Innlent

Íslendingar leggja Pussy Riot lið

BBI skrifar
Stúlkurnar þrjár úr Pussy Riot.
Stúlkurnar þrjár úr Pussy Riot. Mynd/AFP

Íslandsdeild Amnesty International stendur nú fyrir svokölluðu netákalli til að fá rússnesku pönksveitina Pussy Riot leysta úr haldi. Í því felst að Íslendingar geta skráð nafn sitt á undirskriftalista sem svo verður sendur til rússneskra stjórnvalda.

Stúlkurnar þrjár í Pussy Riot eru nú í varðhaldi. Þær hafa verið ákærðar fyrir óspektir eftir að þær sungu mótmælasöng í dómkirkju og bíða réttarhaldanna. Þær gætu átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.

Þær eru meðal annars ákærðar fyrir að ala á hatri og sverta andlegan grundvöll rússneska ríkisins.

Íslendingar hafa tekið vel í þetta netákall og hratt hefur safnast á undirskriftalistann. Hér er hægt að leggja verkefninu lið og fræðast meira um ákæruna í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×