Fleiri fréttir Aðgangur að Dyrhólaey takmarkaður Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá og með deginum í dag til 12. maí næstkomandi. Er þetta gert til að vernda fuglalíf á eyjunni. 5.5.2012 13:51 Réttarhöldin yfir Mohammed hefjast dag Réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Khalid Sheikh Mohammed hefjast í Guantanmo-fangelsinu í dag. Mohammed hefur lýst því yfir að hann hafi skipulagt árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001. 5.5.2012 13:18 Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun og stendur fram á miðvikudagskvöld í Bíó Paradís. Opnunarmyndirnar eru heimildamyndin Town of Runners eftir Jerry Rothwell og stuttmyndin Krass eftir Tómas H. Jóhannesson. 5.5.2012 13:02 Aronofsky kominn til landsins Bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky er kominn til landsins. Hann mun skoða tökustaði fyrir stórmynd sína um örkina hans Nóa en stórleikarinn Russell Crowe mun fara með aðalhlutverk í henni. 5.5.2012 12:45 Vill leggja niður skattkortakerfið Gömlu góðu skattkortin gætu heyrt sögunni til nái hugmyndir ríkisskattstjóra fram að ganga en hann vill leggja skattkortakerfið niður í núverandi mynd. Hann segir það barn síns tíma og ný tækni geti haldið utan um persónuafslátt í framtíðinni. 5.5.2012 12:01 Skipstjórinn mun reyna að losa skipið Skipstjóri flutningaskipsins Fernanda/J7AM7 mun sjálfur reyna að ná skipinu af strandstað á háflóði síðar í dag. Áhöfn varðskipsins Þórs hefur nú rætt við áhöfn Fernanda og mun varðskipið vera áfram á staðnum og kemur til aðstoðar ef þörf krefur. 5.5.2012 11:40 Krummi ekki með berkla: "Þetta gleður mitt hjarta og lungu" Krummi Björgvinsson, oft kallaður Krummi í Mínus, er ekki með berkla. Hann tjáði vinum sínum á Facebooksíðu sinni á fimmtudag að hann gæti hugsanlega verið með berkla etir að hann fór í fjölmargar rannsóknir vegna verkja í lungunum. Hann var í einangrun þar til hann fékk niðurstöðurnar. 5.5.2012 11:29 Alþjóðlegi nakti garðyrkjudagurinn er í dag Alþjóðlegi nakti garðyrkjudagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim í dag. Þá eru náttúruunnendur og blómabörn hvött til þess að sinna garðinum sínum berrössuð. 5.5.2012 11:27 Tugir slösuðust þegar gasblöðrur sprungu Rúmlega 140 manns slösuðust þegar gasblöðrur sprungu á baráttufundi í borginni Yerevan í Armeníu í gær. Enginn lést í sprengingunni en um 100 þurftu á læknisaðstoð að halda. 5.5.2012 11:05 Vísindaveisla í Kirkjubæjarklaustri í dag Háskólalest Háskóla Íslands býður til vísindaveislu í Kirkjubæjarklaustri í dag. Þar geta allir aldurshópar kynnt sér ýmis undir vísindanna og fylgst með mögnuðum sýningum Sprengjugengisins. 5.5.2012 10:45 Hryllingur í Mexíkó Fjórtán höfuðlaus lík fundust í flutningabifreið í mexíkósku borginni Nuevo Laredo í gær. 5.5.2012 10:40 Örtröð við Bauhaus Svissneska byggingavörukeðjan Bauhaus opnaði formlega verslun sína við Vesturlandsveg klukkan átta í morgun. 5.5.2012 09:51 Mannfall í Aleppo Að minnsta kosti þrír létust í öflugri sprengingu í sýrlensku borginni Aleppo í morgun. 5.5.2012 09:43 Erill hjá lögreglunni í nótt Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaður, grunaðir um meinta ölvun við akstur. 5.5.2012 09:21 Erlent flutningaskip strandaði við Sandgerði Erlent flutningaskip strandaði við Sandgerðishöfn í morgun. Skipið heitir Fernanda/J7AM7 og er skráð í Dóminíska lýðveldinu. 5.5.2012 09:14 Sparibankinn leitar erlends fjármagns Aðstandendur Sparibankans eiga í viðræðum við erlenda aðila um að koma að fjármögnun bankans. Erfiðlega hefur gengið að ljúka fjármögnun og þurfti bankinn í október að segja upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu sem hann hafði tekið á leigu. Enginn tímarammi er til staðar um opnun bankans. 5.5.2012 15:00 Selja hverja nótu á 100 þúsund Áhugahópur sem safnar nú fyrir flygli til að koma fyrir í menningarsalnum Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar hyggst grípa til óhefðbundinnar aðferðar til að fá styrktaraðila til liðs við verkefnið. 5.5.2012 14:00 Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál "Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir,“ segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. 5.5.2012 13:00 Segir SÞ sýna mikinn veikleika Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir aðgerðaleysi í málefnum Palestínu í opinni umræðu utanríkisráðherra Norðurlandanna um arabíska vorið í Stafangri í Noregi í gærmorgun. 5.5.2012 12:00 Nýjar stofnanir svar við fjármálakreppu Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. 5.5.2012 11:00 Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. 5.5.2012 10:00 Karlar fá 6,6 prósentum hærri laun Föst laun karla á Íslandi eru 6,6% hærri en föst laun kvenna þegar búið er að taka tillit til helstu áhrifaþátta. Þetta er niðurstaða greiningar PwC á launamun kynjanna. 5.5.2012 09:00 Frumvarp um kvóta ekki matshæft Sérfræðingar á vegum þingnefndar segja frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um veiðigjald ekki matshæft. Ófært sé að meta áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja út frá því. Frumvarpið feli í sér tvísköttun. 5.5.2012 08:00 Færri nota hjálm við hjólreiðar Hjólreiðamönnum í Reykjavík sem nota hjálm hefur fækkað á milli ára. Samkvæmt talningu VÍS á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag notuðu 74 prósent hjólreiðamanna hjálm, samanborið við 83 prósent í fyrra. Gerir þetta 11 prósenta fækkun milli ára. 5.5.2012 07:30 Neita sök og ætla að verjast Í herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu hefjast í dag réttarhöld yfir fimm föngum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. 5.5.2012 01:00 Grikkir kjósa sér nýtt þing Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. 5.5.2012 00:00 Gæti verið dæmdur í 83 ára fangelsi fyrir að þykjast vera mamma sín Svikahrappurinn Thomas Parkin frá New York í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að látast vera öldruð móðir sín, sótt þannig lífeyri hennar löngu eftir andlát hennar og þannig svikið stórfé út úr ríkinu. Thomas á yfir höfði sér 83 ára langt fangelsi verði hann fundinn sekur um afbrotið, en hann er að auki ákærður fyrir fjölmörg önnur svik. 4.5.2012 23:00 Krefjast þess að Loch Ness skrímslið verði fjarlægt Svo virðist sem Loch Ness skrímslið dularfulla hafi brugðið sér í stutt frí til bæjarins Eau Claire í Wisconsin. Þó við litla hrifningu yfirvalda þar í bæ. Þannig hefur talsmaður náttúrulífsyfirvalda þar í borg skipað hverjum þeim sem kom fyrir líkneski af skrímslinu í Chippewa ánni að fjarlægja það hið fyrsta. 4.5.2012 22:30 Minni stríðshugur meðal þess sem útskýrir lækkandi eldsneytisverð "Það er nú minni stríðshugur, sem betur fer, en það er þó tvennt sem hefur gerst síðustu daga og vegur þungt, þannig hefur komið í ljós að það var framleidd meiri olíu frá olíuframleiðsluríkjum OPEC en gert var ráð fyrir og svo að það er minni hagvöxtur í Bandaríkjunum,“ útskýrði Magnús Ásgeirsson, eldsneytissérfræðingur N1, sem Reykjavík síðdegis ræddi við í dag til þess að leita skýringa á lækkandi eldsneytisverði í heiminum, og svo auðvitað hér á landi. 4.5.2012 22:00 Sigu niður 27 metra háan vegg: Miklu erfiðara en að ganga upp á fjöll Sig- og björgunarsveitarmennirnir Andrés Róbertsson og Jónas Grétar Sigurðsson, kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að mikilli hæð. Nú í kvöld ráku gestir Borgartúns upp stór augu í kvöld þegar þeir sáu kappana síga niður himinháan vegg. 4.5.2012 21:30 Heimavinnandi foreldri ekki með undir 560 þúsund í mánaðarlaun Heimavinnandi húsmóðir, eða húsfaðir, er ekki með lægri en 560 þúsund í mánaðarlaun samkvæmt útreikningum kjaramálasviðs Eflingar. Reykjavík síðdegis ræddi við Hörpu Ólafsdóttur, forstöðumanns kjarasviðsins, og báðu hana um að reikna mánaðarlaun heimavinnandi foreldra. Þannig voru ýmis störf tekin með í reikninginn sem heimavinnandi foreldri þarf að inna af hendi, svo sem matreiðslu, umönnun og þrif. 4.5.2012 21:00 Stakk af frá lögreglu og tilkynnti bílinn stolinn skömmu síðar Lögreglan þarf oft að takast á við furðulega einstaklinga í samfélaginu. Þannig lýsir lögreglan viðskiptum sínum við einn með eftirfarandi hætti: 4.5.2012 20:30 Aðstæður fjölskyldufólks oft til skammar í ósamþykktum íbúðum Meirihluti þeirra sem býr í ósamþykktu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er fjölskyldufólk en aðstæður þeirra eru oft til skammar og fær á slökkviliðsmenn að sögn slökkviliðsstjóra. 4.5.2012 20:00 Lítill drengur varð fyrir rafmagnslest Lítill drengur slasaðist fyrir skömmu á fæti eftir að hafa orðið fyrir rafmagnslestinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verkefnastjóri slysavarna barna og unglinga segir fjölda slysa hafa orðið í garðinum. Nauðsynlegt sé að skilgreina mismunandi starfsemi garðsins. 4.5.2012 19:30 Ekki verið að fara bakdyraleið að samningum við Nubo Iðnaðarráðherra segir alls ekki verið að fara bakdyraleið að samningum við Huang Nubo með því að leigja honum land Grímssstaða á Fjöllum. Nubo sjálfur virðist kominn lengra í samningsferlinu en íslensk stjórnvöld, ef marka má yfirlýsingar hans í kínverskum fjölmiðlum í dag. 4.5.2012 19:00 Nubo feginn því að Ögmundur hafi ekkert með málið að gera Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo segir í samtali við kínverska blaðið China Daily í dag að samningar séu nærri í höfn um leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Hart hefur verið tekist á um málið og segir Nubo að svo virðist sem þolinmæði hans sé loks að bera ávöxt. 4.5.2012 16:34 Leiðrétting Vegna fréttar okkar í fyrrakvöld um að Umhverfisstofnun hefði rukkað kræklingabónda um 38 þúsund krónur fyrir áminningarbréf og afsökunarbeiðni, skal það leiðrétt að ekki var send rukkun fyrir afsökunarbeiðni. Umræddur reikningur var sendur fyrir mistök og var felldur niður þegar þau uppgötvuðust. 4.5.2012 18:38 Liðsmaður Beastie boys látinn Adam Yauch er látinn en hann var einn af liðsmönnum Beastie boys. Ekki er ljóst hvernig eða hvar Adam lést en hann greindist með krabbameinsæxli árið 2009. Tónlistarmaðurinn var kallaður MCA í Beastie boys og var 47 ára þegar hann lést. 4.5.2012 18:26 Karlar með 6,6% hærri laun en konur Föst laun karla á Íslandi eru 6,6% hærri en föst laun kvenna þegar búið er að taka tillit til helstu áhrifaþátta. Þetta er niðurstaða greiningar PwC á launamun kynjanna. Greiningin byggir á ítarlegum gögnum, sem fengin voru úr launakerfum liðlega 70 íslenskra fyrirtækja, yfir launagreiðslur í septembermánuði árið 2011. 4.5.2012 16:04 Sitja inni í tvo mánuði eftir sérstaklega hættulega líkamsárás Karl og kona um þrítugt voru dæmd í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Players í Kópavogi í janúar í fyrra. Fólkið lenti í deilum við mann inni á staðnum en þau voru þar að skemmta sér. 4.5.2012 15:08 Í fangelsi fyrir fjölmörg brot Fjórir piltar voru dæmdur í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjölmörg brot víða um land. Brotin voru framin í fyrra og í ár en á meðal þess sem þeir voru sakfelldir fyrir voru þjófnaðir, eignaspjöll og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Einn af mönnunum var dæmdur í 2 ára fangelsi, annars í 12 mánaða fangelsi og hinir tveir hlutu skilorðsbundna dóma í fjóra og sex mánuði. Þeir sem hlutu þyngsta og næst þyngsta dóminn voru sviptir ökurétti, annar í tvö ár en hinn ævilangt - sá er tvítugur að aldri. 4.5.2012 15:38 Viljum koma til móts við venjulega skákáhugamenn Þeir sem hingað til hafa gripið í tafl á kaffistofum fyrirtækja sér til skemmtunar geta nú sameinast í sveit og keppt fyrir hönd síns fyrirtækis á Firmamótinu í skák þann 9. maí frá 16 til 19 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mótið er haldið af skákdeild Fjölnis í Grafarvogi. Formaður hennar er Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, en einnig vinnur Fjölnismaðurinn Héðinn Steingrímsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák, að framgangi mótsins. 4.5.2012 15:00 ESB blandar sér ekki í málefni iðnaðarráðuneytis Oddný Harðardóttir settur iðnaðarráðherra segir að hvorki sendiherra ESB, né nokkur annar á vegum sambandsins, hafi blandað sér í málefni ráðuneytisins. Þetta er svar ráðherra við fyrirspurn sem Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram á Alþingi. Ásmundur vildi fá að heyra skoðun ráðherrans á því að "ESB, með fjármunum og þáttöku sendiherra og sendiráðs“, hefði blandað sér með beinum hætti í umræður um áhrif ESB-aðildar á þá málaflokka sem undir ráðuneytið heyri. 4.5.2012 14:22 Lýst eftir svörtum Clio Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýstir eftir Renault Clio sem stolið var í Garðabæ þann 17. apríl síðastliðinn. Bifreiðin er svört að lit, árgerð 1999 og með skráningarnúmerið RU-879. Ákoma er á vinstra framhorni bifreiðarinnar en lögregla telur mögulegt að skipt hafi verið um bílnúmer á bílnum. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, eða í gegnum netfangið abending@lrh.is 4.5.2012 13:59 Líkja eftir flugslysi á Keflavíkurflugvelli Umfangsmesta flugslysaæfing landsins verður haldin á Keflavíkurflugvelli á morgun. Það er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Isavia sem standa fyrir æfingunni. Líkt er eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkurflugvelli og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samhæfingu og virkni áætlunarinnar. 4.5.2012 13:50 Sjá næstu 50 fréttir
Aðgangur að Dyrhólaey takmarkaður Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá og með deginum í dag til 12. maí næstkomandi. Er þetta gert til að vernda fuglalíf á eyjunni. 5.5.2012 13:51
Réttarhöldin yfir Mohammed hefjast dag Réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Khalid Sheikh Mohammed hefjast í Guantanmo-fangelsinu í dag. Mohammed hefur lýst því yfir að hann hafi skipulagt árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001. 5.5.2012 13:18
Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun og stendur fram á miðvikudagskvöld í Bíó Paradís. Opnunarmyndirnar eru heimildamyndin Town of Runners eftir Jerry Rothwell og stuttmyndin Krass eftir Tómas H. Jóhannesson. 5.5.2012 13:02
Aronofsky kominn til landsins Bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky er kominn til landsins. Hann mun skoða tökustaði fyrir stórmynd sína um örkina hans Nóa en stórleikarinn Russell Crowe mun fara með aðalhlutverk í henni. 5.5.2012 12:45
Vill leggja niður skattkortakerfið Gömlu góðu skattkortin gætu heyrt sögunni til nái hugmyndir ríkisskattstjóra fram að ganga en hann vill leggja skattkortakerfið niður í núverandi mynd. Hann segir það barn síns tíma og ný tækni geti haldið utan um persónuafslátt í framtíðinni. 5.5.2012 12:01
Skipstjórinn mun reyna að losa skipið Skipstjóri flutningaskipsins Fernanda/J7AM7 mun sjálfur reyna að ná skipinu af strandstað á háflóði síðar í dag. Áhöfn varðskipsins Þórs hefur nú rætt við áhöfn Fernanda og mun varðskipið vera áfram á staðnum og kemur til aðstoðar ef þörf krefur. 5.5.2012 11:40
Krummi ekki með berkla: "Þetta gleður mitt hjarta og lungu" Krummi Björgvinsson, oft kallaður Krummi í Mínus, er ekki með berkla. Hann tjáði vinum sínum á Facebooksíðu sinni á fimmtudag að hann gæti hugsanlega verið með berkla etir að hann fór í fjölmargar rannsóknir vegna verkja í lungunum. Hann var í einangrun þar til hann fékk niðurstöðurnar. 5.5.2012 11:29
Alþjóðlegi nakti garðyrkjudagurinn er í dag Alþjóðlegi nakti garðyrkjudagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim í dag. Þá eru náttúruunnendur og blómabörn hvött til þess að sinna garðinum sínum berrössuð. 5.5.2012 11:27
Tugir slösuðust þegar gasblöðrur sprungu Rúmlega 140 manns slösuðust þegar gasblöðrur sprungu á baráttufundi í borginni Yerevan í Armeníu í gær. Enginn lést í sprengingunni en um 100 þurftu á læknisaðstoð að halda. 5.5.2012 11:05
Vísindaveisla í Kirkjubæjarklaustri í dag Háskólalest Háskóla Íslands býður til vísindaveislu í Kirkjubæjarklaustri í dag. Þar geta allir aldurshópar kynnt sér ýmis undir vísindanna og fylgst með mögnuðum sýningum Sprengjugengisins. 5.5.2012 10:45
Hryllingur í Mexíkó Fjórtán höfuðlaus lík fundust í flutningabifreið í mexíkósku borginni Nuevo Laredo í gær. 5.5.2012 10:40
Örtröð við Bauhaus Svissneska byggingavörukeðjan Bauhaus opnaði formlega verslun sína við Vesturlandsveg klukkan átta í morgun. 5.5.2012 09:51
Mannfall í Aleppo Að minnsta kosti þrír létust í öflugri sprengingu í sýrlensku borginni Aleppo í morgun. 5.5.2012 09:43
Erill hjá lögreglunni í nótt Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaður, grunaðir um meinta ölvun við akstur. 5.5.2012 09:21
Erlent flutningaskip strandaði við Sandgerði Erlent flutningaskip strandaði við Sandgerðishöfn í morgun. Skipið heitir Fernanda/J7AM7 og er skráð í Dóminíska lýðveldinu. 5.5.2012 09:14
Sparibankinn leitar erlends fjármagns Aðstandendur Sparibankans eiga í viðræðum við erlenda aðila um að koma að fjármögnun bankans. Erfiðlega hefur gengið að ljúka fjármögnun og þurfti bankinn í október að segja upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu sem hann hafði tekið á leigu. Enginn tímarammi er til staðar um opnun bankans. 5.5.2012 15:00
Selja hverja nótu á 100 þúsund Áhugahópur sem safnar nú fyrir flygli til að koma fyrir í menningarsalnum Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar hyggst grípa til óhefðbundinnar aðferðar til að fá styrktaraðila til liðs við verkefnið. 5.5.2012 14:00
Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál "Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir,“ segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. 5.5.2012 13:00
Segir SÞ sýna mikinn veikleika Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir aðgerðaleysi í málefnum Palestínu í opinni umræðu utanríkisráðherra Norðurlandanna um arabíska vorið í Stafangri í Noregi í gærmorgun. 5.5.2012 12:00
Nýjar stofnanir svar við fjármálakreppu Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. 5.5.2012 11:00
Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. 5.5.2012 10:00
Karlar fá 6,6 prósentum hærri laun Föst laun karla á Íslandi eru 6,6% hærri en föst laun kvenna þegar búið er að taka tillit til helstu áhrifaþátta. Þetta er niðurstaða greiningar PwC á launamun kynjanna. 5.5.2012 09:00
Frumvarp um kvóta ekki matshæft Sérfræðingar á vegum þingnefndar segja frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um veiðigjald ekki matshæft. Ófært sé að meta áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja út frá því. Frumvarpið feli í sér tvísköttun. 5.5.2012 08:00
Færri nota hjálm við hjólreiðar Hjólreiðamönnum í Reykjavík sem nota hjálm hefur fækkað á milli ára. Samkvæmt talningu VÍS á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag notuðu 74 prósent hjólreiðamanna hjálm, samanborið við 83 prósent í fyrra. Gerir þetta 11 prósenta fækkun milli ára. 5.5.2012 07:30
Neita sök og ætla að verjast Í herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu hefjast í dag réttarhöld yfir fimm föngum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. 5.5.2012 01:00
Grikkir kjósa sér nýtt þing Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. 5.5.2012 00:00
Gæti verið dæmdur í 83 ára fangelsi fyrir að þykjast vera mamma sín Svikahrappurinn Thomas Parkin frá New York í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að látast vera öldruð móðir sín, sótt þannig lífeyri hennar löngu eftir andlát hennar og þannig svikið stórfé út úr ríkinu. Thomas á yfir höfði sér 83 ára langt fangelsi verði hann fundinn sekur um afbrotið, en hann er að auki ákærður fyrir fjölmörg önnur svik. 4.5.2012 23:00
Krefjast þess að Loch Ness skrímslið verði fjarlægt Svo virðist sem Loch Ness skrímslið dularfulla hafi brugðið sér í stutt frí til bæjarins Eau Claire í Wisconsin. Þó við litla hrifningu yfirvalda þar í bæ. Þannig hefur talsmaður náttúrulífsyfirvalda þar í borg skipað hverjum þeim sem kom fyrir líkneski af skrímslinu í Chippewa ánni að fjarlægja það hið fyrsta. 4.5.2012 22:30
Minni stríðshugur meðal þess sem útskýrir lækkandi eldsneytisverð "Það er nú minni stríðshugur, sem betur fer, en það er þó tvennt sem hefur gerst síðustu daga og vegur þungt, þannig hefur komið í ljós að það var framleidd meiri olíu frá olíuframleiðsluríkjum OPEC en gert var ráð fyrir og svo að það er minni hagvöxtur í Bandaríkjunum,“ útskýrði Magnús Ásgeirsson, eldsneytissérfræðingur N1, sem Reykjavík síðdegis ræddi við í dag til þess að leita skýringa á lækkandi eldsneytisverði í heiminum, og svo auðvitað hér á landi. 4.5.2012 22:00
Sigu niður 27 metra háan vegg: Miklu erfiðara en að ganga upp á fjöll Sig- og björgunarsveitarmennirnir Andrés Róbertsson og Jónas Grétar Sigurðsson, kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að mikilli hæð. Nú í kvöld ráku gestir Borgartúns upp stór augu í kvöld þegar þeir sáu kappana síga niður himinháan vegg. 4.5.2012 21:30
Heimavinnandi foreldri ekki með undir 560 þúsund í mánaðarlaun Heimavinnandi húsmóðir, eða húsfaðir, er ekki með lægri en 560 þúsund í mánaðarlaun samkvæmt útreikningum kjaramálasviðs Eflingar. Reykjavík síðdegis ræddi við Hörpu Ólafsdóttur, forstöðumanns kjarasviðsins, og báðu hana um að reikna mánaðarlaun heimavinnandi foreldra. Þannig voru ýmis störf tekin með í reikninginn sem heimavinnandi foreldri þarf að inna af hendi, svo sem matreiðslu, umönnun og þrif. 4.5.2012 21:00
Stakk af frá lögreglu og tilkynnti bílinn stolinn skömmu síðar Lögreglan þarf oft að takast á við furðulega einstaklinga í samfélaginu. Þannig lýsir lögreglan viðskiptum sínum við einn með eftirfarandi hætti: 4.5.2012 20:30
Aðstæður fjölskyldufólks oft til skammar í ósamþykktum íbúðum Meirihluti þeirra sem býr í ósamþykktu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er fjölskyldufólk en aðstæður þeirra eru oft til skammar og fær á slökkviliðsmenn að sögn slökkviliðsstjóra. 4.5.2012 20:00
Lítill drengur varð fyrir rafmagnslest Lítill drengur slasaðist fyrir skömmu á fæti eftir að hafa orðið fyrir rafmagnslestinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verkefnastjóri slysavarna barna og unglinga segir fjölda slysa hafa orðið í garðinum. Nauðsynlegt sé að skilgreina mismunandi starfsemi garðsins. 4.5.2012 19:30
Ekki verið að fara bakdyraleið að samningum við Nubo Iðnaðarráðherra segir alls ekki verið að fara bakdyraleið að samningum við Huang Nubo með því að leigja honum land Grímssstaða á Fjöllum. Nubo sjálfur virðist kominn lengra í samningsferlinu en íslensk stjórnvöld, ef marka má yfirlýsingar hans í kínverskum fjölmiðlum í dag. 4.5.2012 19:00
Nubo feginn því að Ögmundur hafi ekkert með málið að gera Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo segir í samtali við kínverska blaðið China Daily í dag að samningar séu nærri í höfn um leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Hart hefur verið tekist á um málið og segir Nubo að svo virðist sem þolinmæði hans sé loks að bera ávöxt. 4.5.2012 16:34
Leiðrétting Vegna fréttar okkar í fyrrakvöld um að Umhverfisstofnun hefði rukkað kræklingabónda um 38 þúsund krónur fyrir áminningarbréf og afsökunarbeiðni, skal það leiðrétt að ekki var send rukkun fyrir afsökunarbeiðni. Umræddur reikningur var sendur fyrir mistök og var felldur niður þegar þau uppgötvuðust. 4.5.2012 18:38
Liðsmaður Beastie boys látinn Adam Yauch er látinn en hann var einn af liðsmönnum Beastie boys. Ekki er ljóst hvernig eða hvar Adam lést en hann greindist með krabbameinsæxli árið 2009. Tónlistarmaðurinn var kallaður MCA í Beastie boys og var 47 ára þegar hann lést. 4.5.2012 18:26
Karlar með 6,6% hærri laun en konur Föst laun karla á Íslandi eru 6,6% hærri en föst laun kvenna þegar búið er að taka tillit til helstu áhrifaþátta. Þetta er niðurstaða greiningar PwC á launamun kynjanna. Greiningin byggir á ítarlegum gögnum, sem fengin voru úr launakerfum liðlega 70 íslenskra fyrirtækja, yfir launagreiðslur í septembermánuði árið 2011. 4.5.2012 16:04
Sitja inni í tvo mánuði eftir sérstaklega hættulega líkamsárás Karl og kona um þrítugt voru dæmd í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Players í Kópavogi í janúar í fyrra. Fólkið lenti í deilum við mann inni á staðnum en þau voru þar að skemmta sér. 4.5.2012 15:08
Í fangelsi fyrir fjölmörg brot Fjórir piltar voru dæmdur í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjölmörg brot víða um land. Brotin voru framin í fyrra og í ár en á meðal þess sem þeir voru sakfelldir fyrir voru þjófnaðir, eignaspjöll og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Einn af mönnunum var dæmdur í 2 ára fangelsi, annars í 12 mánaða fangelsi og hinir tveir hlutu skilorðsbundna dóma í fjóra og sex mánuði. Þeir sem hlutu þyngsta og næst þyngsta dóminn voru sviptir ökurétti, annar í tvö ár en hinn ævilangt - sá er tvítugur að aldri. 4.5.2012 15:38
Viljum koma til móts við venjulega skákáhugamenn Þeir sem hingað til hafa gripið í tafl á kaffistofum fyrirtækja sér til skemmtunar geta nú sameinast í sveit og keppt fyrir hönd síns fyrirtækis á Firmamótinu í skák þann 9. maí frá 16 til 19 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mótið er haldið af skákdeild Fjölnis í Grafarvogi. Formaður hennar er Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, en einnig vinnur Fjölnismaðurinn Héðinn Steingrímsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák, að framgangi mótsins. 4.5.2012 15:00
ESB blandar sér ekki í málefni iðnaðarráðuneytis Oddný Harðardóttir settur iðnaðarráðherra segir að hvorki sendiherra ESB, né nokkur annar á vegum sambandsins, hafi blandað sér í málefni ráðuneytisins. Þetta er svar ráðherra við fyrirspurn sem Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram á Alþingi. Ásmundur vildi fá að heyra skoðun ráðherrans á því að "ESB, með fjármunum og þáttöku sendiherra og sendiráðs“, hefði blandað sér með beinum hætti í umræður um áhrif ESB-aðildar á þá málaflokka sem undir ráðuneytið heyri. 4.5.2012 14:22
Lýst eftir svörtum Clio Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýstir eftir Renault Clio sem stolið var í Garðabæ þann 17. apríl síðastliðinn. Bifreiðin er svört að lit, árgerð 1999 og með skráningarnúmerið RU-879. Ákoma er á vinstra framhorni bifreiðarinnar en lögregla telur mögulegt að skipt hafi verið um bílnúmer á bílnum. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, eða í gegnum netfangið abending@lrh.is 4.5.2012 13:59
Líkja eftir flugslysi á Keflavíkurflugvelli Umfangsmesta flugslysaæfing landsins verður haldin á Keflavíkurflugvelli á morgun. Það er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Isavia sem standa fyrir æfingunni. Líkt er eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkurflugvelli og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samhæfingu og virkni áætlunarinnar. 4.5.2012 13:50