnt að börn séu áhyggjulaus þrátt fyrir erfiðleika heima Umboðsmaður barna telur líklegt að sömu reglur gildi um börn skuldugra foreldra í leikskólum og á frístundaheimilum. Hagsmunir barna af því að halda áfram leikskólagöngu sinni eða dvöl á frístundaheimili eiga því að ganga framar hagsmunum sveitarfélaga af því að innheimta gjöld fyrir vistun. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, sendi bréf til sveitarfélaga landsins í október 2010 vegna málsins. 9.8.2012 17:48 Yfirleitt næst að semja við foreldrana Það eru ekki mörg börn sem úthýst er af frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna skulda foreldra, segir Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þetta er ekki harðneskjulegt, það er svolítið langur strengurinn hjá okkur af því að við vitum að þetta er málaflokkur sem er viðkvæmur, segir hún. 9.8.2012 16:10 Vitni fær að gefa skýrslu nafnlaust Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að vitni í máli sem lögreglan rannsakar og varðar Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson fær að gefa skýrslu án þess að gefa upp nafn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hæstiréttur kveður upp slíkan úrskurð. Þeir Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum á Litla-Hrauni að bana. 9.8.2012 16:03 Tony Bennett lenti í hádeginu - einkaviðtal á Stöð 2 og Vísi Tónlistarmaðurinn Tony Bennett er kominn til landsins en hann lenti í hádeginu ásamt föruneyti sínu á Reykjavíkurflugvelli. Bennett er heimsfrægur söngvari og hefur meðal annars unnið sautján Grammy-verðlaun. Færri vita þó að hann er jafnframt mikill listmálari og segist því hlakka til að skoða íslenska náttúru. 9.8.2012 14:37 Greta Salóme gefur út nýtt lag Eurovisionfari okkar Íslendinga, Greta Salóme Stefánsdóttir, gefur út lagið Everywhere Around Me á morgun. Þetta er fysta lagið sem Greta gefur út frá því að Eurovisionævintýrinu lauk og verður það frumflutt á Bylgjunni á morgun klukkan 13:30. Visir fékk leyfi til að birta stutt brot úr því hér á síðunni. 9.8.2012 15:37 Lögreglan fær ekki upplýsingar frá Facebook Forsvarsmenn Facebook neita að veita lögreglunni í Osló aðgang að facebooksvæði Sigrid Giskegjerde Schjetne, norskrar sextán ára stúlku, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag. Stúlkan var stödd skammt frá heimili sínu þegar hún hvarf. Síðustu ummerki um hana er sms sem hún skrifaði um helgina þar sem hún segir "tjilla heima". 9.8.2012 14:12 Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefst á morgun Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 20. sinn um helgina, en hátíðin verður sett á morgun. Í ár verður á sama tíma sett upp stór Landbúnaðarsýning í tilefni af 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hátíðin verður sett á morgun en svæðið við Hrafnagil tekur nú örum breytingum, þar sem tjöld og girðingar eru að rísa. Á hátíðinni verður meðal annars haldið námskeið í trérennismíði, námskeið í prjónatækni og prjónahönnun og fleira og fleira. 9.8.2012 13:23 Sex erlendir biskupar viðstaddir vígslu Solveigar Láru Sex erlendir biskupar verða viðstaddir vígslu sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur að Hólum í Hjaltadal næstkomandi sunnudag. Hún verður vígð til embættis vígslubiskups á Hólum. 9.8.2012 11:38 Börn skuldara fá ekki inni á frístundaheimilum Börn foreldra sem skulda borginni peninga fá ekki inni á frístundaheimilum borgarinnar. Þá má ekki heldur innrita þau á leikjanámskeið á vegum borgarinnar, eftir því sem Smugan greinir frá. Vefurinn segir fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar þannig brjóta í bága við þrettándu grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveði á um að ekki megi hegna börnum fyrir yfirsjónir foreldra. 9.8.2012 11:19 The Avengers 2 staðfest - Whedon snýr aftur Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Joss Whedon hefur samið við Disney um að setjast aftur í leikstjórastólinn fyrir næstu kvikmyndina um The Avengers. 9.8.2012 10:06 Fer hitinn upp í 28 stig í dag? Hiti gæti farið upp í 28 stig í dag í Vopnafirði, Ásbyrgi, Hallormsstað og á Seyðisfriði, að því er Einar Sveinbjörnsson segir í bloggi sinu. 9.8.2012 07:59 Madonna setur á sig lambhúshettu Poppstjarnan Madonna lýsti enn á ný yfir stuðningi við meðlimi pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í gær. 9.8.2012 07:45 Enn fleiri kirkjunnar þjónar ásakaðir um kynferðisbrot Fjórir starfsmenn þjóðkirkjunnar voru sakaðir um kynferðisbrot á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýr eitt málið að Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi. 9.8.2012 06:15 Fá að velja sér aðstoðarmenn sjálf Fötluðu fólki í Reykjavík og á Seltjarnarnesi gefst nú kostur á að taka þátt í tveggja ára tilraunarverkefni þar sem það fær greiðslur í stað þjónustu og getur þar með valið aðstoðarfólk sitt sjálft og ákveðið hvernig það nýtist. 9.8.2012 12:05 Curiosity opnar augu sín Curiosity hefur loks opnað augu sín. Farið hefur nú rétt úr mastri sínu og notað leiðsögubúnaðinn í fyrsta sinn. Um leið gat Curiosity smellt af nokkrum myndum. 9.8.2012 11:39 Öruggt að fæða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Öruggt er fyrir konu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu að velja að fæða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þetta sýnir ný rannsókn sem Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir HSu, gerði sem hluta af meistaranámi í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. 9.8.2012 10:32 Gu Kailai játar morðið á Haywood Málflutningi í máli Gu Kailai er lokið. Hún er eiginkona Bos Xilais, fyrrum leiðtoga flokksdeildar Kommúnistaflokks Kína í Chongqing-héraðinu. 9.8.2012 09:32 Bandaríkjamenn aðstoða við hreinsunarstarf í Víetnam Fimmtíu árum eftir að bandarískar herþotur létu hið alræmda plöntueitur Agent Orange rigna yfir skógarþykknið í Víetnam hafa yfirvöld í Bandaríkjunum ákveðið að beita sér í hreinsun svæðisins. Eftir að eitrið var notað myndaðist mikið díoxín en það er aukaafurð laufeyðirsins. 9.8.2012 08:39 Leiðtogafundur í Íran um Sýrland Yfirvöld í Íran munu halda leiðtogafund um ástandið í Sýrlandi. Íran er eini bandamaður Sýrlands í þessum heimshluta. 9.8.2012 08:33 Brúnn labrador í óskilum Brúnn labrador hefur gert sig heimakominn í Fornastekki í neðra Breiðholti. Húsráðandi segir hundinn vera stóran og mikinn og með þykka brúna ól. 9.8.2012 08:16 Jarðvegseldar loga enn Jarðvegseldarnir, sem logað hafa á nokkurra hektara svæði í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðan á föstudag, gusu aftur upp í nótt, en það var mat Almannavarnanefndar Vestfjarða seint í gærkvöldi, að hann hefði verið slökktur. 9.8.2012 08:01 Leiðtogi sértrúarsafnaðar ákærður Lögreglan í Rússlandi hefur ákært leiðtoga sértrúarsafnaðar í sjálfstjórnarlýðveldinu Tatarstan fyrir slæma meðferð á börnum. 9.8.2012 07:45 Fáir strandveiðibátar á sjó vegna brælu Strandveiðisvæði B, eða frá Ísafjarðardjúpi og austur með norðurströndinni, var lokað á miðnætti, en áður var búið að loka svæði A, eða vestursvæðinu. 9.8.2012 07:30 Fiskibátur slitnaði næstum frá bryggju Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grundarfirði í nótt þegar mannlaus fiskibátur var að slitna frá bryggju í hvassviðri. 9.8.2012 07:15 Sækja veikan vísindamann á Suðurheimskautinu Hópur björgunarmanna aðstoða nú vísindamenn á Suðurheimskautinu. Tilkynnt var alvarlega veikan vísindamanna á McMurdo rannsóknarstöðinni í gær. 9.8.2012 07:15 Curiosity lyftir mastri sínu Snjalljeppinn Curiosity býr sig nú undir að hefja leiðangur sinn um Mars. Farið lyfti mastri sínu í gær og notaði leiðsögubúnað sinn í fyrsta sinn. 9.8.2012 06:58 Armstrong gekkst undir hjáveituaðgerð Geimfarinn Neil Armstrong, fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu, gekkst undir hjáveituaðgerð í vikunni. 9.8.2012 06:55 Hvít-Rússar og Svíar í diplómatískri deilu Hvít-Rússar og Svíar deila nú um leikfangabangsa sem féllu af himnum ofan. Málið hófst þegar sænskt almannatengslafyrirtæki dreifði 800 böngsum til Hvít-Rússa úr flugvél. Bangsarnir féllu til jarðar í litlum fallhlífum en á þeim voru hvatningarorð til landsmanna um að berjast fyrir mannréttindum. 9.8.2012 06:44 Mikil farsímanotkun á landsbyggðinni um Verslunarmannahelgi Farsímanotkun á landsbyggðinni jókst mjög upp úr miðjum föstudegi um verslunarmannahelgina á kostnað höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt samantekt Vodafone. 9.8.2012 06:42 Jarðvegseldar slökktir við Ísafjarðardjúp Jarðvegseldarnir, sem logað hafa á nokkurra hektara svæði í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðan á föstudag, voru loks slökktir seint í gærkvöldi, að mati Almannavarnanefndar Vestfjarða. 9.8.2012 06:39 Villidýrasafn stofnað Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 9. ágúst. Af því tilefni ætlar bæjarfélagið meðal annars að ganga til samstarfs um stofnun Villidýrasafns í Mosfellsbæ, í samvinnu við Kristján Vídalín Óskarsson. 9.8.2012 06:30 Eiga að víkja þegar mál eru í skoðun "Það er afar óeðlilegt að fólk sem sakað er um kynferðisbrot, og rökstuddur grunur er fyrir því, sé ekki sett í frí á meðan er verið að rannsaka málið,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. 9.8.2012 05:45 Assad gerir þungar árásir á Aleppo Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. 9.8.2012 05:00 Brotist inn í grunnskólann Brotist var inn í grunnskólann í Grindavík um helgina. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um atvikið og fóru lögreglumenn þegar á vettvang. Við vettvangsrannsókn kom í ljós að gluggi á norðurhlið hússins hafði verið spenntur upp. Töluverðar skemmdir eru á gluggakarmi eftir áhald sem notað var til verksins. 9.8.2012 04:45 Óttast vatnsþurrð ef Baldur hættir að sigla „Það veit enginn hvernig áætlunarferðir hingað í eyna verða þegar vegir á Barðaströnd hafa verið bættir,“ segir Ingveldur Eyþórsdóttir, formaður Framfarafélags Flateyjar. 9.8.2012 04:30 Landamærum Egypta að Gasa lokað Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónustunnar og ríkisstjóra Sínaí-hérðas í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðisbundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin. 9.8.2012 04:00 Afmælisvakan varir í tíu daga Akureyrarbær verður 150 ára þann 29. ágúst næstkomandi. Af því tilefni er efnt til tíu daga Afmælisvöku Akureyrar frá 24. ágúst til 2. september. 9.8.2012 03:45 Fréttaskýring: Reikningur samfélags sem er í fjárhagslegum bata Er kreppunni lokið? Mánaðaruppgjör A-hluta ríkissjóðs, sem birt var í gær, sýnir að á fyrstu sex mánuðum ársins námu tekjur ríkissjóðs 251,9 milljörðum króna. Það eru 23,2 milljörðum hærri tekjur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á sama tímabili voru útgjöld undir áætlun um 6,4 milljarða, en gjöld ríkisins námu alls 568,6 milljörðum króna. Ríkisreikningur sýnir því ágæta stöðu. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir reikninginn líta ágætlega út. 9.8.2012 03:30 Fær skordýr að borða í mánuð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á sporðdreka á gistiheimili í borginni á dögunum. Svo virðist sem dýrið hafi komið til landsins með erlendum ferðamönnum. 9.8.2012 03:15 Sjá næstu 50 fréttir
Íslendingar leggja Pussy Riot lið Íslandsdeild Amnesty International stendur nú fyrir svokölluðu netákalli til að fá rússnesku pönksveitina Pussy Riot leysta úr haldi. Í því felst að Íslendingar geta skráð nafn sitt á undirskriftalista sem svo verður sendur til rússneskra stjórnvalda. 9.8.2012 21:17
Er vernduð tjáning að ýta á „like“? Er það hluti af tjáningarfrelsi hvers manns að ýta á "like" hnappinn á facebook? Þessari spurningu verður brátt svarað fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. 9.8.2012 21:00
Bætir líf fatlaðra að velja eigin aðstoðarfólk Fatlaðir sem fá að velja eigin aðstoðarmenn og stýra þeirra vinnu eru líklegri til að vera sýnilegri í samfélaginu, stofna fjölskyldur og fá betri störf segir Freyja Haraldsdóttir, ein af þeim fáu sem hefur fengið að nýta sér þetta fyrirkomulag hér á landi. 9.8.2012 20:45
Hitinn fór upp í 28 stig í dag Óvenjuleg veðurblíða var á Austurlandi í dag. Hitinn fór hæst í 28°C í Eskifirði. Það er ekki langt frá hitametinu ágústmánaðar sem náðist árið 2004 þegar hitinn á Egilstöðum náði 29,2°C. 9.8.2012 19:15
Skólameistarar uggandi yfir niðurskurði Reyndustu skólameistarar eru uggandi yfir vetrinum vegna yfirvofandi niðurskurðar. Formaður félags framhaldsskóla segir að skilvirkustu sparnaðaraðgerðirnar séu þær sem verst komi niður á nemendum, sem nú þegar fái skerta þjónustu frá skólunum. 9.8.2012 18:44
Fimmtíu listamenn sameinast fyrir hjartveika stúlku Tónleikar til styrktar tveggja ára stúlku sem hefur þurft að gangast undir margar erfiðar hjartaaðgerðir, verða í Dómkirkjunni í kvöld. Yfir fimmtíu listamenn sameina þar krafta sína og eru flestir vinir litlu hetjunnar. 9.8.2012 18:36
Brýnt að börn séu áhyggjulaus þrátt fyrir erfiðleika heima Umboðsmaður barna telur líklegt að sömu reglur gildi um börn skuldugra foreldra í leikskólum og á frístundaheimilum. Hagsmunir barna af því að halda áfram leikskólagöngu sinni eða dvöl á frístundaheimili eiga því að ganga framar hagsmunum sveitarfélaga af því að innheimta gjöld fyrir vistun. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, sendi bréf til sveitarfélaga landsins í október 2010 vegna málsins. 9.8.2012 17:48
Yfirleitt næst að semja við foreldrana Það eru ekki mörg börn sem úthýst er af frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna skulda foreldra, segir Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þetta er ekki harðneskjulegt, það er svolítið langur strengurinn hjá okkur af því að við vitum að þetta er málaflokkur sem er viðkvæmur, segir hún. 9.8.2012 16:10
Vitni fær að gefa skýrslu nafnlaust Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að vitni í máli sem lögreglan rannsakar og varðar Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson fær að gefa skýrslu án þess að gefa upp nafn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hæstiréttur kveður upp slíkan úrskurð. Þeir Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum á Litla-Hrauni að bana. 9.8.2012 16:03
Tony Bennett lenti í hádeginu - einkaviðtal á Stöð 2 og Vísi Tónlistarmaðurinn Tony Bennett er kominn til landsins en hann lenti í hádeginu ásamt föruneyti sínu á Reykjavíkurflugvelli. Bennett er heimsfrægur söngvari og hefur meðal annars unnið sautján Grammy-verðlaun. Færri vita þó að hann er jafnframt mikill listmálari og segist því hlakka til að skoða íslenska náttúru. 9.8.2012 14:37
Greta Salóme gefur út nýtt lag Eurovisionfari okkar Íslendinga, Greta Salóme Stefánsdóttir, gefur út lagið Everywhere Around Me á morgun. Þetta er fysta lagið sem Greta gefur út frá því að Eurovisionævintýrinu lauk og verður það frumflutt á Bylgjunni á morgun klukkan 13:30. Visir fékk leyfi til að birta stutt brot úr því hér á síðunni. 9.8.2012 15:37
Lögreglan fær ekki upplýsingar frá Facebook Forsvarsmenn Facebook neita að veita lögreglunni í Osló aðgang að facebooksvæði Sigrid Giskegjerde Schjetne, norskrar sextán ára stúlku, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag. Stúlkan var stödd skammt frá heimili sínu þegar hún hvarf. Síðustu ummerki um hana er sms sem hún skrifaði um helgina þar sem hún segir "tjilla heima". 9.8.2012 14:12
Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefst á morgun Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 20. sinn um helgina, en hátíðin verður sett á morgun. Í ár verður á sama tíma sett upp stór Landbúnaðarsýning í tilefni af 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hátíðin verður sett á morgun en svæðið við Hrafnagil tekur nú örum breytingum, þar sem tjöld og girðingar eru að rísa. Á hátíðinni verður meðal annars haldið námskeið í trérennismíði, námskeið í prjónatækni og prjónahönnun og fleira og fleira. 9.8.2012 13:23
Sex erlendir biskupar viðstaddir vígslu Solveigar Láru Sex erlendir biskupar verða viðstaddir vígslu sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur að Hólum í Hjaltadal næstkomandi sunnudag. Hún verður vígð til embættis vígslubiskups á Hólum. 9.8.2012 11:38
Börn skuldara fá ekki inni á frístundaheimilum Börn foreldra sem skulda borginni peninga fá ekki inni á frístundaheimilum borgarinnar. Þá má ekki heldur innrita þau á leikjanámskeið á vegum borgarinnar, eftir því sem Smugan greinir frá. Vefurinn segir fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar þannig brjóta í bága við þrettándu grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveði á um að ekki megi hegna börnum fyrir yfirsjónir foreldra. 9.8.2012 11:19
The Avengers 2 staðfest - Whedon snýr aftur Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Joss Whedon hefur samið við Disney um að setjast aftur í leikstjórastólinn fyrir næstu kvikmyndina um The Avengers. 9.8.2012 10:06
Fer hitinn upp í 28 stig í dag? Hiti gæti farið upp í 28 stig í dag í Vopnafirði, Ásbyrgi, Hallormsstað og á Seyðisfriði, að því er Einar Sveinbjörnsson segir í bloggi sinu. 9.8.2012 07:59
Madonna setur á sig lambhúshettu Poppstjarnan Madonna lýsti enn á ný yfir stuðningi við meðlimi pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í gær. 9.8.2012 07:45
Enn fleiri kirkjunnar þjónar ásakaðir um kynferðisbrot Fjórir starfsmenn þjóðkirkjunnar voru sakaðir um kynferðisbrot á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýr eitt málið að Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi. 9.8.2012 06:15
Fá að velja sér aðstoðarmenn sjálf Fötluðu fólki í Reykjavík og á Seltjarnarnesi gefst nú kostur á að taka þátt í tveggja ára tilraunarverkefni þar sem það fær greiðslur í stað þjónustu og getur þar með valið aðstoðarfólk sitt sjálft og ákveðið hvernig það nýtist. 9.8.2012 12:05
Curiosity opnar augu sín Curiosity hefur loks opnað augu sín. Farið hefur nú rétt úr mastri sínu og notað leiðsögubúnaðinn í fyrsta sinn. Um leið gat Curiosity smellt af nokkrum myndum. 9.8.2012 11:39
Öruggt að fæða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Öruggt er fyrir konu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu að velja að fæða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þetta sýnir ný rannsókn sem Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir HSu, gerði sem hluta af meistaranámi í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. 9.8.2012 10:32
Gu Kailai játar morðið á Haywood Málflutningi í máli Gu Kailai er lokið. Hún er eiginkona Bos Xilais, fyrrum leiðtoga flokksdeildar Kommúnistaflokks Kína í Chongqing-héraðinu. 9.8.2012 09:32
Bandaríkjamenn aðstoða við hreinsunarstarf í Víetnam Fimmtíu árum eftir að bandarískar herþotur létu hið alræmda plöntueitur Agent Orange rigna yfir skógarþykknið í Víetnam hafa yfirvöld í Bandaríkjunum ákveðið að beita sér í hreinsun svæðisins. Eftir að eitrið var notað myndaðist mikið díoxín en það er aukaafurð laufeyðirsins. 9.8.2012 08:39
Leiðtogafundur í Íran um Sýrland Yfirvöld í Íran munu halda leiðtogafund um ástandið í Sýrlandi. Íran er eini bandamaður Sýrlands í þessum heimshluta. 9.8.2012 08:33
Brúnn labrador í óskilum Brúnn labrador hefur gert sig heimakominn í Fornastekki í neðra Breiðholti. Húsráðandi segir hundinn vera stóran og mikinn og með þykka brúna ól. 9.8.2012 08:16
Jarðvegseldar loga enn Jarðvegseldarnir, sem logað hafa á nokkurra hektara svæði í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðan á föstudag, gusu aftur upp í nótt, en það var mat Almannavarnanefndar Vestfjarða seint í gærkvöldi, að hann hefði verið slökktur. 9.8.2012 08:01
Leiðtogi sértrúarsafnaðar ákærður Lögreglan í Rússlandi hefur ákært leiðtoga sértrúarsafnaðar í sjálfstjórnarlýðveldinu Tatarstan fyrir slæma meðferð á börnum. 9.8.2012 07:45
Fáir strandveiðibátar á sjó vegna brælu Strandveiðisvæði B, eða frá Ísafjarðardjúpi og austur með norðurströndinni, var lokað á miðnætti, en áður var búið að loka svæði A, eða vestursvæðinu. 9.8.2012 07:30
Fiskibátur slitnaði næstum frá bryggju Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grundarfirði í nótt þegar mannlaus fiskibátur var að slitna frá bryggju í hvassviðri. 9.8.2012 07:15
Sækja veikan vísindamann á Suðurheimskautinu Hópur björgunarmanna aðstoða nú vísindamenn á Suðurheimskautinu. Tilkynnt var alvarlega veikan vísindamanna á McMurdo rannsóknarstöðinni í gær. 9.8.2012 07:15
Curiosity lyftir mastri sínu Snjalljeppinn Curiosity býr sig nú undir að hefja leiðangur sinn um Mars. Farið lyfti mastri sínu í gær og notaði leiðsögubúnað sinn í fyrsta sinn. 9.8.2012 06:58
Armstrong gekkst undir hjáveituaðgerð Geimfarinn Neil Armstrong, fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu, gekkst undir hjáveituaðgerð í vikunni. 9.8.2012 06:55
Hvít-Rússar og Svíar í diplómatískri deilu Hvít-Rússar og Svíar deila nú um leikfangabangsa sem féllu af himnum ofan. Málið hófst þegar sænskt almannatengslafyrirtæki dreifði 800 böngsum til Hvít-Rússa úr flugvél. Bangsarnir féllu til jarðar í litlum fallhlífum en á þeim voru hvatningarorð til landsmanna um að berjast fyrir mannréttindum. 9.8.2012 06:44
Mikil farsímanotkun á landsbyggðinni um Verslunarmannahelgi Farsímanotkun á landsbyggðinni jókst mjög upp úr miðjum föstudegi um verslunarmannahelgina á kostnað höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt samantekt Vodafone. 9.8.2012 06:42
Jarðvegseldar slökktir við Ísafjarðardjúp Jarðvegseldarnir, sem logað hafa á nokkurra hektara svæði í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðan á föstudag, voru loks slökktir seint í gærkvöldi, að mati Almannavarnanefndar Vestfjarða. 9.8.2012 06:39
Villidýrasafn stofnað Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 9. ágúst. Af því tilefni ætlar bæjarfélagið meðal annars að ganga til samstarfs um stofnun Villidýrasafns í Mosfellsbæ, í samvinnu við Kristján Vídalín Óskarsson. 9.8.2012 06:30
Eiga að víkja þegar mál eru í skoðun "Það er afar óeðlilegt að fólk sem sakað er um kynferðisbrot, og rökstuddur grunur er fyrir því, sé ekki sett í frí á meðan er verið að rannsaka málið,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. 9.8.2012 05:45
Assad gerir þungar árásir á Aleppo Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. 9.8.2012 05:00
Brotist inn í grunnskólann Brotist var inn í grunnskólann í Grindavík um helgina. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um atvikið og fóru lögreglumenn þegar á vettvang. Við vettvangsrannsókn kom í ljós að gluggi á norðurhlið hússins hafði verið spenntur upp. Töluverðar skemmdir eru á gluggakarmi eftir áhald sem notað var til verksins. 9.8.2012 04:45
Óttast vatnsþurrð ef Baldur hættir að sigla „Það veit enginn hvernig áætlunarferðir hingað í eyna verða þegar vegir á Barðaströnd hafa verið bættir,“ segir Ingveldur Eyþórsdóttir, formaður Framfarafélags Flateyjar. 9.8.2012 04:30
Landamærum Egypta að Gasa lokað Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónustunnar og ríkisstjóra Sínaí-hérðas í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðisbundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin. 9.8.2012 04:00
Afmælisvakan varir í tíu daga Akureyrarbær verður 150 ára þann 29. ágúst næstkomandi. Af því tilefni er efnt til tíu daga Afmælisvöku Akureyrar frá 24. ágúst til 2. september. 9.8.2012 03:45
Fréttaskýring: Reikningur samfélags sem er í fjárhagslegum bata Er kreppunni lokið? Mánaðaruppgjör A-hluta ríkissjóðs, sem birt var í gær, sýnir að á fyrstu sex mánuðum ársins námu tekjur ríkissjóðs 251,9 milljörðum króna. Það eru 23,2 milljörðum hærri tekjur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á sama tímabili voru útgjöld undir áætlun um 6,4 milljarða, en gjöld ríkisins námu alls 568,6 milljörðum króna. Ríkisreikningur sýnir því ágæta stöðu. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir reikninginn líta ágætlega út. 9.8.2012 03:30
Fær skordýr að borða í mánuð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á sporðdreka á gistiheimili í borginni á dögunum. Svo virðist sem dýrið hafi komið til landsins með erlendum ferðamönnum. 9.8.2012 03:15