Fleiri fréttir Bílvelta varð við framúrakstur Bílvelta varð um níu leytið í kvöld á Suðurlandsvegi í Flóanum við afleggjarann að Oddgeirshólum. Engan sakaði alvarlega en bílstjórinn var þó sendur á slysavarðstofu til læknisskoðunar. 8.8.2012 23:42 Ungmenni segja auðvelt að koma út úr skápnum Kvikmyndir, ljósmyndasýning, uppistand, tónleikar og margt fleira verður í boði á fjölbreyttri dagskrá hinsdegin daga sem hófust í gær. Ólík atriði verða í gleðigöngunni á laugardag en uppúr stendur væntanlegt brúðkaup sem á að fara fram í göngunni sjálfri. 8.8.2012 23:52 Maður getur tjáð næstum allt gegnum fiðluna Fjórtán ára fiðluleikari segir einstakt hvernig hægt er að tjá tilfinningar sínar með fiðlunni. Hún hefur tekið þátt í Tónlistarhátíð unga fólksins frá upphafi, en hátíðin var sett í þriðja sinn í dag. 8.8.2012 22:31 Vill senda sundlaugarverði á námskeið Gæsla á sundstöðum þarf að miðast við fjölda gesta en ekki stærð lauganna. Þetta segir Herdís Storgaard, forvarnarfulltrúi barna. Hún vill að sundlaugarverðir fái menntun og þurfi að sækja sérstakt námskeið til að verða sundlaugarverðir. 8.8.2012 22:15 Slæmt ástand vega býður hættunni heim Vegaöryggi og viðhald vega hefur verið vanræktur málaflokkur eftir hrun að mati forstjóra Umferðarstofu. Hún segir slysahætturnar stóraukast með lélegri vegum og brýnt sé að bregðast við því sem fyrst áður en illa fer. 8.8.2012 21:46 "Eldurinn læsir sér í ræturnar og fer niður í jörðina“ Slökkvilið Súðavíkur hefur ásamt bóndanum á Látrum barist við sinuelda í hátt í viku. Slökkviliðsstjórinn segir verkefnið eitt það erfiðasta sem hann hafi lent í og óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag. 8.8.2012 21:04 Aflahæstu strandveiðibátarnir með tugi tonna Aflahæstu strandveiðibátar landsins hafa landað um og yfir 30 tonnum af fiski í sumar. Meðalafli þeirra í róðri er talsvert misjafn, en hjá 20 efstu bátunum er hann frá 650 kílóum upp í 886 kíló af óslægðum afla, þ.e. þegar ekki er búið að hreinsa innyflin innan úr fiskunum. 8.8.2012 20:50 Heitasti mánuður í sögu Bandaríkjanna Júlí var heitasti mánuður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust. Meðalhitinn var 25,3°C á meginlandinu og bætti þar með eldra met frá árinu 1936. Hann var sömuleiðis meira en þremur gráðum heitari en meðalhiti í júlí á allri 20. öldinni. 8.8.2012 20:26 Hvítabjörnum stafar ógn af hnattrænni hlýnun Ný rannsókn sýnir að hvítabirnir eru eldri tegund en áður var talið en hún hefur reglulega blandast brúnbjörnum gegnum aldirnar. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að stofnstærð hvítabjarna hefur breyst í takt við loftslagsbreytingar og þróun jökla. 8.8.2012 20:03 "Handbolti er grundvöllur að tilveru Íslendinga" Útlendingar virðast standa í þeirri trú að handbolti sé það eina sem getur mögulega gefið Íslendingum einhverja ástæðu til að vera til, ef marka má grein sem birtist í Financial Times í dag undir fyrirsögninni "Handball gives Iceland key to existence" sem á Íslensku mætti útleggjast "Handbolti er grundvöllur að tilveru Íslendinga". 8.8.2012 19:34 Ungur maður rændi veski af níræðri konu 91 árs gömul kona var rænd í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist ræninginn hafa fylgst með ferðum konunnar. 8.8.2012 18:47 Tökur hafnar á Arrested Development Tökur á fjórðu þáttaröð grínþáttanna Arrested Development hófust í gær. Jason Bateman sem leikur Michael Bluth í þáttunum skellti í gær mynd af tökustað inn á Twitter síðu sína undir orðunum"First Day. Away we go..." eða "Dagur eitt. Hér kemur það ...“ 8.8.2012 18:24 Þyrlan lögð af stað Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað til Laugardals í Ísafjarðardjúpi til að aðstoða í glímunni við sinuelda sem logað hafa síðan á föstudag. Þyrlan komst ekki af stað fyrr en síðdegis þar sem þyrluflugmenn urðu að fá lögboðna hvíld eftir fyrra útkall áður en flogið var af stað að Ísafjarðardjúpi. 8.8.2012 18:06 Bændur ánægðir með uppskeru þrátt fyrir þurrka Grænmetisbændur í uppsveitum Árnessýslu eru sammála um að þrátt fyrir mikinn þurrk í nánast allt sumar stefni engu að síður í góða uppskeru. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kemur út á morgun. 8.8.2012 17:40 Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8.8.2012 17:19 Sina brennur á þriggja hektara svæði - vilja aðstoð þyrlunnar Vonast er til þess að aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar fáist til þess að slökkva í sinu sem logar á hátt í þriggja hektara svæði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Sinan hefur verið að brenna frá því á föstudag. 8.8.2012 15:08 Hátt í 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum Næstum 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum í New York, sem nú er verið að reisa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, vegna tilkynningar um eld í morgun. Samkvæmt tilkynningunni var eldurinn á 88. hæð hússins. Talsmaður slökkviliðsins, Steve Coleman, tilkynnti síðan fjölmiðlum að enginn eldur hefði verið í húsinu. Talið er að misskilningurinn stafi að því að unnið hafi verið með logsuðu á hæðinni og það hafi virkað eins og að um lausan eld væri að ræða. 8.8.2012 14:47 Mikil skjálftavirkni við Tongariro Jarðeðlisfræðingar á Nýja-Sjálandi fylgjast nú náið með eldfjallinu Tongariro sem lét á sér kræla aðfaranótt þriðjudags. Talið er að gosmökkurinn hafi náð í rúmlega 6 þúsund metra hæð. 8.8.2012 14:30 Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. 8.8.2012 14:00 Ögmundur afhjúpar nýtt minnismerki um Hrafna-Flóka Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mun á laugardaginn vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari. Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. 8.8.2012 13:57 Ölvaður maður sparkaði óvart í bíl Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir að sparka í bíl og skemma hann fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir lögreglu en taldi sér það til afsökunar að hann hefði ætlað að sparka í dekk bílsins en sökum ölvunar hefði hann ekki hitt það heldur sparkað óvart í bílinn sjálfan með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kvaðst hafa orðið pirraður á farþegum bílsins sem legið hefðu á flautunni í tíma og ótíma. 8.8.2012 13:48 Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. 8.8.2012 13:26 Íslendingar bera sig vel þrátt fyrir tapið Viðbrögð Íslendinga við útslitum í átta liða úrslitum voru að sjálfsögðu vonbrigði. Eins og venja er lýstu margir þeirra hugsunum sínum á facebook- og twittersíðum sínum á meðan að á leiknum stóð og skömmu eftir hann. 8.8.2012 13:00 Þarf að skoða þjálfun sundlaugarvarða Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að í langflestum tilfellum komi gestir sundlauga börnum til bjargar sem hafa nærri drukknað en ekki starfsmenn lauganna. Skoða þurfi vandlega öryggisráðstafanir sundlauga og þjálfun sundlaugarvarða. 8.8.2012 12:32 Framsóknarmenn vilja Fréttatímann Aðilar tengdir Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni hans, vilja kaupa vikublaðið Fréttatímann, að því er DV fullyrðir. Fullyrt er að menn tengdir útgáfufélagi Tímans, sem um tíma rak vefsvæðið timinn.is, hafi gert tvö tilboð í blaðið. 8.8.2012 11:39 Slökkviliðið kallað að mannlausum fiskibát Slökkvilið Húsavíkur var kallað út seint í gærklvöldi að mannlausum fiskibáti, sem þar var í höfn, eftir að svo virtist sem reyk legði upp af honum. Í ljós kom að slökkvikerfi þar um borð hafði farið í gang og sprautað einskonar dufti vítt og breitt, meðal annars um vélarrúmið. Svona kerfi á ekki að geta farið sjálfkrafa í gang, því duftið étur upp súrefni og getur því reynst mönnum lífshættulegt. Eigendur bátsins unnu að hreinsun um borð í alla nótt og farið verður yfir kerfið áður en haldið verður úr höfn. - 8.8.2012 11:15 Læknir fyrstur á vettvang eftir slys á Dettifossvegi Það var lán í óláni hjá tveimur erlendum ferðamönnum, sem kenndu sér meins eftir útafakstur af Dettifossvegi í gærkvöldi, að maður í fyrsta bíl sem bar að, var erlendur læknir. Hann hlúði þegar að fólkinu og íslendingur sem kom svo á vettvang, túlkaði allar upplýsingar hans um líðan fólksins til starfmanna Neyðarlínunnar, sem ráðfærðu sig við lækna á Húsavík. Sjúkrabíll var sendur eftir fólkinu og flutti það á sjúkrahúsið á Akureyri. 8.8.2012 11:11 Sumarhúsin seljast vel en fá eru byggð Velta á nýjum kaupsamningum vegna sumarhúsa er að aukast á ný en byggingarframkvæmdir vegna nýrra húsa hafa dregist saman. Ný hús eru að meðaltali tvöfalt stærri í dag en fyrir tuttugu árum. Velta vegna kaupsamninga var 2,1 milljarður í fyrra eins og árið 2006, en var 4,2 milljarðar árið 2007. 8.8.2012 10:53 Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. 8.8.2012 10:11 Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. 8.8.2012 09:38 Russell Crowe hjólaði í Bláa lónið Leikarar myndarinnar Noah eru enn staddir hér á landi. Ekki ber á öðru en að aðalleikarinn, Russell Crowe, nýti frítíma sinn vel í að halda sér í góðu líkamlegu formi. Hann greinir ítarlega frá æfingum sínum á Twittersíðu sinni. Í gær sagði hann til dæmis frá því að hann hefði hjólað 50 kílómetra þegar hann fór úr Fossvoginum í Bláa lónið. Í gær hélt hann svo æfingum áfram með lyftingum. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky er aftur á móti meira með hugann við myndina en hann hefur þegar birt nokkrar myndir úr fjörunni í Vík, þar sem tökur fóru fram í gær og í fyrradag og víðar. 8.8.2012 09:32 Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. 8.8.2012 09:30 Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. 8.8.2012 08:50 Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. 8.8.2012 08:05 Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. 8.8.2012 08:00 Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. 8.8.2012 07:30 Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. 8.8.2012 06:58 Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. 8.8.2012 06:56 Iceland Express flýgur ekki til Berlínar í vetur Iceland Express er hætt við að fljúga reglulega til Berlínar í vetur, eins og stefnt var að. Flugið er fellt niður þar sem eftirspurn stóðst ekki væntingar. 8.8.2012 06:48 Þyrla mögulega kölluð til vegna jarðelda Verið er að kanna möguleika á að senda þyrlu Landhelgisæslunnar til að taka þátt í slökkvistarfi vegna jarðelda í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp. 8.8.2012 06:46 Þó nokkur skjálftavirkni í nótt Fjölmargir jarðskjálftar urðu í gær og í nótt víða um land, en engin mældist þó yfir þremur á Richter. Þó nokkrir urðu á Hengilssvæðinu á Suðurlandi, nokkrir í Mýrdalsjökli og aðrir í norðanverðum Vatnajökli. 8.8.2012 06:42 Skipverji fékk hjartaáfall Skipverji á skemmtiferðaskipinu Saga Sapphire fékk hjartaáfall þegar skipið var statt út af Langanesi í gærkvöldi á leið sinni frá Seyðisfirði til Akureyr 8.8.2012 06:40 Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. 8.8.2012 06:37 Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. 8.8.2012 06:35 Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8.8.2012 05:15 Sjá næstu 50 fréttir
Bílvelta varð við framúrakstur Bílvelta varð um níu leytið í kvöld á Suðurlandsvegi í Flóanum við afleggjarann að Oddgeirshólum. Engan sakaði alvarlega en bílstjórinn var þó sendur á slysavarðstofu til læknisskoðunar. 8.8.2012 23:42
Ungmenni segja auðvelt að koma út úr skápnum Kvikmyndir, ljósmyndasýning, uppistand, tónleikar og margt fleira verður í boði á fjölbreyttri dagskrá hinsdegin daga sem hófust í gær. Ólík atriði verða í gleðigöngunni á laugardag en uppúr stendur væntanlegt brúðkaup sem á að fara fram í göngunni sjálfri. 8.8.2012 23:52
Maður getur tjáð næstum allt gegnum fiðluna Fjórtán ára fiðluleikari segir einstakt hvernig hægt er að tjá tilfinningar sínar með fiðlunni. Hún hefur tekið þátt í Tónlistarhátíð unga fólksins frá upphafi, en hátíðin var sett í þriðja sinn í dag. 8.8.2012 22:31
Vill senda sundlaugarverði á námskeið Gæsla á sundstöðum þarf að miðast við fjölda gesta en ekki stærð lauganna. Þetta segir Herdís Storgaard, forvarnarfulltrúi barna. Hún vill að sundlaugarverðir fái menntun og þurfi að sækja sérstakt námskeið til að verða sundlaugarverðir. 8.8.2012 22:15
Slæmt ástand vega býður hættunni heim Vegaöryggi og viðhald vega hefur verið vanræktur málaflokkur eftir hrun að mati forstjóra Umferðarstofu. Hún segir slysahætturnar stóraukast með lélegri vegum og brýnt sé að bregðast við því sem fyrst áður en illa fer. 8.8.2012 21:46
"Eldurinn læsir sér í ræturnar og fer niður í jörðina“ Slökkvilið Súðavíkur hefur ásamt bóndanum á Látrum barist við sinuelda í hátt í viku. Slökkviliðsstjórinn segir verkefnið eitt það erfiðasta sem hann hafi lent í og óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag. 8.8.2012 21:04
Aflahæstu strandveiðibátarnir með tugi tonna Aflahæstu strandveiðibátar landsins hafa landað um og yfir 30 tonnum af fiski í sumar. Meðalafli þeirra í róðri er talsvert misjafn, en hjá 20 efstu bátunum er hann frá 650 kílóum upp í 886 kíló af óslægðum afla, þ.e. þegar ekki er búið að hreinsa innyflin innan úr fiskunum. 8.8.2012 20:50
Heitasti mánuður í sögu Bandaríkjanna Júlí var heitasti mánuður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust. Meðalhitinn var 25,3°C á meginlandinu og bætti þar með eldra met frá árinu 1936. Hann var sömuleiðis meira en þremur gráðum heitari en meðalhiti í júlí á allri 20. öldinni. 8.8.2012 20:26
Hvítabjörnum stafar ógn af hnattrænni hlýnun Ný rannsókn sýnir að hvítabirnir eru eldri tegund en áður var talið en hún hefur reglulega blandast brúnbjörnum gegnum aldirnar. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að stofnstærð hvítabjarna hefur breyst í takt við loftslagsbreytingar og þróun jökla. 8.8.2012 20:03
"Handbolti er grundvöllur að tilveru Íslendinga" Útlendingar virðast standa í þeirri trú að handbolti sé það eina sem getur mögulega gefið Íslendingum einhverja ástæðu til að vera til, ef marka má grein sem birtist í Financial Times í dag undir fyrirsögninni "Handball gives Iceland key to existence" sem á Íslensku mætti útleggjast "Handbolti er grundvöllur að tilveru Íslendinga". 8.8.2012 19:34
Ungur maður rændi veski af níræðri konu 91 árs gömul kona var rænd í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist ræninginn hafa fylgst með ferðum konunnar. 8.8.2012 18:47
Tökur hafnar á Arrested Development Tökur á fjórðu þáttaröð grínþáttanna Arrested Development hófust í gær. Jason Bateman sem leikur Michael Bluth í þáttunum skellti í gær mynd af tökustað inn á Twitter síðu sína undir orðunum"First Day. Away we go..." eða "Dagur eitt. Hér kemur það ...“ 8.8.2012 18:24
Þyrlan lögð af stað Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað til Laugardals í Ísafjarðardjúpi til að aðstoða í glímunni við sinuelda sem logað hafa síðan á föstudag. Þyrlan komst ekki af stað fyrr en síðdegis þar sem þyrluflugmenn urðu að fá lögboðna hvíld eftir fyrra útkall áður en flogið var af stað að Ísafjarðardjúpi. 8.8.2012 18:06
Bændur ánægðir með uppskeru þrátt fyrir þurrka Grænmetisbændur í uppsveitum Árnessýslu eru sammála um að þrátt fyrir mikinn þurrk í nánast allt sumar stefni engu að síður í góða uppskeru. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kemur út á morgun. 8.8.2012 17:40
Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8.8.2012 17:19
Sina brennur á þriggja hektara svæði - vilja aðstoð þyrlunnar Vonast er til þess að aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar fáist til þess að slökkva í sinu sem logar á hátt í þriggja hektara svæði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Sinan hefur verið að brenna frá því á föstudag. 8.8.2012 15:08
Hátt í 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum Næstum 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum í New York, sem nú er verið að reisa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, vegna tilkynningar um eld í morgun. Samkvæmt tilkynningunni var eldurinn á 88. hæð hússins. Talsmaður slökkviliðsins, Steve Coleman, tilkynnti síðan fjölmiðlum að enginn eldur hefði verið í húsinu. Talið er að misskilningurinn stafi að því að unnið hafi verið með logsuðu á hæðinni og það hafi virkað eins og að um lausan eld væri að ræða. 8.8.2012 14:47
Mikil skjálftavirkni við Tongariro Jarðeðlisfræðingar á Nýja-Sjálandi fylgjast nú náið með eldfjallinu Tongariro sem lét á sér kræla aðfaranótt þriðjudags. Talið er að gosmökkurinn hafi náð í rúmlega 6 þúsund metra hæð. 8.8.2012 14:30
Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. 8.8.2012 14:00
Ögmundur afhjúpar nýtt minnismerki um Hrafna-Flóka Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mun á laugardaginn vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari. Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. 8.8.2012 13:57
Ölvaður maður sparkaði óvart í bíl Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir að sparka í bíl og skemma hann fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir lögreglu en taldi sér það til afsökunar að hann hefði ætlað að sparka í dekk bílsins en sökum ölvunar hefði hann ekki hitt það heldur sparkað óvart í bílinn sjálfan með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kvaðst hafa orðið pirraður á farþegum bílsins sem legið hefðu á flautunni í tíma og ótíma. 8.8.2012 13:48
Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. 8.8.2012 13:26
Íslendingar bera sig vel þrátt fyrir tapið Viðbrögð Íslendinga við útslitum í átta liða úrslitum voru að sjálfsögðu vonbrigði. Eins og venja er lýstu margir þeirra hugsunum sínum á facebook- og twittersíðum sínum á meðan að á leiknum stóð og skömmu eftir hann. 8.8.2012 13:00
Þarf að skoða þjálfun sundlaugarvarða Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að í langflestum tilfellum komi gestir sundlauga börnum til bjargar sem hafa nærri drukknað en ekki starfsmenn lauganna. Skoða þurfi vandlega öryggisráðstafanir sundlauga og þjálfun sundlaugarvarða. 8.8.2012 12:32
Framsóknarmenn vilja Fréttatímann Aðilar tengdir Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni hans, vilja kaupa vikublaðið Fréttatímann, að því er DV fullyrðir. Fullyrt er að menn tengdir útgáfufélagi Tímans, sem um tíma rak vefsvæðið timinn.is, hafi gert tvö tilboð í blaðið. 8.8.2012 11:39
Slökkviliðið kallað að mannlausum fiskibát Slökkvilið Húsavíkur var kallað út seint í gærklvöldi að mannlausum fiskibáti, sem þar var í höfn, eftir að svo virtist sem reyk legði upp af honum. Í ljós kom að slökkvikerfi þar um borð hafði farið í gang og sprautað einskonar dufti vítt og breitt, meðal annars um vélarrúmið. Svona kerfi á ekki að geta farið sjálfkrafa í gang, því duftið étur upp súrefni og getur því reynst mönnum lífshættulegt. Eigendur bátsins unnu að hreinsun um borð í alla nótt og farið verður yfir kerfið áður en haldið verður úr höfn. - 8.8.2012 11:15
Læknir fyrstur á vettvang eftir slys á Dettifossvegi Það var lán í óláni hjá tveimur erlendum ferðamönnum, sem kenndu sér meins eftir útafakstur af Dettifossvegi í gærkvöldi, að maður í fyrsta bíl sem bar að, var erlendur læknir. Hann hlúði þegar að fólkinu og íslendingur sem kom svo á vettvang, túlkaði allar upplýsingar hans um líðan fólksins til starfmanna Neyðarlínunnar, sem ráðfærðu sig við lækna á Húsavík. Sjúkrabíll var sendur eftir fólkinu og flutti það á sjúkrahúsið á Akureyri. 8.8.2012 11:11
Sumarhúsin seljast vel en fá eru byggð Velta á nýjum kaupsamningum vegna sumarhúsa er að aukast á ný en byggingarframkvæmdir vegna nýrra húsa hafa dregist saman. Ný hús eru að meðaltali tvöfalt stærri í dag en fyrir tuttugu árum. Velta vegna kaupsamninga var 2,1 milljarður í fyrra eins og árið 2006, en var 4,2 milljarðar árið 2007. 8.8.2012 10:53
Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. 8.8.2012 10:11
Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. 8.8.2012 09:38
Russell Crowe hjólaði í Bláa lónið Leikarar myndarinnar Noah eru enn staddir hér á landi. Ekki ber á öðru en að aðalleikarinn, Russell Crowe, nýti frítíma sinn vel í að halda sér í góðu líkamlegu formi. Hann greinir ítarlega frá æfingum sínum á Twittersíðu sinni. Í gær sagði hann til dæmis frá því að hann hefði hjólað 50 kílómetra þegar hann fór úr Fossvoginum í Bláa lónið. Í gær hélt hann svo æfingum áfram með lyftingum. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky er aftur á móti meira með hugann við myndina en hann hefur þegar birt nokkrar myndir úr fjörunni í Vík, þar sem tökur fóru fram í gær og í fyrradag og víðar. 8.8.2012 09:32
Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. 8.8.2012 09:30
Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. 8.8.2012 08:50
Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. 8.8.2012 08:05
Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. 8.8.2012 08:00
Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. 8.8.2012 07:30
Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. 8.8.2012 06:58
Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. 8.8.2012 06:56
Iceland Express flýgur ekki til Berlínar í vetur Iceland Express er hætt við að fljúga reglulega til Berlínar í vetur, eins og stefnt var að. Flugið er fellt niður þar sem eftirspurn stóðst ekki væntingar. 8.8.2012 06:48
Þyrla mögulega kölluð til vegna jarðelda Verið er að kanna möguleika á að senda þyrlu Landhelgisæslunnar til að taka þátt í slökkvistarfi vegna jarðelda í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp. 8.8.2012 06:46
Þó nokkur skjálftavirkni í nótt Fjölmargir jarðskjálftar urðu í gær og í nótt víða um land, en engin mældist þó yfir þremur á Richter. Þó nokkrir urðu á Hengilssvæðinu á Suðurlandi, nokkrir í Mýrdalsjökli og aðrir í norðanverðum Vatnajökli. 8.8.2012 06:42
Skipverji fékk hjartaáfall Skipverji á skemmtiferðaskipinu Saga Sapphire fékk hjartaáfall þegar skipið var statt út af Langanesi í gærkvöldi á leið sinni frá Seyðisfirði til Akureyr 8.8.2012 06:40
Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. 8.8.2012 06:37
Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. 8.8.2012 06:35
Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8.8.2012 05:15