Fleiri fréttir

Íslendingar leggja Pussy Riot lið

Íslandsdeild Amnesty International stendur nú fyrir svokölluðu netákalli til að fá rússnesku pönksveitina Pussy Riot leysta úr haldi. Í því felst að Íslendingar geta skráð nafn sitt á undirskriftalista sem svo verður sendur til rússneskra stjórnvalda.

Er vernduð tjáning að ýta á „like“?

Er það hluti af tjáningarfrelsi hvers manns að ýta á "like" hnappinn á facebook? Þessari spurningu verður brátt svarað fyrir dómstólum í Bandaríkjunum.

Bætir líf fatlaðra að velja eigin aðstoðarfólk

Fatlaðir sem fá að velja eigin aðstoðarmenn og stýra þeirra vinnu eru líklegri til að vera sýnilegri í samfélaginu, stofna fjölskyldur og fá betri störf segir Freyja Haraldsdóttir, ein af þeim fáu sem hefur fengið að nýta sér þetta fyrirkomulag hér á landi.

Hitinn fór upp í 28 stig í dag

Óvenjuleg veðurblíða var á Austurlandi í dag. Hitinn fór hæst í 28°C í Eskifirði. Það er ekki langt frá hitametinu ágústmánaðar sem náðist árið 2004 þegar hitinn á Egilstöðum náði 29,2°C.

Skólameistarar uggandi yfir niðurskurði

Reyndustu skólameistarar eru uggandi yfir vetrinum vegna yfirvofandi niðurskurðar. Formaður félags framhaldsskóla segir að skilvirkustu sparnaðaraðgerðirnar séu þær sem verst komi niður á nemendum, sem nú þegar fái skerta þjónustu frá skólunum.

Fimmtíu listamenn sameinast fyrir hjartveika stúlku

Tónleikar til styrktar tveggja ára stúlku sem hefur þurft að gangast undir margar erfiðar hjartaaðgerðir, verða í Dómkirkjunni í kvöld. Yfir fimmtíu listamenn sameina þar krafta sína og eru flestir vinir litlu hetjunnar.

Brýnt að börn séu áhyggjulaus þrátt fyrir erfiðleika heima

Umboðsmaður barna telur líklegt að sömu reglur gildi um börn skuldugra foreldra í leikskólum og á frístundaheimilum. Hagsmunir barna af því að halda áfram leikskólagöngu sinni eða dvöl á frístundaheimili eiga því að ganga framar hagsmunum sveitarfélaga af því að innheimta gjöld fyrir vistun. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, sendi bréf til sveitarfélaga landsins í október 2010 vegna málsins.

Yfirleitt næst að semja við foreldrana

Það eru ekki mörg börn sem úthýst er af frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna skulda foreldra, segir Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þetta er ekki harðneskjulegt, það er svolítið langur strengurinn hjá okkur af því að við vitum að þetta er málaflokkur sem er viðkvæmur, segir hún.

Vitni fær að gefa skýrslu nafnlaust

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að vitni í máli sem lögreglan rannsakar og varðar Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson fær að gefa skýrslu án þess að gefa upp nafn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hæstiréttur kveður upp slíkan úrskurð. Þeir Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum á Litla-Hrauni að bana.

Tony Bennett lenti í hádeginu - einkaviðtal á Stöð 2 og Vísi

Tónlistarmaðurinn Tony Bennett er kominn til landsins en hann lenti í hádeginu ásamt föruneyti sínu á Reykjavíkurflugvelli. Bennett er heimsfrægur söngvari og hefur meðal annars unnið sautján Grammy-verðlaun. Færri vita þó að hann er jafnframt mikill listmálari og segist því hlakka til að skoða íslenska náttúru.

Greta Salóme gefur út nýtt lag

Eurovisionfari okkar Íslendinga, Greta Salóme Stefánsdóttir, gefur út lagið Everywhere Around Me á morgun. Þetta er fysta lagið sem Greta gefur út frá því að Eurovisionævintýrinu lauk og verður það frumflutt á Bylgjunni á morgun klukkan 13:30. Visir fékk leyfi til að birta stutt brot úr því hér á síðunni.

Lögreglan fær ekki upplýsingar frá Facebook

Forsvarsmenn Facebook neita að veita lögreglunni í Osló aðgang að facebooksvæði Sigrid Giskegjerde Schjetne, norskrar sextán ára stúlku, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag. Stúlkan var stödd skammt frá heimili sínu þegar hún hvarf. Síðustu ummerki um hana er sms sem hún skrifaði um helgina þar sem hún segir "tjilla heima".

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefst á morgun

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 20. sinn um helgina, en hátíðin verður sett á morgun. Í ár verður á sama tíma sett upp stór Landbúnaðarsýning í tilefni af 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hátíðin verður sett á morgun en svæðið við Hrafnagil tekur nú örum breytingum, þar sem tjöld og girðingar eru að rísa. Á hátíðinni verður meðal annars haldið námskeið í trérennismíði, námskeið í prjónatækni og prjónahönnun og fleira og fleira.

Börn skuldara fá ekki inni á frístundaheimilum

Börn foreldra sem skulda borginni peninga fá ekki inni á frístundaheimilum borgarinnar. Þá má ekki heldur innrita þau á leikjanámskeið á vegum borgarinnar, eftir því sem Smugan greinir frá. Vefurinn segir fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar þannig brjóta í bága við þrettándu grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveði á um að ekki megi hegna börnum fyrir yfirsjónir foreldra.

Fer hitinn upp í 28 stig í dag?

Hiti gæti farið upp í 28 stig í dag í Vopnafirði, Ásbyrgi, Hallormsstað og á Seyðisfriði, að því er Einar Sveinbjörnsson segir í bloggi sinu.

Fá að velja sér aðstoðarmenn sjálf

Fötluðu fólki í Reykjavík og á Seltjarnarnesi gefst nú kostur á að taka þátt í tveggja ára tilraunarverkefni þar sem það fær greiðslur í stað þjónustu og getur þar með valið aðstoðarfólk sitt sjálft og ákveðið hvernig það nýtist.

Curiosity opnar augu sín

Curiosity hefur loks opnað augu sín. Farið hefur nú rétt úr mastri sínu og notað leiðsögubúnaðinn í fyrsta sinn. Um leið gat Curiosity smellt af nokkrum myndum.

Öruggt að fæða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Öruggt er fyrir konu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu að velja að fæða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þetta sýnir ný rannsókn sem Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir HSu, gerði sem hluta af meistaranámi í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands.

Gu Kailai játar morðið á Haywood

Málflutningi í máli Gu Kailai er lokið. Hún er eiginkona Bos Xilais, fyrrum leiðtoga flokksdeildar Kommúnistaflokks Kína í Chongqing-héraðinu.

Bandaríkjamenn aðstoða við hreinsunarstarf í Víetnam

Fimmtíu árum eftir að bandarískar herþotur létu hið alræmda plöntueitur Agent Orange rigna yfir skógarþykknið í Víetnam hafa yfirvöld í Bandaríkjunum ákveðið að beita sér í hreinsun svæðisins. Eftir að eitrið var notað myndaðist mikið díoxín en það er aukaafurð laufeyðirsins.

Brúnn labrador í óskilum

Brúnn labrador hefur gert sig heimakominn í Fornastekki í neðra Breiðholti. Húsráðandi segir hundinn vera stóran og mikinn og með þykka brúna ól.

Jarðvegseldar loga enn

Jarðvegseldarnir, sem logað hafa á nokkurra hektara svæði í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðan á föstudag, gusu aftur upp í nótt, en það var mat Almannavarnanefndar Vestfjarða seint í gærkvöldi, að hann hefði verið slökktur.

Fáir strandveiðibátar á sjó vegna brælu

Strandveiðisvæði B, eða frá Ísafjarðardjúpi og austur með norðurströndinni, var lokað á miðnætti, en áður var búið að loka svæði A, eða vestursvæðinu.

Curiosity lyftir mastri sínu

Snjalljeppinn Curiosity býr sig nú undir að hefja leiðangur sinn um Mars. Farið lyfti mastri sínu í gær og notaði leiðsögubúnað sinn í fyrsta sinn.

Hvít-Rússar og Svíar í diplómatískri deilu

Hvít-Rússar og Svíar deila nú um leikfangabangsa sem féllu af himnum ofan. Málið hófst þegar sænskt almannatengslafyrirtæki dreifði 800 böngsum til Hvít-Rússa úr flugvél. Bangsarnir féllu til jarðar í litlum fallhlífum en á þeim voru hvatningarorð til landsmanna um að berjast fyrir mannréttindum.

Jarðvegseldar slökktir við Ísafjarðardjúp

Jarðvegseldarnir, sem logað hafa á nokkurra hektara svæði í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðan á föstudag, voru loks slökktir seint í gærkvöldi, að mati Almannavarnanefndar Vestfjarða.

Villidýrasafn stofnað

Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 9. ágúst. Af því tilefni ætlar bæjarfélagið meðal annars að ganga til samstarfs um stofnun Villidýrasafns í Mosfellsbæ, í samvinnu við Kristján Vídalín Óskarsson.

Eiga að víkja þegar mál eru í skoðun

"Það er afar óeðlilegt að fólk sem sakað er um kynferðisbrot, og rökstuddur grunur er fyrir því, sé ekki sett í frí á meðan er verið að rannsaka málið,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Assad gerir þungar árásir á Aleppo

Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás.

Brotist inn í grunnskólann

Brotist var inn í grunnskólann í Grindavík um helgina. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um atvikið og fóru lögreglumenn þegar á vettvang. Við vettvangsrannsókn kom í ljós að gluggi á norðurhlið hússins hafði verið spenntur upp. Töluverðar skemmdir eru á gluggakarmi eftir áhald sem notað var til verksins.

Óttast vatnsþurrð ef Baldur hættir að sigla

„Það veit enginn hvernig áætlunarferðir hingað í eyna verða þegar vegir á Barðaströnd hafa verið bættir,“ segir Ingveldur Eyþórsdóttir, formaður Framfarafélags Flateyjar.

Landamærum Egypta að Gasa lokað

Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónustunnar og ríkisstjóra Sínaí-hérðas í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðisbundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin.

Afmælisvakan varir í tíu daga

Akureyrarbær verður 150 ára þann 29. ágúst næstkomandi. Af því tilefni er efnt til tíu daga Afmælisvöku Akureyrar frá 24. ágúst til 2. september.

Fréttaskýring: Reikningur samfélags sem er í fjárhagslegum bata

Er kreppunni lokið? Mánaðaruppgjör A-hluta ríkissjóðs, sem birt var í gær, sýnir að á fyrstu sex mánuðum ársins námu tekjur ríkissjóðs 251,9 milljörðum króna. Það eru 23,2 milljörðum hærri tekjur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á sama tímabili voru útgjöld undir áætlun um 6,4 milljarða, en gjöld ríkisins námu alls 568,6 milljörðum króna. Ríkisreikningur sýnir því ágæta stöðu. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir reikninginn líta ágætlega út.

Fær skordýr að borða í mánuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á sporðdreka á gistiheimili í borginni á dögunum. Svo virðist sem dýrið hafi komið til landsins með erlendum ferðamönnum.

Sjá næstu 50 fréttir