Erlent

Leiðtogi sértrúarsafnaðar ákærður

mynd/Google
Lögreglan í Rússlandi hefur ákært leiðtoga sértrúarsafnaðar í sjálfstjórnarlýðveldinu Tatarstan fyrir slæma meðferð á börnum.

Tugir barna fundust í læstri grafhvelfingu undir heimili mannsins ásamt hátt í fjörutíu fullorðnum einstaklingum.

Málið hefur vakið óhug í Rússlandi en talið er að börnin hafi aldrei litið dagsins ljós.

Yfirvöld hafa greint frá því að maðurinn, sem er 83 ára gamall, sé nú rúmfastur og með óráði. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×