Erlent

Tjá sig ekki um ákærur

Fimmmenningunum sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 var birt ákæra í gær.

Mennirnir voru dregnir fyrir sérskipaðan herrétt í Guantanamo-fangelsinu. Þeir neituðu allir að svara spurningum dómara.

Forsprakki þeirra, Khalid Sheikh Mohammed, hefur lýst því yfir að hann hafi skipulagt árásina.

Mohammed sagði í gær að hann myndi ekki tjá sig um ákærurnar. Þá óttaðist hann að réttarhöldin yrðu óréttlát.

Allt létust 2.976 manns í árásunum. Verði mennirnir fundnir sekir eiga þeir dauðadóm yfir höfði sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×