Assad gerir þungar árásir á Aleppo 9. ágúst 2012 05:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn taka sér stöðu með sprengjuvörpur í Kfar Nubul í í Idlib í norðvesturhluta landsins. Nordicphotos/afp Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira