Innlent

David Lynch ávarpar Íslendinga í gegnum SKYPE

David Lynch
David Lynch
Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn David Lynch mun kynna innhverfa íhugun í Gamla Bíói miðvikudaginn 9. maí.

Lynch mun ávarpa Íslendinga í gegnum SKYPE og ræða málefni íhugunar (e. Transcendental Meditation).

Leikstjórinn víðfrægi kom hingað til lands fyrir þremur árum og hélt fyrirlestur um innhverfa íhugun í Háskólabíói.

Um 1.400 manns hafa gengið í gegnum grunnnámskeið Íslenska íhugunarfélagsins síðan þá.

Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson verður fundarstjóri á miðvikudaginn en hann er góðvinur Lynch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×