Erlent

Curiosity opnar augu sín

Þessar myndir tók Curiosity stuttu eftir að hún opnaði augu sín í fyrsta sinn.
Þessar myndir tók Curiosity stuttu eftir að hún opnaði augu sín í fyrsta sinn. mynd/NASA
Curiosity hefur loks opnað augu sín. Farið hefur nú rétt úr mastri sínu og notað leiðsögubúnaðinn í fyrsta sinn. Um leið gat Curiosity smellt af nokkrum myndum.

Ljósmyndirnar komu vísindamönnum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, verulega á óvart. Svo virðist sem að aðstæður í Gale-gígnum, lendingarstað Curiosity, séu í raun áþekkar þeim sem finnast víða hér á jörðinni.

Frá því Curiosity lenti á Mars á mánudaginn hefur farið setið sem fastast á meðan verkfræðingar NASA yfirfara ferla og tækjabúnað vitbílsins.

Á næstu vikum mun Curiosity setja í gír og hefja einmanalegt ferðalag sitt um rauðu plánetuna.

Fyrsta stopp en fjallið Aeolis Mons, eða Mount Sharp, sem rís upp úr miðjum Gale-gígnum.

Þar mun Curiosity beita tækjakosti sínum í fyrsta sinn og taka sín fyrstu skref í að leysa ráðgátuna um líf á Mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×