Innlent

Fær skordýr að borða í mánuð

Sporðdrekanum verður haldið lifandi þar til skordýrafræðingur greinir hann.
Mynd/lögreglan
Sporðdrekanum verður haldið lifandi þar til skordýrafræðingur greinir hann. Mynd/lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á sporðdreka á gistiheimili í borginni á dögunum. Svo virðist sem dýrið hafi komið til landsins með erlendum ferðamönnum.

RÚV greindi frá því að sporðdrekinn hefði verið færður á Náttúrustofnun þar sem honum var gefin hrossafluga og tvær köngulær að éta. Honum verður haldið lifandi þar til Erling Ólafsson skordýrafræðingur snýr aftur til starfa í lok mánaðarins, þar sem hann á að greina dýrið.

Ekki er algengt að sporðdrekar finnist hér á landi, en þeir eru, sem kunnugt er, afar eitraðir.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×