Erlent

The Avengers 2 staðfest - Whedon snýr aftur

Joss Whedon.
Joss Whedon. mynd/AP
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Joss Whedon hefur samið við Disney um að setjast aftur í leikstjórastólinn fyrir næstu kvikmyndina um The Avengers.

Stjórnarmenn Disney vildu ólmir fá leikstjórann til að taka að sér verkefnið, þó svo að Whedon hafi haft orð á því að hann vilji leita á önnur mið.

The Avengers er þriðja vinsælasta kvikmynd allra tíma en hún þénaði rúmlega 112 milljarða króna á heimsvísu.

Whedon mun einnig sjá um framleiða sjónvarpsþáttaröð fyrir Disney sem byggir á söguheimi Marvel.

Leikstjórinn þykir mikið ólíkindatól. Áður en hann sekkur sér í heim ofurhetjanna ætlar að hann ljúka tökum á kvikmyndaaðlögun á Ys og þys útaf engu (e. Much Ado About Nothing) eftir William Shakespeare.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×