Innlent

Sex erlendir biskupar viðstaddir vígslu Solveigar Láru

Sex erlendir biskupar verða viðstaddir vígslu sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur að Hólum í Hjaltadal næstkomandi sunnudag. Hún verður vígð til embættis vígslubiskups á Hólum.

Þátttaka biskupanna endurspeglar það að kirkjan er hluti af kristinni kirkju um allan heim og eru biskuparnir fulltrúar kirkna sem Þjóðkirkjan á mikla samvinnu við. Hefð er fyrir því að einhver samstarfslandanna sendi fulltrúa og hefur það aukist síðari ár. Biskuparnir sem koma að þessu sinni eru frá Norðurlöndum og frá Bretlandseyjum, segir í tilkynningu frá Biskupsstofu.

Biskuparnir eru:

Sofie Petersen biskup í Grænlandi

Jógvan Friðríksson biskup í Færeyjum

Niels Henrik Arendt, biskup í Haderslev, Danmörku

Esbjörn Hagberg, biskup í Karlstad, Svíþjóð

Seppo Häkkinen biskup í Lapua, Finnlandi

Michael Ipgrave, biskup í Woolwich, fulltrúi Ensku kirkjunnar

Fulltrúar kirkjudeilda hérlendis sem Þjóðkirkjan hefur samstarf við eru einnig boðnir til vígslunnar sem verður klukkan 14.00 í Hóladómkirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×