Erlent

Armstrong gekkst undir hjáveituaðgerð

Neil Armstrong.
Neil Armstrong. mynd/AP
Geimfarinn Neil Armstrong, fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu, gekkst undir hjáveituaðgerð í vikunni.

Armstrong, sem er 82 ára, heilsast vel að sögn fjölskyldu hans en skurðlæknar þurftu að losa stíflur í kransæðum geimfarans.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur óskað Armstrong góðs bata.

Að sama skapi hefur kollegi og vinur hans, Buzz Aldrin, óskað honum alls hins besta. Þá sagðist Aldrin hlakka til að hitta Armstrong í 20. júlí árið 2019 en þá eru 50 ár liðin frá tunglendingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×